Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR Meðferðar- og legudeildir í uýbyggingu við Sóleyjartorg neðan við gamla Landspítalann sem er til hægri á myndinni. Nýr Landspítali f ^1 Helgi Már Halldórsson arkitekt, hönnunarstjóri SPITAL Jóhannes M. Gunnarsson læknir, verkefnisstjóri NLSH Sameining spítalanna í Reykjavík var umdeild, en á forsendum þess að stofnað yrði til nútímalegs háskólasjúkrahúss á einum stað, náðist þokkaleg sátt. Stjórnunarleg sameining spítalanna var áfangi að nútímalegu háskólasjúkra- húsi. Verkefnið nú er að skapa sameigin- legan vettvang fyrir alla bráðaþjónustu spítalans sem fullnaegir kröfum tímans. f síðari áföngum er ætlað að öll starfsemi spítalans búi við slíkar aðstæður með frekari uppbyggingu og endurbyggingu eldra húsnæðis. Staðarval Staðarval háskólaspítalans við Hring- braut byggir á starfi ráðherraskipaðrar nefndar árið 2002. Rök voru þessi helst: Kostnaður við uppbyggingu við Hring- braut er minnstur af öllum valkostum, því mest er þar af nýtanlegu húsnæði og stystan tíma tekur að sameina starfsemina. Efnahagshrun styrkir enn frekar rök fyrir nýtingu eldra húsnæðis. Af hálfu Há- skóla íslands (HÍ) og Reykjavíkurborgar er ríkur vilji fyrir því að háskólaspítalinn fái framtíðarsetur við Hringbraut. Aðgengi sjúklinga, starfsmanna og gesta er gott og lóðin liggur vel við almenningssam- göngum. Umferðarlíkön sem gerð hafa verið styðja þá röksemd. Nálægð við sam- göngumiðstöð og flugvöll skipta máli. / Nálægð við HÍ, sem hyggst byggja upp aðstöðu heilbrigðisvísindasviðs á lóðinni, er mikilsverð. Samþætting háskóla og há- skólaspítala er einstakt tækifæri og nálægð vísindagarða HÍ og fleiri rannsóknar- stofnana veitir kennslu- og fræðahlutverki spítalans mikilvægan stuðning. Miklir möguleikar eru til áframhaldandi upp- byggingar. Vífilsstaðir og Fossvogur komu einnig til skoðunar. A Vífilsstöðum þyrfti að byggja allt frá grunni áður en mark- mið um einn spítala næðist og kostnaður mun meiri. í Fossvogi taldi umferðardeild borgarinnar útilokað að byggja tengingar við nálægar stofnbrautir sem til þyrfti. Nú er stór hluti svæðisins kominn undir aðrar byggingar. Samgöngur Umferðarálag við stækkun spítalans við Hringbraut mun aukast, en gert hefur verið ráð fyrir því í skipulagsáætlunum Reykjavíkurborgar lengi. Færsla Hring- brautar á rót sína í gildandi deiliskipulagi frá 1976 og er til komin til að skapa Land- spítala rými og samfellt byggingarsvæði og tryggja greiðar samgöngur um svæðið. í stefnumótun ríkis og Reykjavíkur- borgar um samgöngumál fer saman áhersla á almenningssamgöngur, göngu og hjólreiðar á kostnað notkunar einka- bíla. í samræmi við þetta er í deiliskipu- lagi Nýs Landspítala lögð áhersla á að gera þessum samgöngukostum hærra undir höfði en verið hefur. Samkvæmt nýrri könnun um samgönguvenjur starfsmanna Landspítala nota um 73% einkabíl til og frá vinnu, um 6% strætó og um 13% ganga eða hjóla, sem er tvöföldun frá sambæri- legri könnun frá árinu 2008. Almennings- samgöngur hafa líka aukið sína hlutdeild en notkun einkabíla minnkað. Þessi þróun gefur fyrirheit um breyttar ferðavenjur þó langur vegur sé frá að hún sé forsenda nýs deiliskipulags. Einkabíllinn verður áfram samgöngumáti flestra sjúklinga, gesta og starfsmanna og við það er miðað í deiliskipulagi. Fjöldi bílastæða í 1. áfanga 2017 verður um það bil sá sami og hann er samanlagður nú, tengdur þeirri starfsemi sem flyst á Hringbraut. í samgöngustefnu spítalans sem er í mótun er gert ráð fyrir notkunarstýrðum bílastæðum og mun það tryggja sjúklingum bílastæði næst inn- göngum spítalans. Hafa þarf í huga að starfsemi sjúkra- hússins er sólarhringsstarfsemi og vinnu- tími hátt á fjórða þúsund starfsmanna dreifist á allan sólarhringinn. Hæsti álags- toppur í umferð er við upphaf dagvakta á virkum dögum. Um 1280 starfsmenn mæta til vinnu að morgni á Hringbraut nú, en við sameiningu starfseminnar í Fossvogi, Ármúla og Snorrabraut, sem eru helstu vinnustaðir sem flytja á Hringbraut, fer þessi tala upp í um 1800. Af þeim hafa um 67% þeirra sem vinna á dagvakt hverju sinni stimplað sig inn fyrir kl. 8 að morgni og 220 manns fyrir kl 7:30. Starfsmenn eru því að miklu leyti komnir fyrr til vinnu en almennt á vinnustöðum miðborgarinnar. Af þessu sést að dreifing vinnutíma hefur veruleg jákvæð áhrif gagnvart álagstopp- um umferðar. Hæð bygginga Sjónarmið um hæð bygginga takast á. Hvort tveggja hefur kosti og galla. Hærri 714 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.