Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 20
RANNSÓKN
Tafla I. Fylgikvillar hjá 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunarað-
gerð á Landspítala 1996-2008. Hver sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla.
Fylgikvilli Fjöldi
Viðvarandi loftleki a7 daga 7
Enduraðgerð 5
Los á bringubeini 4
Blæðing í fleiðruhol 1
Rof á skeifugörn 1
Sýking í bringubeini og miðmæti 1
Lungnabólga 4
en sjö daga.8 Einnig voru kannaðar sérstaklega enduraðgerðir og
hvort komið hefði til endurinnlagnar sem rekja mátti til aðgerðar-
innar. Skurðdauði (operative mortcility) var skilgreindur sem andlát
innan 30 daga frá aðgerð. Langtímalifun var könnuð samkvæmt
upplýsingum úr Þjóðskrá og miðaðist eftirlit við 31. desember
2010. Meðaleftirfylgd var 8,7 ± 3,8 ár (bil 1,8 - 13,6 ár).
Mælingar A lungnastarfsemi og poli
Mælingar á lungnastarfsemi, þoli og blóðgösum voru gerðar fyrir
aðgerð eftir endurhæfingu og að meðaltali fjórum vikum eftir
aðgerð. Lungnastarfsemi var metin með öndunarmælingu (Gould
2400 spirometer, Gould Instruments; Cleveland, OH) þar sem FVC
og FEVj voru mæld ásamt lungnarúmmáli (total lung capacity, TLC)
með helíumþynningaraðferð. Loftskipti voru mæld með single
breath CO aðferð. Þolpróf var gert á þrekhjóli þar sem álag var
aukið jafnt og þétt þar til sjúklingur gafst upp eða próf stöðvað
vegna einkenna. Mæld súrefnisupptaka (SensorMedics Inc.; Yorba
Linda, CA) við hámarksálag á þolprófi var mælikvarði á þol og
hámarksálagið sjálft (í vöttum) var skráð sem hámarksafkastageta
sjúklings. Slagæðablóðprufur til mælinga á blóðgösum voru tekn-
ar sitjandi í hvíld fyrir þolpróf.
Skurðtækni
Allar aðgerðirnar voru gerðar í gegnum bringubeinsskurð og
framkvæmdi sami skurðlæknir (KJ) þær allar. Notast var við
tvíopa berkjurennu, annað lungað fellt saman í einu og 20-30%
af rúmmáli hvors lunga um sig fjarlægð með heftibyssu (GIA
AutoSuture, US Surgical, Cincinnati, OH, USA). Til að fyrirbyggja
loftleka var notast við Gore-Tex® bætur til að styrkja heftiraðirnar.
I lok aðgerðar var komið fyrir brjóstholskerum í bæði fleiðruhol,
þeir tengdir við sog (-20 cm H,0) og bringubeininu lokað á hefð-
bundinn hátt með stálvír. Sjúklingarnir voru vaktir á skurðstofu
og síðan vistaðir á vöknunardeild í 3-5 klukkustundir áður en þeir
fluttust á legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar. Brjóstholskerar
voru fjarlægðir þegar loftleki hafði ekki sést í rúman sólarhring og
bæði lungu vel þanin á lungnamynd. Fyrstu dagana eftir aðgerð
voru verkir stilltir með dreypi sem gefið var í utanbastslegg, en
honum var komið fyrir í upphafi svæfingar. Síðan var notast við
hefðbundna verkjastillingu.
Tölfræði
Fyrir samfelldar breytur voru reiknuð meðaltöl með staðalfráviki
eða miðgildi og bil gefið upp þar sem við átti. Meðaltöl mælinga
fyrir og eftir aðgerð voru borin saman með pöruðu t-prófi. Kaplan-
Ár eftir aðgerð
Mynd 1. Lífshorfur (Kaplan-Meier) 16 sjúklinga sem gengust undir lungnasmækkun-
araðgerð ó íslandi 1996-2008. Lífshorfur eftir eitt.fimm og tíu ár voru 100%, 93% og
63%. Brotnar línur sýna 95% öryggisbil.
Meier aðferð var notuð við útreikning á lífshorfum. Tölfræðileg
marktækni miðaðist við p-gildi <0,05.
Leyfi
Sjúklingarnir veittu upplýst samþykki fyrir þátttöku í rann-
sókninni en tilskilin leyfi fengust hjá Siðanefnd Landspítala, Per-
sónuvernd, og lækningaforstjórum Landspítala og Reykjalundar.
Niðurstöður
Meðalaldur sjúklinganna sextán var 59,2 ± 5,9 ár (bil 52-72 ár).
Sjúklingarnir höfðu allir sögu um reykingar en höfðu hætt reyk-
ingum að minnsta kosti sex mánuðum fyrir aðgerðina. Meðal-
fjöldi pakkaára var 49 ± 18 (bil 25-80).
Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins (1996-2001) voru gerðar
12 aðgerðir og fjórar á því síðara (2002-2008). Aðgerðirnar tóku
að meðaltali 86 ± 24 mínútur (bil 55-135). Fylgikvillar eftir að-
gerð eru sýndir í töflu I. Viðvarandi loftleki var algengastur, eða
hjá sjö sjúklingum, og fjórir greindust með lungnabólgu. Fimm
sjúklingar gengust undir enduraðgerð, þar af fjórir vegna loss á
bringubeini. Einn sjúkling þurfti að endurlífga í enduraðgerð sem
gerð var vegna blæðingar í fleiðruhol. Allir sjúklingarnir lifðu af
aðgerðina og útskrifuðust af sjúkrahúsi. Miðgildi legutíma var 17
dagar (bil 9-85 dagar). Tveir sjúklingar lágu inni lengur en einn
mánuð. Báðir þurftu enduraðgerð og fékk annar þeirra sýkingu
í bringubein og miðmætisbólgu. Við eftirlit voru 11 sjúklinganna
á lífi. Dánarorsakir hinna fimm voru öndunarbilun (n=3) og
lungnabólga (n=2). Mynd 1 sýnir Kaplan-Meier-graf yfir lífshorfur
alls sjúklingahópsins og voru eins, þriggja og fimm ára lífshorfur
100%, 93% (95% öryggisbil 80-100%), 63% (95% öryggisbil 42-95%).
Mælingar á lungnastarfsemi, hlutþrýstingi súrefnis og koltví-
sýrings í slagæðablóði, hámarkssúrefnisupptöku og afkastagetu
fyrir og eftir aðgerð eru sýndar í töflu II. FEVj hækkaði um 350 ±
220 mL (p<0,001) og FVC um 370 ± 360 mL (p=0,014). Lungnarúm-
684 LÆKNAblaðið 2011/97