Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
Tafla 1. Lýsing á þátttakendum, aðstæðum þeirra og iyfjanotkun.
Meðaltal (staðalfrávik) eða fjöldi (%*)
Heildf N=186 Þéttbýli n=118 Dreifbýli n=68 P*
Aldur, ár 74 (6,3) 74 (6,3) 74 (6,2) 0,66
Aldurshópur
65-74 ára 114 (61) 73 (62) 41 (60)
75-88 ára 72 (39) 45 (38) 27 (40) 0,84
Kyn
Konur 89 (48) 62 (52) 27 (40)
Karlar 97 (52) 56 (48) 41 (60) 0,091
Skólaganga, ár 7,5 (3,3) 8,2 (3,6) 6,3 (2,2) <0,001
Nægar ráðstöfunartekjur 123 (66) 88 (75) 35 (52) <0,001
Býr einn/ein 45 (24) 35 (30) 10(15) 0,022
Heimahjúkrun 16(9) 10(9) 6(9) 0,95
Heimaþjónusta 63 (34) 39 (33) 24 (35) 0,79
Fjöldi sjúkdómsgreininga 3,2 (1,8) 2,7 (1,6) 4,1 (1,8) <0,001
Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 27 (3,8) 27 (3,8) 27 (3,6) 0,88
Líkamleg áreynsla (PASE), 0-400+ 127(92) 126(87) 130 (101) 0,79
Líkamleg færni (TUG), sek 11 (3,6) 10(3,4) 12(3,4) <0,001
Verkir (SF-36), 0-100 65 (41) 73 (40) 50 (37) <0,001
Þunglyndiseinkenni (GDS), 0-30 6,5 (4,3) 5,6 (3,8) 8,1 (4,6) <0,001
Vitræn geta (MMSE), 0-30 27 (2,5) 27 (2,5) 27 (2,7) 0,80
Fjöldi lyfja 3,9 (2,7) 4,0 (2,8) 3,8 (2,6) 0,63
Fjöllyfjanotkun (a5 lyf) 76(41) 47 (40) 29 (43) 0,71
‘Hlutföll (%) byggja á fjölda gildra svara fyrir hverja breytu; tgögnin eru ekki vigtuð; t p-gildi gefur til kynna hvort búsetutengdur munur á þátttakendum er marktækur; PASE = Physical
Activity Scale for the elderly; TUG = Timed Up and Go; SF-36 = Short Form 36-item health survey; GDS = Geriatric Depression Scale; MMSE = Mini-Mental State Examination.
væri fullnægt og einstaklingar beðnir um að taka þátt. Fimmtán
manns uppfylltu ekki skilyrði til þátttöku þar sem þeir höfðu flutt
inn á stofnun, flutt af svæðinu eða gátu samkvæmt upplýsingum
frá umönnunaraðila ekki tjáð sig munnlega. Þeir 235 sem þá voru
eftir í úrtakinu voru beðnir að taka þátt, 151 úr þéttbýli og 85 úr
dreifbýli. Þátttökuhlutfallið var 78% í þéttbýli (n=118) og 80% í
dreifbýli (n=68). í dreifbýli voru þátttakendur á aldrinum 65-86
ára (M=73,6; sf= 6,2), 40% í aldurshópi 75 ára og eldri og 40% kon-
ur. í þéttbýli voru þátttakendur frá 65-88 ára (M=74; sf=6,3), 38%
í aldurshópi 75 ára og eldri og 53% konur. I þéttbýli neituðu 33 að
taka þátt en í dreifbýli neituðu 17. Ekki reyndist vera marktækur
munur á aldurssamsetningu og kynjahlutfalli þeirra sem þáðu og
höfnuðu þátttöku.
Gagnaöflun fór fram í júní til september árið 2004. Áður en hún
hófst voru fengin tilskilin leyfi frá Vísindasiðanefnd (nr. 04-037-Sl)
og tilkynning send til Persónuverndar (nr. 1948/2004). Þátttakend-
ur undirrituðu upplýst samþykki. Þrír starfsmenn rannsóknar-
verkefnisins sáu um gagnaöflun og fengu þeir allir samræmda
þjálfun í að nota stöðluð matstæki og leggja fyrir spurningalista
í viðtalsformi. Til að draga úr áhrifum skertrar heyrnar á við-
talið gátu þátttakendur lesið spurningarnar og svarmöguleikana
af blaði, með stækkuðu letri, um leið og viðtalið var tekið. Þátt-
takendur gátu valið um að fá starfsmennina heim eða að mæta á
tiltekinn rannsóknarstað í nágrenni heimilis síns.
Upplýsingar um lyfjanotkun voru skráðar eftir lyfjakortum
þátttakenda og nánari útskýringum frá hverjum og einum. Ein-
göngu voru skráð lyf sem þátttakendur tóku að staðaldri, til dæmis
voru verkjalyf skráð ef viðkomandi tók þau reglulega, en annars
ekki. Fjöldi lyfseðilsskyldra lyfja var reiknaður út frá þeirri skrán-
ingu (fjöldi lyfja), einnig var búin til breyta fyrir fjöllyfjanotkun
sem er skilgreind sem fimm eða fleiri lyfseðilsskyld lyf.4-5 Þá voru
lyfin flokkuð í samræmi við ATC-flokkunarkerfi Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar sem skiptir lyfjum í 14 flokka eftir því
líffæri eða líffærakerfi sem lyfið virkar á.9 Samkvæmt ATC var B12-
vítamín flokkað sem meltingarfæra- og efnaskiptalyf (A-flokkur).
Onnur vítamín voru hins vegar skráð í sérstakan flokk sem var
ekki notaður frekar í rannsókninni en fól í sér öll vítamín, lýsi,
fæðubótarefni og bætiefni sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Sér-
stök breyta var gerð fyrir þá lyfjaskammta sem ekki reyndist unnt
að flokka samkvæmt ATC-kerfinu.
Þátttakendur svöruðu spurningum um hve mörg ár þeir hefðu
verið í formlegu námi, hvort þeir hefðu nægar ráðstöfunartekjur,
hve margir væru í heimili með þeim og hvort þeir fengju heima-
þjónustu eða heimahjúkrun. Einnig gáfu þeir upp þyngd, hæð og
hvaða sjúkdómsgreiningar þeir hefðu fengið. Líkamsþyngdar-
stuðull (kg/m2) og fjöldi sjúkdómsgreininga voru reiknaðar út frá
þeim upplýsingum.
Stöðluð matstæki voru lögð fyrir samkvæmt settum reglum fyr-
ir hvert og eitt þeirra. Mat á líkamsvirkni aldraðra (Physical Activity
Scalefor the Elderly, PASE)U metur líkamlega áreynslu liðinnar viku
við þjálfun, frístundaiðju og störf innan og utan heimilis. Gefin
eru stig frá núll og óalgengt er að þau fari yfir 400. Fleiri stig þýða
676 LÆKNAblaðið 2011/97