Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 48
UMFJÖLLUN O G GREINAR Prófessor og yfirlæknir á Landspítala Þórður var skipaður prófessor í lyflækn- ingum frá 1. apríl 1982. „Svo skemmtilega vill til að það var nákvæmlega 75 árum eftir að afi minn, Þórður Sveinsson, var skipaður yfirlæknir geðveikrahælisins að Kleppi." Það væri að sjálfsögðu hægt að setja á langan pistil um feril Þórðar Harðarsonar í embætti prófessors og yfirlæknis og síðar sviðsstjóra á Landspítalanum. Ahrifa hans gætir víða. Hann hefur átt þátt í þróun nýrra kennsluhátta og vísinda við lækna- deild HÍ og á Landspítala. Hann hefur verið í fararbroddi við að innleiða ýmsar nýjungar í lyflæknisfræði, sérstaklega á sérsviði sínu, hjartalækningum. Hann hefur verið þátttakandi, frumkvöðull eða hvatamaður að sumum merkustu vísinda- rannsóknum á sviði hjartalækninga og forvarna sem gerðar hafa verið hérlendis á undanförnum þremur áratugum. Hann hefur setið í stjórnum rannsókna- og heil- brigðisstofnana og verið stjórnvöldum til ráðgjafar um heilbrigðismál. Hann hefur setið í ritstjórn Læknablaðsins, siðanefnd Læknafélags íslands og ýmsum mats- nefndum á vegum þess. Ymislegt er ótalið, en látum nægja að segja að Þórður Harðar- son hafi verið einn lykilmanna í þróun íslenskrar læknisfræði á undanförnum þremur til fjórum áratugum. Hefði hann valið sér læknisfræði að ævistarfi ef hann stæði frammi fyrir því vali í dag? „Já, alveg hiklaust. Ég hef verið alsæll í þessu starfi og gæti ekki hugsað mér annað. Hins vegar er ég ekki viss um að ég myndi velja mér hjartalækningar að sérgrein. Ástæðan er sú að mér finnst greinin orðin fulltæknivædd. Ég get ekki hugsað mér þá tilveru að vinna alltaf við tæki og tól. Tími hjartalækninga sem list- greinar eða rökþrautar er líklega liðinn, en ég vil starfa með fólki og hef kynnst alveg ómetanlega áhugaverðu og skemmtilegu fólki í gegnum starfið og þar finnst mér kjarni læknisfræðinnar liggja. Að kynnast sjúklingnum, persónu hans og aðstæðum, og vinna síðan mat og greiningu út frá því. Þeim sérgreinum sem snúast fyrst og fremst um sjúklinginn hefur fækkað og það finnst mér í rauninni miður. Heim- ilislækningar og öldrunarlækningar eru meðal þeirra greina sem hafa enn nokkuð breiða mannlega skírskotun og byggjast á persónulegum samskiptum við sjúk- linginn. Þær gera þó ekki síður faglegar kröfur, því til þess að geta sinnt sjúklingi sínum vel þarf heimilislæknirinn að hafa mjög yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum sjúkdómum og skilning á mannlegu eðli. Viðfangsefni í lýðheilsu og stjórnun heil- brigðistofnana hafa höfðað til mín síðustu árin og hugsanlega myndi ég leita á þau mið ef ég ætti allra kosta völ á ný." Mannlegi þátturinn Þórður segist telja að hinn mannlegi þátt- ur sé á undanhaldi í nútímalæknisfræði. „Nærtækasta dæmið er ef til vili bráðamóttaka Landspítalans fyrir hjartasjúklinga. Þar er alltof algengt að unglæknar komi með hjartalínurit til sér- fræðingsins og spyrji hvort ekki eigi að gera hjartaþræðingu á sjúklingnum. Við nánari athugun kemur svo í ljós að ung- læknirinn hefur varla rætt við sjúklinginn og ekki tekið niður ítarlega sögu hans. Hann veit það eitt að sjúklingurinn hefur haft óljósan brjóstverk. I þessu felst bæði óvirðing við sjúklinginn og misnotkun á þeim úrræðum sem við búum yfir. í kennslu unglækna legg ég áherslu á að talað sé við sjúklinginn og hlustað á hann. Það er mikilvægast af öllu. Sjúkdóms- greiningin liggur fyrst og fremst í því sem sjúklingurinn segir og saga hans er jafnvel mikilvægari en skoðunin sjálf, þó hún sé nauðsynleg líka." I starfi sínu sem prófessor og kennari hefur Þórður viljað að hlutverk Landspít- ala sem háskólasjúkrahúss verði skýrara og markvissara. „Þetta hefur sannarlega þróast í rétta átt á undanförnum áratugum og þar hafa margir góðir menn lagst á eitt. Ég hef þó alltaf haft í huga fyrirmyndir frá Bandaríkjunum þar sem víða tíðkast að háskólar eigi spítala. Þótt slíkt eigi kannski ekki að öllu leyti við hér, þá yrði togstreitan sem stundum hefur ríkt milli skóla og sjúkrahúss ef til vill best leyst með því að HÍ eigi og reki Landspítalann eða spítalinn verði ábyrgur fyrir klínískri háskólamenntun heilbrigðisstétta. Þá væri hin hefðbundna spenna milli þessara tveggja stofnana úr sögunni. Ég vil þó segja að núverandi forstjóri spítalans og framkvæmdastjóri lækninga eru mjög vakandi fyrir akademískum sjónarmiðum og oft á fyrri árum höfðum við háskólamenn meiri ástæðu en nú til gagnrýni. Þó finnst mér að háskólinn ætti að eiga beinni aðkomu að yfirstjórn spítalans. Ég var tvívegis kosinn til setu í háskólaráði, þrívegis í deildarráði læknadeildar og lengst af ferli mínum sat ég fundi stjórnarnefndar ríkisspítala eða framkvæmdastjórnar Landspítalans. Rauði þráðurinn í málflutningi mínum á þessum vettvangi var efling háskólastarfs á Land- spítala. Því málefni hefur miðað hægar en ég hefði kosið." Sparnaður er tvíeggjað sverð Togstreitan sem Þórður nefnir hefur ávallt snúist mikið um tíma og fjármuni. „Eðli málsins samkvæmt gengur þjónustan á kennsluspítala hægar en ella og það eykur útgjöld. Ýmislegt annað sem kennslan kallar sérstaklega á, kostar peninga. Spít- alinn tekur þannig á sig mikinn kostnað beint og óbeint vegna kennslunnar og það ber að virða, en ítrustu sparnaðarsjónar- mið við reksturinn stangast stundum á við bestu sjónarmið í þjálfun og kennslu læknanema og unglækna og stundum er háskólinn gagnrýndur fyrir að leggja of lítið af mörkum. Þetta er sérstaklega mikil- vægt að hafa í huga núna þegar spítalan- um er gert að skera niður og spara á öllum póstum. Það getur reynst tvíeggjað sverð. Rannsóknarhlutverki háskólasjúkrahúss sem standa á undir nafni má heldur ekki gleyma, en fjárveitingar spítalans fljóta líka að nokkru til þessa þáttar." Þórður hefur stýrt eða átt þátt í fjöl- mörgum rannsóknarverkefnum á sviði hjartalækninga. „Það væri of langt mál að telja þær allar upp, en þó vil ég til gamans nefna rannsókn byggða á hinum stóra gagnagrunni Hjartaverndar þar sem rannsakað var samband menntunar við heilsufar og dánarlíkur manna. Maríanna Garðarsdóttir og Kristján Guðmundsson unglæknar, ásamt nokkrum Hjartavernd- armönnum, unnu að þessari rannsókn með mér. Rannsóknin sýndi fram á að umrætt samband var mjög sterkt hérlendis og voru þeir sem best voru menntaðir heilsubetri og lifðu lengur að jafnaði en þeir sem minnsta menntun höfðu. Einnig mætti nefna rannsóknir á ofþykktar- sjúkdómi í hjarta, meðferð háþrýstings og fleira." Þórður segir að á íslensku vísindasviði beri rannsóknir í erfðafræði hæst. „Þar 712 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.