Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 35
LEIÐBEININGAR Leiðbeiningar fyrir höfunda fræðilegs efnis í Læknablaðinu Tómas Guðbjartsson, Anna Gunnarsdóttir og Engilbert Sigurðsson, fyrir hönd ritstjórnar Læknablaðsins Höfundareru læknarog sitja í ritstjórn Læknablaðsins Inngangur Læknablaðið er alþjóðlegt vísindarit sem birtir vísindagreinar og annað fræðiefni sem nýst getur íslenskum læknum í starfi. Þótt leiðbeiningar til höfunda hafi verið endurbættar í tvígang frá 2005 var talið tímabært að endurskoða þær frá grunni og endurmeta um Ieið flokka fræðigreina, viðmið um lengd, fjölda tilvísana og frágang myndefnis og taflna. Hér fylgja nýjar leiðbeiningar til höf- unda sem ættu að auðvelda höfundum vinnu við ritun, frágang og innsendingu handrita í Læknablaðið. Ef frekari upplýsinga er þörf má hafa samband við ritstjórnar- fulltrúa Læknablaðsins á skrifstofu blaðsins í síma 564-4109 eða senda tölvupóst á netfangið ritstjorn@lis.is Um Læknablaðið Læknablaðið er fræðirit sem birtir vísinda- og yfirlitsgreinar og ann- að efni sem byggir á rannsóknum innan læknisfræði eða skyldra greina. Læknablaðið er gefið út af Læknafélagi íslands og Lækna- félagi Reykjavíkur. Blaðið er sent til allra félagsmanna. Það var fyrst gefið út árið 1904 en hefur komið samfellt út frá árinu 1915. Blaðið kemur út ellefu sinnum á ári og er prentað í 1700 eintökum. Allt efni Læknablaðsins frá árinu 2000 er aðgengilegt á heimasíðu blaðsins á laeknabladid.is og er aðgangur endurgjaldslaus og öllum opinn. Fræðilegt efni Læknablaðsins er skráð í alþjóðlegum vísinda- gagnagrunnum, Medline (frá 2005), Science Citation Index (frá 2009) og Scopus (frá 2009). Blaðið fylgir reglum Vancouver-hópsins um frágang, uppbyggingu og efnistök alþjóðlegra læknatímarita, International Committee for Medical Journal Editors, icmje.org, og alþjóðlegum siðareglum ritstjóra læknatímarita (Committee on Publication Ethics, COPE). Greinar í Læknablaðinu eru birtar á íslensku og eiga að vekja áhuga lækna og skipta máli fyrir þróun læknisfræði og heilbrigðis- þjónustu hér á landi. Jafnframt er horft til þess hvort efnið eigi erindi við aðra lesendur blaðsins, svo sem háskólanema í heil- brigðisvísindum og íslenskan almenning. Fræðigreinar blaðsins geta byggst á eigin athugunum og rannsóknum höfunda eða verið yfirlitsgreinar. Almennt er gerð sú krafa að efnið hafi ekki birst í öðrum vísindaritum. Á þessu eru einstaka undantekningar, til dæmis ef efni erlendrar greinar er talið eiga brýnt erindi við les- endahóp Læknablaðsins eða ef talið er mikilvægt að greinin birtist á íslensku af öðrum ástæðum. Tvíbirting greinar er háð leyfi rit- stjórnar Læknablaðsins og verður að liggja fyrir skriflegt samþykki frá ritstjóra blaðsins sem birti greinina fyrst. Taka skal fram á áberandi stað að um tvíbirtingu sé að ræða og að tilskilin leyfi fyrir henni liggi fyrir. Málfar og birting fræðigreina á ensku Greinar í blaðinu eru á íslensku en hverri grein fylgir ágrip á ensku. í netútgáfu blaðsins eru töflur og myndir jafnframt birtar á ensku. Ritstjórn getur í völdum tilvikum ákveðið að birta grein á ensku í netútgáfu blaðsins, og birtist greinin þá ávallt á íslensku í prentútgáfu blaðsins. Ákveður ritstjórn þá hvort þýðingin og yfir- lestur hennar er kostuð af Læknablaðinu eða höfundum. Mikilvægt er að greinar séu á góðri íslensku og verður að ís- lenska öll erlend orð og heiti verði því við komið. Hægt er að nálg- ast íðorðasafn lækna í Orðabanka íslenskrar málstöðvar á heimasíðu stofnunarinnar: ismal.hi.is/ob/uppl/laekn.html. Sé íslenska heitið ekki vel þekkt er alþjóðlega heitið sett í sviga strax í ágripi, komi heitið fyrir þar, og aftur þegar það kemur fyrir í fyrsta skipti í megintexta. Ef ekki er til gott íslenskt heiti er alþjóðaheitið notað og skrifað með skáletri (latneskt eða enskt). Hugtök sem ekki verða íslenskuð með góðu móti er best að skilgreina í stuttu máli og er alþjóðaheitið sett í sviga aftan við skilgreininguna. Skammstafanir eru ekki notaðar í megintexta og skal skrifa til dæmis í stað t.d. Undantekningar eru viðurkenndar fræðilegar skammstafanir, til dæmis á sjúkdómaheitum (til dæmis MS- sjúkdómur) eða meðferð. Er þá óstytt heiti látið standa á und- an skammstöfun þegar hún er notuð í fyrsta sinn í textanum, til dæmis positive end-expiratory pressure (PEEP). Stundum getur útskýring á skammstöfunum þó verið óþörf, til dæmis DNA, RNA og svo framvegis. Tölur undir 5 eru skrifaðar með bókstöfum í megintexta þeg- ar rætt er um fjölda, til dæmis prjú börn, fjórar konur, 5 börn og 6 sjúklingar. Þegar setning byrjar á tölugildi eru tölur þó alltaf skrif- aðar með bókstöfum. Tugabrot eru rituð með kommu í íslenskum texta (0,4 og 10,3), töflum og myndum, en í ensku ágripi, töflum og myndum eru tugabrot rituð með punkti (0.4 og 10.3). Á eftir mælieiningu kemur bil, til dæmis 12 cm, 13 kg/m2. Lyfjaheiti ber að rita samkvæmt samheitum eins og gert er í Sérlyfjaskrá, til dæmis atenólól, amíódarón og svo framvegis. Handriti þarf að skila með einu og hálfu línubili og 3 cm spássíu beggja vegna. Hver kafli greinar skal byrja á nýrri síðu og töflur og myndir standi aftast í handritinu. Myndir skal einnig senda í fullri upplausn sem sérstök jpg-skjöl (sjá síðar). LÆKNAblaðið 2011/97 699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.