Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 32
Y F I R L I T Tafla III. Hlutfall fjármagns annars vegarog sjúkdómsbyrði, dánartíðni, algengis og nýgengis hins vegar. Sjúkdómur USD / DALY USD / dánartiðni USD / algengi USD / nýgengi Kinetoplastidt 30,0 906,7 4,6 48,7 Niðurgangur 1,6 50,4 u.v. 0,1 Beinbrunasótt 122,4 4556,3 u.v. 0,8 Ormar og ögðurt 3,5 154,0 0,0 6,8 Holdsveiki 28,4 936,5 26,4 22,6 Buruli-sár u.v. u.v. u.v. u.v. Augnyrja 1,3 u.v. 0,0 2,0 Aðrir sjúkdómarT u.v. u.v. u.v. U.V. Samanlagt 4,0 136,6 0,1 0,2 Sjúkdómur USD / DALY USD / dánartíðni USD / algengi USD / nýgengi HIV 18,5 530,9 34,5 386,8 Malaría 13,8 542,8 106,5 1,9 Berklar 12,0 280,3 29,5 52,6 Samanlagt 15,5 449,3 39,5 7,7 USD = Bandaríkjadalir; DALY = sjúkdómsbyrði; t = leishmaniasis og trypanosomiasis; t = onchocerciasis, filariasis, schistosomiasis og iðraormar; 7 = mýgulusótt, dracunculiasis, himberjasótt, japönsk heilabólga; u.v. = upplýsingar vantar. metin eftir DALY eða dánartíðni, ættu hlutföll milli VSÞ og HIV, malaríu eða berkla að vera nokkuð jöfn. Því má draga þá ályktun að DALY, eða í raun hvaða breyta sem er, skipti ekki máli þegar gefendur ákvarða hvert skuli veita fjármagni. Tölur um faralds- fræði VSÞ eru taldar vanmetnar og DALY þykir ekki nægilega gott matstæki fyrir sjúkdómana. Því má leiða líkur að því að sjúkdóms- byrði VSÞ sé vanmetin og að þeir séu jafnvel enn vanræktari en tiltækar upplýsingar gefa til kynna. Af samanburði fjármagns má enn fremur draga þá ályktun að ákveðnir sjúkdómar innan hóps- ins séu meira vanræktir en aðrir, allt eftir því hvaða breyta er til samanburðar. Erfitt er að benda á ástæður þessarar vanrækslu með vísinda- legum aðferðum, en ýmsar getgátur hafa litið dagsins ljós. Þar á meðal sú einfalda staðreynd að VSÞ draga færra fólk til dauða á ári hverju en HIV, malaría og berklar og hljóti þannig minna umtal og þá jafnframt minna fjármagn - í heild og hlutfallslega. Fæstir VSÞ finnast í tempruðu loftslagi, en HIV og berklar eru vaxandi vandi á Vesturlöndum og Austur-Evrópu. Lítill áhugi vestrænna vísindamanna á sjúkdómum fjarri heimaslóðum er því ein kenn- ing.41 Einnig er talinn vera lítill fjárhagslegur hvati til staðar fyrir lyfjafyrirtæki að framleiða vöru fyrir markað sem er lítils virði, þar sem flestir sem smitast af vanræktum sjúkdómum hafa ekki mikið lausafé. Engu að síður má þó nefna að um helmingur fjármagns sem veitt er til vanræktra sjúkdóma kemur alfarið frá einkarekn- um lyfjafyrirtækjum.42 Til eru dæmi þess að komið sé til móts við kostnað smitaðra einstaklinga með því að veita gjaldfrjálsa lyfja- meðferð til dæmis gegn holdsveiki og árblindu.10-43 Nú eru starfrækt nokkur verkefni af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) auk alþjóðlegra sjóða, lyfjafyrirtækja og þróunarstofnana sem stuðla eiga að eyðingu eða útrýmingu ákveðinna vanræktra sjúkdóma. Sum þeirra, eins og verkefni gegn dmcunculiasis, augn- yrju og sogæðaþráðormum, hafa sýnt fram á til hversu mikils er að vinna á vettvangi þessara sjúkdóma með einföldum aðgerð- um.1™1 Einnig er mögulegt að yfirvöld á svæðum þar sem sjúkdóm- arnir eru landlægir vanræki vandamálið. Almennt skipulagsleysi og skortur á eftirliti yfirvalda gætu viðhaldið háu nýgengi smita. Jafnframt geta fordómar íbúa þessara svæða gegn vestrænum áhrifum eða fræðum hindrað upptöku nýrrar tækni við greiningu, forvarnir eða meðferð. Þar að auki gæti ný tækni einfaldlega verið verðlögð allt of hátt miðað við fjárhagslega stöðu smitaðra og/eða samfélaga, en heilbrigðiskerfi margra landa þar sem vanræktir sjúkdómar eru landlægir ráða ekki við þann kostnað sem þeim fylgir.19-45 Gjaldfrjálsar fjöldalyfjagjafir koma þannig ekki einungis til móts við einstaklinga heldur heil ríki. Athygli vísindasamfélagsins virðist ekki hafa beinst sterklega að VSÞ þó sjúkdómsbyrði þeirra sé mikil. Með aukinni með- vitund um byrði sjúkdómanna á heiminn verður að fylgja meiri áhugi vísindamanna á að ráða niðurlögum þeirra. Sjúkdómarnir bjóða í rauninni upp á möguleika til að skapa nýja þekkingu, en á mörgum sviðum eru jafnvel grunnrannsóknir enn á byrjunarreit. Bættar upplýsingar um eðli sjúkdómanna og betri greiningarað- ferðir og lyfjameðferðir vantar.41 Einnig vantar bóluefni gegn lang- flestum VSÞ, ekki síður en gegn þeim sjúkdómum sem hafa hærri dánartíðni. En þó bóluefni væru til staðar, er ekki þar með sagt að innviðir svæða þar sem VSÞ eru landlægir ráði við dreifingu, flutninga eða geymslu viðeigandi bóluefna - hvað þá kostnað.35 Lyf til fjöldameðferða gegn vissum sjúkdómum eru ódýr. Þó ekki sé einhugur um núverandi gagnsemi fjöldalyfjagjafa gegn VSÞ má benda á að með bættum lyfjum og aukinni fræðslu má nýta þá þekkingu og úrræði sem skapast hafa til enn frekari ávinn- inga.2'3746 Vegna þeirra aðstæðna sem sjúkdómarnir þurfa til að breiðast út, er ljóst að margt má vinna með einföldum forvarn- araðgerðum, til dæmis byggingu kamra, greftri brunna, dreifingu flugnaneta og fræðslu til fbúa.10'11'17'19'21'27'32'34 Ekki er víst hvort fá- tæktin á svæðunum þar sem þeir eru landlægir er orsök sjúkdóm- anna eða afleiðing. En víst er að þetta eru sjúkdómar sem unnt er að koma í veg fyrir og það að ráða niðurlögum þeirra skilar miklu til samfélagsins.2'17'19'44 Samþætting almennrar eflingar lífskjara með þróunaraðstoð, á forsendum þeirra sem búa á vanþróuðum svæðum, og beinnar baráttu við sjúkdóma, svo sem með lyfjameð- ferð, hlýtur að gefa mestan ávinning.211'32 ísland Sýnt hefur verið fram á slæm efnahagsleg áhrif VSÞ og að barátta gegn þeim borgi sig. Hvað Islendinga varðar felst okkar framlag til baráttunnar að langstærstum hluta í þróunaraðstoð og þá mun frekar í eflingu almennra lífsskilyrða en beinni baráttu við sjúk- dóma. Markmið Sameinuðu þjóðanna frá 1970 er að ríkari þjóðir gefi sem samsvarar 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF) til þróunaraðstoðar.47 Árið 2009 veittum við íslendingar um þremur milljörðum króna af opinberum fjármunum til þróunaraðstoðar, eða sem samsvarar 0,23% af VÞF.48 Yfirlýst markmið núverandi stjórnvalda er að árið 2020 verði hlutfallið komið upp í 0,7%. Eftirtektarvert er að eitt það fyrsta sem skorið var niður í utan- ríkisþjónustu íslendinga eftir efnahagshrunið var framlag til þró- unarsamvinnu. Færa má rök fyrir því að eitt af meginverkefnum J 696 LÆKNAblaöið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.