Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 13
RANNSÓKN meiri líkamlega áreynslu í daglegu lífi. Tímamælt upp og gakk próf (Timed Up og Go = TUG) er mat á grunnhreyfifærni þar sem lengri tími í sekúndum gefur vísbendingar um slakari hreyfifærni og minni sjálfsbjargargetu.12 Bodily Pain scale er undirkvarði úr SF- 36 (Short Fornt 36-item health survey). Hann veitir stig frá 0-100 og gefur hærri tala til kynna minni verki.13 Þunglyndismat fyrir aldr- aða (Geriatric Depression Scale = GDS) veitir stig frá 0-30 þar sem fleiri stig gefa vísbendingu um fleiri þunglyndiseinkenni.14-15 Próf á vitrænni getu (Mini-Mental State Examination = MMSE) veitir stig frá 0-30, fleiri stig tákna meiri vitræna getu16'17 og stig undir 24 gefa vísbendingu um að vitræn geta sé mögulega skert.18 Tölfræði var unnin með SPSS útgáfu 17,0 og Stata 10,1. Mark- tektarmörk voru sett við p=0,05. Til að lýsa þátttakendum, aðstæð- um þeirra og lyfjanotkun var reiknað meðaltal (M), staðalfrávik (sf) og spönn fyrir allar samfelldar breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Þessar breytur voru bornar saman eftir búsetu með: t-prófi fyrir samfelldar breytur, Mann-Whitney U prófi fyrir rað- breytur og kí-kvaðratsprófi fyrir tvíkosta breytur. Þá voru fjöldi lyfja (t-próf), fjöllyfjanotkun og notkun lyfja í mismunandi ATC- flokkum (kí-kvaðratspróf) borin saman eftir búsetu, aldursflokki og kyni. Fjölbreytuaðhvarfsgreining var notuð til að skoða sjálfstæð tengsl lyfjanotkunar við nokkra mögulega áhrifaþætti (frum- breytur) sem voru valdir með það að markmiði að gefa sem besta og fjölbreyttasta mynd af heilsu, færni, persónulegum þáttum og um- hverfisþáttum í lífi eldri einstaklinga. Sömu frumbreytur voru not- aðar í sex aðhvarfslíkönum en þar sem þátttakendur voru einungis 186 talsins var fjöldi frumbreyta í líkönunum takmarkaður. Búseta, aldur og kyn fengu forgang inn í frumbreytuhópinn, í kjölfarið fylgdu niðurstöður mælinga með stöðluðum matstækjum (vitræn geta, þunglyndiseinkenni, líkamleg færni, líkamleg áreynsla og verkir) og að síðustu sú breyta sem hafði marktæk tengsl við bæði búsetu og lyfjanotkun (sjúkdómsgreiningar). Við skimun gagna reyndust þessar breytur uppfylla skilyrði fyrir línulega og lóg- istíska fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Eitt fjölbreytulíkanið byggði á línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem fjöldi lyfja var samfelld fylgibreyta. Fimm líkön byggðu á lógistískri aðhvarfsgreiningu þar sem fylgibreytan var tvíkosta fjöllyfjanotkun (<5 lyf; a5 lyf) eða tvíkosta breytur sem sýndu notkun lyfja úr fjórum algengustu ATC-lyfjaflokkum (nota ekki; nota), eða: 1) meltingarfæra- og efna- skiptalyf, 2) blóðlyf, 3) hjarta- og æðasjúkdómalyf og 4) tauga- og geðlyf. Öll gögn voru vigtuð fyrir aðhvarfsgreininguna til að leið- rétta fyrir hlutfallslega stærra úrtak úr dreifbýli en þéttbýli. Niðurstöður Þátttakendur voru á aldrinum 65 til 88 ára og meðalaldurinn var 74 ár (sf= 6,3). Ekki var munur á aldri eftir búsetu eða kyni. í töflu I er frekari lýsing á þátttakendum í dreifbýli og þéttbýli, aðstæðum þeirra, fjölda lyfja og fjöllyfjanotkun. Ellefu prósent þátttakenda voru án lyfja, 48% prósent tóku eitt til fjögur lyf, 37% tóku inn fimm til níu lyf og 4% voru á 10 lyfjum eða fleiri. Fimm prósent þátttakenda sögðust ekki vera með neina greinda sjúkdóma, 30% voru með eina til tvær sjúkdómsgreiningar og 65% voru með þrjár eða fleiri. Próf á vitrænni færni (MMSE) leiddi í ljós að 11% þátttak- enda voru með MMSE-stig á bilinu 16-24 sem getur bent til mildrar skerðingar á vitrænni getu. Allir töluðu góða íslensku en fimm Tafla II. Samanburöur á lyfjanotkun, úr 13 ATC-flokkum, eftir búsetu í dreifbýli og þéttbýli. Prósentutölur i sviga. ATC-flokkur Heild* N=186 Þéttbýli n=118 Dreifbýli n=68 PÍ A - Meltingarfæra- og efnaskiptalyf 65 (34,9) 40 (33,9) 25 (36,8) 0,70 B - Blóðlyf 67 (36,0) 46 (39,0) 21 (30,9) 0,30 C - Hjarta- og æðasjúkdómalyf 123(66,1) 78 (66,1) 45 (66,2) 0,90 D - Húðlyf 1 (0,5) 0(0) 1(1.5) 0,19 G - Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar 15(8,1) 9 (7,6) 6 (8,8) 0,78 H - Hormónalyf, önnur en kynhormónar 23 (12,4) 15(12,7) 8 (11,8) 0,86 J - Sýkingalyf 5 (2,7) 2(1,7) 3 (4,4) 0,27 L - Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar 4 (2,2) 1 (0,8) 3 (4,4) 0,11 M - Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf 42 (22,6) 25(21,2) 17(25) 0,55 N - Tauga- og geðlyf 69 (37,1) 43 (36,4) 26 (38,2) 0,88 P - Sníklalyf (skordýraeitur og skordýrafælur) 1 (0,5) 0(0) 1 (1.5) 0,19 R - Öndunarfæralyf 22 (11,8) 16(13,6) 6 (8,8) 0,34 S - Augn- og eyrnalyf 6 (3,2) 1 (0,8) 5 (7,4) 0,01 • Gögnin eru ekki vigtuð; t p-gildi gefur til kynna hvort búsetutengdur munur á lyfjanotkun er marktækur. voru fæddir og uppaldir utan íslands. Miðað við dreifbýlisbúa höfðu þéttbýlisbúar færri sjúkdómsgreiningar, meiri líkamlega færni, minni verki og færri þunglyndiseinkenni. Að auki höfðu þéttbýlisbúar lengri skólagöngu að baki, töldu sig frekar hafa nægar ráðstöfunartekjur og bjuggu frekar einir. Þátttakendur tóku að meðaltali 3,9 lyf (sf=2,7) og fjöllyfjanotk- un var til staðar hjá 41% þeirra. Ekki reyndist marktækur munur á meðalfjölda lyfja eða fjöllyfjanotkun miðað við búsetu eina og sér (tafla I). Aldurshópur og kyn reyndust hins vegar hafa marktæk tengsl við fjölda lyfja en ekki við fjöllyfjanotkun. Að meðaltali tóku þeir sem voru 65-74 ára 3,6 lyf (sf=2,7) en þeir sem voru 75- 88 ára tóku að meðaltali 4,5 lyf (sf=2,7) (p=0,034). Fjöllyfjanotkun var til staðar hjá 37% þeirra sem voru 65-74 ára en hjá 47% þeirra sem höfðu náð 75 ára aldri (p=0,161). Karlar notuðu að meðaltali 3,5 lyf (sf=2,6) á móti 4,4 lyfjum (sf=2,8) hjá konum (p=0,018). Fjöl- lyfjanotkun var til staðar hjá 38% karla og 44% kvenna (p=0,432). I töflu II má sjá lyfjanotkun samkvæmt ATC-flokkunarkerfinu hjá öllum þátttakendum, sundurliðaða eftir dreifbýli og þéttbýli. Hjarta- og æðasjúkdómalyf (C-flokkur) reyndust vera mest notuð en 66% notuðu slík lyf. Þrjátíu og sjö prósent notuðu tauga- og geðlyf (N-flokkur), 36% blóðlyf (B-flokkur) og 35% meltingarfæra- og efnaskiptalyf (A-flokkur). Óflokkanlegir lyfjaskammtar miðað við ATC-flokkunarkerfið reyndust einungis 2,6% (19 af 730) af skráðum lyfjaskömmtum í rannsókninni. Almennt var ekki marktækur munur á notkun lyfja úr ATC- flokkum eftir búsetu (tafla II). Þó kom fram munur eftir búsetu meðal þeirra fáu sem notuðu augn- og eyrnalyf (S-flokkur) en LÆKNAblaðið 2011/97 677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.