Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 27
SJÚKRATILFELLl
þarf þá að hafa sérstaklega í huga hamlandi áhrif þeirra á vöxt og
þroska. Líkamlegar aukaverkanir, svo sem offita, seinkaður kyn-
þroski, vaxtarseinkun, húðslit og ofloðna (hirsutism), setja strik í
reikninginn hvað varðar meðferðarheldni og þá sér í lagi hjá ung-
lingum.3
Önnur ónæmisbælandi lyf sem eru notuð meðal annars til að
minnka þörf á sterum eru cyclophosphamide og mycophenolate
mofetil (CellCept®). í dag er verið að skoða marga lyfjaflokka með
ónæmismótandi eða hamlandi áhrif til meðhöndlunar á SLE, sem
dæmi má nefna lyf sem beint er að B-frumum, T-frumum, komple-
ment kerfi og cytokín kerfi.5
Eins og sjá má er margt sem þarf að hafa í huga við greiningu
á SLE hjá börnum. í ofanálag við mikla og erfiða meðferð bætast
unglingsárin og þroski einstaklingsins. Líðan drengsins í þessu
tilfelli er batnandi, hann þarf enn á meðferð að halda en vonandi
næst sjúkdómshlé fyrr en varir.
Eins og tilfellið sýnir getur birting SLE-sjúkdóms verið lúmsk,
ekki síst hjá börnum. Hafa þarf sjálfsónæmissjúkdóma í huga sem
mismunagreiningar við grun um illkynja sjúkdóma eða sýkingar.
Heimildir
1. www.rheumatology.org/practice/clinical/classification/SLE/1997_update_of_the_1982_
acr_revised_criteria_for_classification_of_sle.pdf - nóvember 2011.
2. Houghton KM, Page J, Cabral DA, Petty RE, Tucker LB. Systemic lupus erythematosus in
the pediatric North American Native population of British Columbia. J Rheumatol 2006; 33:
161-3.
3. Kone-Paut I, Piram M, Guillaumc S, Tran TA. Lupus in adolescence. Lupus 2007; 16:606-12.
4. Iqbal S, Sher MR, Good RA, Cawkwell GD. Diversity in presenting manifestations of
systemic lupus erythematosus in children. J Pediatr 1999; 135: 500-5.
5. Macdermott EJ, Adams A, Lehman T7- Systemic lupus erythematosus in children: current
and emerging therapies. Lupus 2007; 16:677-83.
ENGLISH SUMMARY
Cry wolf
Sigurðsson GV, Haraldsson Á, Kristinsson JR
Systemic Lupus Erythematosus (SLE) is an uncommon disease in children and adolescents but far from being unknown. The disease’s symptoms are
often non-specific and vague at first and clinicians must suspect SLE without the more specific symptoms. Treatment should be initiated as soon as
possible to delay or prevent serious complications. This case demonstrates the history of a young boy who needed medical attention at the Children's
Hospital of lceland because of joint pain, swollen lymph nodes and fatigue. The epidemiology, diagnostic criteria, treatment and prognosis of children
diagnosed with SLE are reviewed.
Key words: Systemic Lupus Erythematosus, SLE, Lupus, symptoms, diagnostic criteria, treatment.
Correspondence: Ásgeir Haraldsson, asgeir@iandspitaii.is
LÆKNAblaöið 2011/97 691