Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 39
LEIÐBEININGAR
textann þannig að öll umfjöllunin rúmist með góðu móti á einni
síðu. Gefa þarf upp 4-6 lykilorð á ensku.
Yfirlitsgreinar
Yfirlitsgreinar geta fjallað um margvísleg læknisfræðileg viðfangs-
efni en markmið höfunda ætti að vera að vekja áhuga lesandans
á efninu og glæða skilning á því. Oft er um að ræða samantekt á
ákveðnum sjúkdómi, sjúkdómaflokki eða meðferð. Textinn verður
að byggja á ritrýndum heimildum og vera gagnreyndur (evidence-
based). Mikilvægt er að höfundar geti þess hvernig þeir leituðu
heimilda, til dæmis hvernig leitað var í rafrænum gagnagrunnum
eins og PubMed og Web of Science. Yfirlitsgreinar þurfa að höfða
til breiðs lesendahóps og mikilvægt er að hagsmunatengsl hafi
ekki áhrif á val á heimildum og túlkun þeirra. Æskilegt er að nota
millifyrirsagnir og forðast langar setningar. Einnig er mælt með
stuttri samantekt á því helsta sem höfundar vilja koma á framfæri
í sérstakri málsgrein í lok greinarinnar. Yfirlitsgreinar mega vera
allt að 5000 orð og ágripið að auki 200 orð. Heimildir mega vera
allt að 60 og töflur og myndir alls 10 talsins. Hægt er að birta fleiri
heimildir, töflur og myndir í netútgáfu blaðsins í samráði við rit-
stjórn.
Bréf til blaðsins
Blaðið er vettvangur fyrir lesendur blaðsins til að tjá sig um
ákveðnar greinar eða annað efni sem birst hefur í blaðinu. Mikil-
vægt er að textinn sé skýr og höfundar komi sér beint að efninu,
enda hámarkslengd 500 orð og fjórar heimildir. Ritstjórn tekur
ákvörðun um birtingu bréfa sem send eru til blaðsins.
Heimildir
Heimildir eru tölusettar í þeirri röð sem þær koma fyrir í texta og
er byggt á sömu framsetningu og í PubMed (pubmed.com). Greint
er frá nöfnum allra höfunda (einnig íslenskra) samkvæmt enskri
ritvenju og allir höfundar tilgreindir, nema ef höfundar eru fleiri
en sex, þá er bætt aftan við sjötta nafnið et al. Næst kemur titill
greinar, nafn tímarits sem er oft stytt (sjá nlm.nih.gov), birtingarár,
árgangur og blaðsíðutal. Tilvitnanir í bækur eru tilgreindar með
höfundi, bókartitli, útgefanda, útgáfustað og útgáfuári. Sé vitnað
til greina sem eru samþykktar til birtingar en hafa ekki birst
á prenti eða netinu er það tilgreint með nafni tímarits og svo er
skeytt við „In press" auk ártals aftast í sviga. Avallt þarf að setja
mánuð og ártal aftan við netsíðu. Forðast ber tilvitnanir í ágrip,
„óbirtar niðurstöður" og „persónulegar upplýsingar". Sé það gert
skal tilgreina tímasetningar og nafn þess sem veitti upplýsingar
og þess getið í texta og eingöngu þar. Tilvitnanir í munnlegar upp-
lýsingar eru ekki leyfðar.
Töflur og myndir
Myndefni er birt með skýringum á íslensku í prentútgáfu blaðs-
ins og á ensku í netútgáfunni. Sérstaklega þarf að gæta þess að
persónuauðeinkenni sjúklinga komi hvergi fram á myndum, til
dæmis röntgenmyndum.
Töflur
Töflur skulu númeraðar með rómverskum tölum (tafla I, 11, IV),
settar með 1,5 eða tvöföldu línubili og hver tafla á sér síðu í skjalinu
sem geymir greinina. Vísa þarf til hverrar töflu í texta og mikil-
vægt er að töflutexti sé skýr. Mikilvægt er að töflutexti sé nægi-
lega ítarlegur og lýsandi. Allar skammstafanir þarf að leysa upp og
skýra á íslensku. Forðast ber að endurtaka í töflu niðurstöður sem
þegar hafa verið nefndar í megintexta og þá aðeins helstu niður-
stöður. Hér að neðan er dæmi um töflu.
Tafla X. Samanburður á aldri og áhættuþáttum kransæðasjúkdóms hjá
sjúklingum sem gengust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala 2002-2006.
Offituhópur n=207(%) Viðmiðunarhópur n=513(%) p-gildi
Aldur, ár 64,8 67,2 <0,01
Karlar 168(81,2) 423 (82,5) 0,76
Sykursýki 40 (19,3) 69 (13,4) 0,07
Háþrýstingur 134(64,7) 308 (60,0) 0,16
Reykingar 50 (24,2) 123(23,9) 0,11
Statínlyfjanotkun 173 (83,6) 356 (69,3) <0,01
Myndir
Mikilvægt er að velja myndir af kostgæfni og sýna aðeins helstu
niðurstöður á myndrænan hátt. Myndir eru númeraðar með tölu-
stöfum (mynd 1, 2, og svo framvegis) og vísa þarf í hverja mynd í
texta. Hverri mynd þarf að fylgja auðskilinn myndatexti sem líkt
og töflutexti þarf að vera nægilega ítarlegur og lýsandi. Útskýra
þarf mælieiningar og tákn. Áður en til birtingar kemur er útlit
mynda oftast lagfært af grafískum hönnuði Læknablaðsins. Æski-
legt er að hafa myndir sem einfaldastar, til dæmis sleppa lituðum
bakgrunni og bakgrunnsstrikum (grid lines) og forðast þrívídd.
Einnig ber að forðast skæra liti, og línur þurfa að vera nægilega
breiðar til að sjást. Höfundar verða að afla birtingarleyfa frá rétt-
höfum mynda sem þeir eiga ekki sjálfir og þarf að tiltaka það sér-
staklega í myndatexta. Eins og fyrir töflur þarf bæði íslenskan og
enskan myndatexta, auk merkinga.
Myndir skal senda sem tiff eða jpg í að minnsta kosti 300 pkt
upplausn en ekki inni í wordskjali. Myndir verða að vera skýrar
og geta þolað smækkun, hvort sem þær eru svart/hvítar eða í lit.
Myndir af sjúklingum skulu gerðar ópersónugreinanlegar.
Skriflegt leyfi sjúklings þarf fyrir birtingu ljósmynda.
Dæmi um myndanotkun má sjá á næstu opnu.
Ferill greinar eftir að hún er send til Læknablaðsins
Ritrýni og dkvörðun um birtingu
Eftir að grein berst til Læknablaðsins er metið hvort hún mæti kröf-
um blaðsins um frágang, lengd og útlit. Geri hún það ekki, er hún
send aftur til höfunda. Sé frágangur í samræmi við leiðbeiningar
blaðsins, úthlutar ritstjóri henni til tveggja lækna í ritstjórn og ber
annar þeirra meginábyrgð og velur ritrýna en hinn er til ráðgjaf-
ar gerist þess þörf. Ritstjórnarmenn eru valdir með tilliti til efnis
greinar og þekkingar þeirra, um leið og reynt er að forðast hags-
muna- og vinatengsl við höfunda. Sömu sjónarmið eru höfð að
leiðarljósi við val á ritrýnum, en þeir eru alla jafna tveir til þrír
LÆKNAblaðið 2011/97 703