Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Lyfjanotkun eldri íslendinga sem búa heima Lýðgrunduð rannsókn í dreifbýli og þéttbýli Árún K. Sigurðardóttir1 hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ása Árnadóttir1 sjúkraþjálfari, Elín Díanna Gunnarsdóttir2 sálfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Að lýsa lyfjanotkun eldri íslendinga sem búa heima, með því að rýna í fjölda lyfja, fjöllyfjanotkun (>5 lyf) og notkun út frá ATC-flokkunarkerfi lyfja. Einnig að rannsaka tengsl lyfjanotkunar við fjölbreytta einstaklings-, umhverfis- og lífsstílsþætti með áherslu á búsetu í dreifbýli eða þéttbýli. Efniviður og aðferðir: Lýðgrunduð þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá fyrir eitt þéttbýlissvæði (n=118) og tvö dreifbýlissvæði (n=68). Skilyrði fyrir þátttöku: 1) a65 ára, 2) býr heima, 3) fær um að tjá sig munnlega. Upplýsingar um lyf voru skráðar eftir lyfjakorti og viðtölum. Spurningalisti og fimm stöðluð matstæki voru notuð til að meta mögulega áhrifaþætti lyfjanotkunar. Niðurstöður: Þátttakendur tóku að meðaltali 3,9 lyf og algengi fjöllyfjanotkunarvar 41%. Karlar notuðu að meðaltali 3,5 en konur 4,4 lyf (p=0,018). Miðað við dreifbýlisbúa höfðu þéttbýlisbúar færri sjúkdómsgreiningar, meiri líkamlega færni, minni verki og færri þunglyndiseinkenni. Að teknu tilliti til þessara þátta tengdist fjöldi lyfja búsetu í þéttbýli (p<0,001) og fjölda sjúkdómsgreininga (p<0,001). Líkurnar á fjöllyfjanotkun jukust einnig með búsetu í þéttbýli (p=0,023) og fleiri sjúkdómsgreiningum (p=0,005). Þá tengdist blóðlyfjanotkun búsetu i þéttbýli, fleiri sjúkdómsgreiningum, hærri aldri og karl- kyni. Ályktun: Niðurstöður sýna óútskýrðan svæðisbundinn mun á lyfjanotkun eldri íslendinga. Rannsaka þarf frekar hvers vegna þéttbýlisbúar nota jafn mörg og jafnvel fleiri lyf en dreifbýlisbúar þrátt fyrir að koma betur út á mælingum á heilsu. Inngangur 'Heilbrigðisvísindasviði, 2hug- og félagsvísinda- sviði Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnir: Árún K. Sigurðardóttir amn@unak.is Barst: 1. apríl 2011, samþykkt til birtingar: 14. október 2011. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Erlendar rannsóknir sýna að lyfjanotkun eldra fólks hefur aukist á síðustu áratugum.1'2 Samfara þessu hefur þörfin á því að fylgst sé náið með stöðu og þróun á lyfjameðferð aukist, þar sem vandkvæði sem tengjast ofnotkun, vanmeðhöndlun og meðferðarheldni eru þekkt.3 Þá er fjöllyfjanotkun, eða það að taka fimm lyf eða fleiri á dag,4,5 algeng meðal fólks á efri árum2,5 og eykur hættu á milliverkunum lyfja og innlögnum á sjúkrahús.6 Auk þess er fjöllyfjanotkun og notkun lyfja úr ákveðnum flokkum meðal áhættuþátta fyrir byltur.71 sænskri rannsókn á 75-89 ára gömlu fólki sem bjó heima kom í ljós að algengi fjöllyfjanotkunar var 57%, algengi óhóflegrar fjöllyfjanotkunar (fleiri en 10 lyf á dag) 18% og var meðallyfjanotkun 5,4 lyf á dag.5 í kanadískri heimildasamantekt á niðurstöðum 26 rannsókna um lyfjanotkun eldra fólks sem bjó heima, reyndist ekki munur á lyfjanotkun eftir búsetu í dreifbýli eða þétt- býli.1 Höfundar vöktu hins vegar athygli á því að búseta í dreifbýli gæti haft áhrif á aðgengi að lyfjum. Vísað var til þátta eins og fjarlægðar heilbrigðisþjónustu frá heimili, erfiðleika við að ferðast milli staða og erfiðleika við að manna stöður í heilbrigðisþjónustu, sem allir geti haft þau áhrif að eldra fólk í dreifbýli fái síður viðeig- andi lyfjameðferð en jafnaldrar þeirra í þéttbýli. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á geðlyfjanotkun eldri íslendinga benda til að huga þurfi betur að lyfja- málum þessa hóps.8 Rannsóknin byggði á lyfjagagna- grunni landlæknisembættisins og leiddi í ljós að þótt rannsóknarþýðið (70 ára og eldri búsettir utan öldrunar- stofnana) væri aðeins 8,6% af heildarmannfjölda leysti þessi aldurshópur út tæplega þriðjung allra lyfjaávísana á árinu 2006. Niðurstöðurnar sýndu einnig að algengi geðlyfjanotkunar óx með hækkandi aldri, eða úr 49% í hópi 70-74 ára upp í 86% hjá þeim sem náð höfðu 95 ára aldri. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka lyfja- notkun eldri íslendinga og tengsl lyfjanotkunar við bú- setu í sveit eða bæ, en slíkar upplýsingar eru af skornum skammti hérlendis. Einnig var ætlunin að rýna í tengsl valinna einstaklings-, umhverfis- og lífsstílsþátta við fjölda lyfseðilsskyldra lyfja, fjöllyfjanotkun og notkun út frá ATC-flokkunarkerfi lyfja.9 Efniviður og aðferðir Þessi rannsókn var lýðgrunduð þversniðsrannsókn og hluti af stærra verkefni sem fjallaði um hreyfingu, þátttöku og sjálfsmat á heilsu eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli.10 Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá yfir íbúa eins þéttbýlissvæðis og tveggja sam- liggjandi dreifbýlissvæða á Norðurlandi. I þéttbýlinu var að jafnaði skemmra en 200 metrar milli húsa og íbúar svæðisins byggðu afkomu sína ekki á landbúnaði. Þátttakendur í dreifbýli bjuggu flestir á bóndabæjum og meirihlutinn lifði á landbúnaði. Skilyrði fyrir þátttöku var að viðkomandi væri: 1) 65 ára eða eldri, 2) búsettur heima en ekki inni á stofnun og 3) fær um að tjá sig munnlega. í slembiúrtakinu voru 250 manns, 159 úr þéttbýli og 91 úr dreifbýli. Hlutfallslega stærra úrtak var valið úr dreifbýli (51,7%) en þéttbýli (8,6%) til að tryggja nógu marga dreifbýlisbúa í hóp þátttakenda. Kynningarbréf var sent til allra í úrtakinu og því fylgt eftir með sím- tali þar sem kannað var hvort skilyrðum fyrir þátttöku LÆKNAblaðið 2011/97 675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.