Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 26
SJÚKRATILFELLI Tafla I. Greiningarskilmerki fyrír rauða úlfa (SLE), Greiningarskilmerki Skilgreining Kinnbeinaútbrot Roði, flatur eða upphleyptur, yfir kinnbeinum, hlífir oftast nef- og varafellingum. Helluroðaútbrot Upphækkaður roði í flekkjum með keratiniseruðu hreistri og stíflun á hársekkjum, getur leitt til örmyndunar. Viðkvæmni fyrir Ijósi Útbrot á húð eftir sólarljós, haft eftir sjúklingi eða við skoðun hjá lækni. Sár í munni Sár í munni eða koki, venjulega sársaukalaus. Liðbólgur Tveir eða fleiri liðir, einkennist af eymslum, bólgu og vökvasöfnun. Fleiðru og Fleiðrubólga - sannfærandi saga um gollurshúsbólga EÐA fleiðrubólgulíkan verk, nuddhljóð eða sýnt fram á vökvasöfnun. Gollurshúsbólga - sést á EKG, nuddhljóð við hlustun eða sýnt fram á vökvasöfnun. Nýrnasjúkdómur EÐA Viðvarandi próteinmiga >0,5 grömm á dag eða > 3+ á þvagstixi. Afsteypur í þvagi, geta verið rauðkorna, blóðrauða, kornlaga, sívalningslaga eða blandaðar. Taugasjúkdómur EÐA Flog - án þess að það sé af völdum lyfja eða efnaskiptabrenglunar, s.s. ketónsýringar, elektrólýtabrenglunar eða úremíu. Geðrof - án þess að það sé af völdum lyfja eða efnaskiptabrenglunar, s.s. ketónsýringar, elektrólýtabrenglunar eða úremíu. Blóðmeinasjúkdómur EÐA EÐA EÐA Rauðkornarofsblóðleysi með netfrumuaukningu. Hvítkornafæð - <4,000/mm3 í tveimur mælingum. Eitilfrumufæð - <1,500/mm3 í tveimur mælingum. Blóðflögufæð - <100.000/mm3 án þess að sé hægt að útskýra með lyfjanotkun. Ónæmissjúkdómur EÐA EÐA Anti-DNA - mótefni gegn eigin DNA í óeðlilegu magni. Anti-SM - mótefni gegn Sm kjarnaviðtæki. Mótefni gegn antiphospholipid með: 1. óeðlilegu magni af IgG eða IgM anticardiolipin mótefnum í sermi, 2. jákvæðu próf fyrir lupus anticoagulant eftir staðlaðri mæliaðferð, 3. falskt jákvæðu sárasóttarprófi í sex mánuði. Jákvætt ANA-mótefni Óeðlilegt magn af antinuclear mótefnum án þess að hægt sé að útskýra það með lyfjanotkun. Niðurstöður vefjarannsóknar frá nýra sýndu dreifðar gaukla- bólgur. Eftir flúrskinslitun var útlit þeirra talið samrýmast gaukla- bólgum af völdum rauðra úlfa af gráðu IV. Þegar þar var komið sögu lá greiningin fyrir. Meðferð sem jók útskilnað kalíums (Resonium®) leiðrétti kalíumofgnótt fljótt. Gauklabólga var meðhöndluð með háum steraskömmtum. Greiningarskilmerki rauðra úlfa sem drengurinn uppfyllti voru fækkun á hvítum blóðkornum, nýrnabilun, gollurshúsbólga, sjálfsmótefni með jákvæðum ANA, anti-DNA, anti-Sm (tafla I).1 Hann var útskrifaður skömmu eftir greiningu og var ónæmis- bælandi meðferð hafin með háum skömmtum af sterum (90 mg prednisólon daglega) í fjórar vikur. í kjölfarið voru steraskammt- arnir lækkaðir á fjórum vikum og tekur drengurinn enn 5 mg af prednisólon annan hvern dag ásamt mycophenolate mofetil (Cell- Cept®) 1000 mg tvisvar á dag. Með þessari meðferð hefur náðst að halda sjúkdómnum í skefjum. Umræður Rauðir úlfar (SLE) er sjaldgæfur sjúkdómur meðal barna. Algengi SLE hjá öllum aldurshópum er 50-100/100.000 og af þeim greinast 15-20% sem börn eða unglingar.2 Algengi eða nýgengi er því miður ekki þekkt hjá börnum og unglingum á íslandi. Þessar tölur eru frá Bandaríkjunum. Greining barna með SLE er oft gerð um 12-14 ára aldur, stúlk- ur eru í 3-5 sinnum meiri áhættu.3 Fyrstu einkenni barna eru oft ósértæk, svo sem þreyta, bein- og vöðvaverkir, kraftleysi og þyngdartap. Húðútbrot, sérstaklega kinnbeinaútbrot (Malar rash) í andliti ásamt liðverkjum er helsta birtingarform sjúkdómsins. Sjaldgæfara er að sjúkdómurinn leggist á nýru, miðtaugakerfi og blóðmyndandi vef.3 Blóðprufur sem styðja greiningu eru meðal annars hækkað sökk og lágt eða eðlilegt CRP, oft með fækkun á hvítum blóð- kornum. Ónæmisfræðilegar rannsóknir sýna oftast jákvætt ANA (70%). Jákvætt anti-dsDNA (90%) og anti-Sm sjálfsmótefni eru mjög sértæk fyrir SLE. Einnig er hægt að mæla lupus anticoagul- ant (29%) og anticardiolipin antibodies (47%) í blóði.3 í tilfellinu sem hér er lýst eru ósértæk einkenni til staðar eins og oft er hjá börnum og unglingum, slappleiki, þyngdartap, lystar- leysi og nætursviti. Þessi einkenni eru oft almenn og óljós en geta verið merki um alvarlegan blóðmeinasjúkdóm. Oft er aðeins um slappleika, þyngdartap og lystarleysi að ræða og getur greining tafist þar sem þunglyndi, átröskun eða síþreytufár (chronic fatigue syndromé) er ofar á mismunagreiningalistanum.3 í þessu tilfelli eru það einnig eitlastækkanir sem afvegaleiða í fyrstu en þeim hefur þó verið lýst í allt að 15% tilfella sem upphafseinkenni SLE, en þá oftast samhliða frávikum í blóðprufuniðurstöðum.4 Horfur barna með SLE hafa batnað verulega á síðustu áratug- um með tilkomu nýrra lyfja og meiri þekkingu á sjúkdómnum.5 Dánarhlutfall er sjaldan hærra en 10% eftir 10 ár með sjúkdóminn. Helstu dánarorsakir eru sýkingar vegna ónæmisbælandi meðferð- ar og með bættri lifun einnig síðkomnir hjarta- og æðasjúkdómar. Ekki er munur á kyni og kynþætti hvað varðar útkomu.3 Meðferð við SLE hjá börnum og unglingum er sérstaklega erfið og markmið hennar þríþætt: Halda sjúkdómsvirkninni í skefjum, fá góða meðferðarheldni og koma í veg fyrir skaða af völdum lyfjaaukaverkana. Helsta meðferðin eru háskammtabarksterar og 690 LÆKNAblaðiö 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.