Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 47
V I Ð T A L m m ■ ^ Kandídatar úr læknadeild vorið 1967. Frá vinstri: Þorvarður Brynjólfsson, Guðmundur Eliasson, Guðmundur Sigurðsson, Ásgeir Jónsson, Eyþór Stefánsson, Eyjólfur Haraldsson, Guðný Daníelsdóttir, Hlöður Freyr Bjarnason, Gunnlaugur Geirsson, Kristján Eyjólfsson, Einar Jónmundsson, Magnús Skúlason, Gunnsteinn Gunnarsson og Þórður Harðarson. Myndin er tekin í Ingólfsapóteki. Þarna var yfirmaður Robert A. 0"Rourke, sem síðar varð forseti American College of Cardiology, og margir fleiri merkir hjartalæknar sem áttu eftir að geta sér gott orð víða um heim. Þetta var frjór og skemmtilegur hópur, þó ekki ættu allir skap saman eins og gengur. Meðal þeirra rannsókna sem ég stundaði þarna var að finna aðferð til að meta stærð hjartadreps og einnig að greina skemmd í hjartavöðva hjá sjúklingum við lokuskipta- eða krans- æðaaðgerðir. Fræðileg uppskera ársins í San Diego var mjög viðunandi. Lærdóms- gildi dvalarinnar var ótvírætt og ég naut mikillar hvatningar samstarfsmanna." Yfirlæknir á Borgarspítalanum Þórður segir aldrei neinn efa hafa verið í sínum huga að snúa heim til íslands að loknu sérnámi. „Ég sá þó ekki neitt sérstakt framundan þegar við Sólrún ákváðum að flytja heim. Ég vissi að yfir- læknisstaða á Borgarspítalanum myndi losna um áramót 1977 en taldi litlar líkur á að ég fengi hana, þar væru eldri og reyndari menn mér líklegri. Ég lét þó slag standa þegar staðan var auglýst og lagði inn umsókn. Mér hafði boðist staða hjarta- læknis á Landakoti og leist ágætlega á það, en ég óttaðist faglega einangrun, þunga vaktabyrði og skort á tækifærum til rann- sókna. Ulfar Þórðarson föðurbróðir minn hafði um árabil verið trúnaðarlæknir flug- málastjórnar. Hann var farinn að reskjast og bauð mér að taka hlutastarf við læknis- skoðun flugliða. Ég aflaði mér viðeigandi bandarískra réttinda og síðan var haldið heim til Islands eftir nær sjö ára dvöl á erlendri grund. Þórður var skipaður yfirlæknir við lyflækningadeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1977. „Þegar ég mætti til vinnu varð mér ljóst að ég var yngstur sér- fræðinganna á deildinni en átti samt að heita yfirmaður þeirra. Sumir þeirra höfðu sótt um stöðuna á móti mér. Þetta blessaðist þó allt saman ágætlega, þótt einn í þeim hópi gæti ekki sætt sig við niðurstöðuna. Ég lét það þó ekki á mig fá. Aðkallandi verkefni snerust um verklag og nýliðun sérfræðinga og unglækna, sum snertu tækjabúnað, önnur húsnæðismál, enn önnur tengdust vísindum og fræðum. Öllu þessu varð að sinna ef deildin átti að standa undir nafni. Samstarfsmenn mínir á þessum árum voru ýmist þegar orðnir eða urðu síðar meðal okkar fremstu sér- fræðinga, hver á sínu sviði lyflækninga og of langt mál að telja þá upp." Haustið 1981 var staða prófessors í lyflækningum og yfirlæknis lyflækn- ingadeildar Landspítalans auglýst laus til umsóknar. „Það var engan veginn sjálf- gefið að ég sækti um þessa stöðu. Mér leið vel í starfi mínu, stefnumálin voru mörg hver í ágætum farvegi, fræðastörf fóru vaxandi, tækjabúnaður efldist, húsakostur fór batnandi og Borgarspítalinn var orðinn aðalbráðasjúkrahús höfuðborgarsvæðisins. A hinn bóginn var lyflækningadeild Land- spítalans í mínum augum úrvalsdeild íslenskrar læknisfræði, hún var stærri og fjölmennari en systurdeildin á Borgar- spítalanum, og meðal forystumanna henn- ar voru nokkrir þekktustu og virtustu læknar landsins. Yfirlæknir hlaut í störf- um sínum oft að vera ýmist í sviðsljósi eða undir smásjá heilbrigðisstétta, stjórnvalda og stundum fjölmiðla. Mér óaði nokkuð við þessu en fannst þetta jafnframt spenn- andi áskorun. Það réði miklu að að áhugi minn á fræðastörfum hafði ekki dvínað á Borgarspítalanum og ég sá fyrir mér aukna möguleika á því sviði á Landspítal- anum. Einnig langaði mig að taka aukinn þátt í kennslu og skipulagningu hennar. Ég hafði verið stundakennari og aðjúnkt í læknadeild en það var ólíku saman að jafna við prófessorsstarfið." LÆKNAblaöið 2011/97 711 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.