Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2011, Page 19

Læknablaðið - 15.12.2011, Page 19
RANNSÓKN s Arangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á íslandi Sverrir I. Gunnarsson1 læknir, Kristinn B. Jóhannsson1 læknir, Marta Guðjónsdóttir35 lífeðlisfræðingur, Steinn Jónsson2'5læknir, Hans J. Beck3 læknir, Björn Magnússon4 læknir, Tómas Guðbjartsson1-5 læknir ÁGRIP Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungna- þembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mæl- ingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV,) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur C02 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlut- þrýstingur 02 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV, og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvisýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða i þessum rannsóknarhópi væri há. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lungnadeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 4Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 5læknadeild HÍ. Fyrirspurnin Tómas Guðbjartsson tomasgudbjartsson @ hotmail.com Barst: 31. maí 2011 - samþykkt til birtingar: 13. október 2011 Langvinn lungnaþemba er sjötta algengasta dánaror- sökin á Vesturlöndum en merki um lungnateppu hafa mælst hjá 18% Islendinga sem komnir eru yfir fertugt.1 Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig getur komið til greina að grípa til skurðaðgerðar, helst hjá sjúklingum með ofþenslu á lungum og sjúkdóm sem aðallega er bundinn við efri blöð lungna.2 Eftir 1990 var farið að meðhöndla sjúklinga með langt gengna lungnaþembu með svokallaðri lungnasmækkunarað- gerð (lung volume reduction surgery). Aðgerðin felst í því að fjarlægja gisnustu hluta lungnanna, en við það geta önnur svæði þanist betur út og lungnastarfsemi batnað.2 Lungnasmækkunaraðgerð er unnt að framkvæma í gegnum bringubeinsskurð eða með brjóstholsskurði beggja vegna, og eru oftast 20-25% af rúmmáli hvors lunga fjarlægðir með heftibyssu. Á síðari árum hafa þessar aðgerðir verið gerðar í vaxandi mæli með aðstoð brjóstholssjár (video-assisted thoracoscopic surgery) sem virðist fækka fylgikvillum og stytta legutíma.3 Lungnasmækkunaraðgerðir voru fyrst gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan og skiptar skoðanir hafa verið á gagnsemi hennar, bæði vegna óvissu um ábend- ingar og misvísandi niðurstaðna um langtímaárangur.4 Erlendis hefur bestur árangur náðst hjá sjúklingum með lungnaþembu í efri blöðum lungna2-5-7 og hefur stór slembivalsrannsókn sýnt fram á bætt lífsgæði og lang- tímalifun þessara sjúklinga.8 Tilgangur þessarar rann- sóknar var að meta árangur þessara aðgerða hér á landi en það hefur ekki verið gert áður á Islandi. Sjúklingar og skilyrði fyrir aðgerð Rannsóknin var framskyggn og náði til allra þeirra 16 sjúklinga, 10 karla og 6 kvenna, sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala frá 1. janúar 1996 til 31. desember 2008. Ábending fyrir aðgerð var alvarleg lungnaþemba og þurftu sjúklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) mikil mæði, þrátt fyrir hámarkslyfjameðferð, b) frá- blástur á einni sekúndu (forced expiratory volume in 1 second, FEVj) undir 30% af viðmiðunargildi, c) ofþanin (hyperinflated) lungu og d) svæðisbundin lungnaþemba með grisjóttan lungnavef í efri hlutum lungna. Lungna- þemba var staðfest með röntgenmynd af brjóstholi og dreifing lungnaþembu metin með tölvusneiðmyndum (computed tomography) af brjóstholi. Allir sjúklingarnir tóku þátt í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir aðgerð og var þátttaka í henni skilyrði fyrir því að sjúklingar væru teknir til aðgerðar. Endurhæfing tók að minnsta kosti sex vikur og fengu sjúklingarnir fræðslu, næringarráð- gjöf og sálfélagslegan stuðning, auk þolþjálfunar. Skráning upplýsinga Skráður var aðgerðartími og hvort fylgikvillar komu upp í aðgerð. Einnig voru skráðir fylgikvillar eftir að- gerðina, bæði fylgikvillar sem greindust þegar sjúkling- arnir lágu á sjúkrahúsi og þeir sem greindust eftir út- skrift. Skráður var heildarlegutími og sá fjöldi daga sem sjúklingar höfðu brjóstholskera í fleiðruholi, en einnig sýkingar, þar á meðal skurðsýkingar. Viðvarandi loft- leki var skilgreindur sem loftleki í brjóstholskera í meira Engin hagsmunatengsl gefin upp. LÆKNAblaðið 2011/97 683

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.