Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 15
RANNSÓKN þátttakendurnir notuðu (3,9 lyf að meðaltali) og gæti skýringin verið sú að finnsku þátttakendurnir voru eldri og hluti þeirra bjó á öldrunarstofnunum. í okkar rannsókn tóku rúm 66% þátt- takenda hjarta- og æðasjúkdómalyf og rúm 37% tauga- og geðlyf. Þessir lyfjaflokkar reyndust líka vera algengastir í finnsku rann- sókninni.2 Það að konur noti meira af tauga- og geðlyfjum og fleiri lyf en karlar, er samhljóma niðurstöðum erlendra2 og íslenskra8 rannsókna. Mikill munur er á niðurstöðum okkar, þar sem 46% kvenna og 29% karla notuðu tauga- og geðlyf, og niðurstöðum rannsóknar á algengi geðlyfjanotkunar (ATC-flokkar N06A, N05A, N05B, N05C) út frá lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins.8 Þar var algengi geðlyfjanotkunar 66% hjá konum og 47% hjá körlum. Lægri meðalaldur þátttakenda í rannsókn okkar getur verið ein skýring á þessum mun. Ljóst er að þátttakendur í okkar rannsókn, sem allir höfðu náð 65 ára aldri, voru á færri lyfjum en sambærilegar rannsóknir sýna.2 Því til stuðnings má nefna að 41% þátttakenda voru á fimm eða fleiri lyfjum, en í skýrslu landlæknisembættisins20 kemur fram að árið 2004 reyndust 38% þjóðarinnar, ungir og aldnir, vera með að minnsta kosti fimm lyfjaávísanir. Þó jókst fjöllyfjanotkun hjá eldri aldurshópnum og samræmist það finnskum rannsóknar- niðurstöðum þar sem lyfjanotkun aldraðra jókst að meðaltali frá 4,0 lyfjum upp í 5,6 lyf á fimm ára tímabili.2 Vitað er að fjöllyfja- notkun getur valdið aukaverkunum hjá eldra fólki og því er brýnt að gæta hófs, sérstaklega í lyfjaávísunum á tauga- og geðlyf.8 Fjöl- lyfjanotkun hefur einnig verið tengd við lakari meðferðarheldni í lyfjainntöku.21 Við túlkun niðurstaðna er vert að hafa helstu takmarkanir í huga. Þar má fyrst nefna smæð úrtaks sem takmarkaði hversu marga áhrifaþætti var mögulegt að skoða í fjölbreytuaðhvarfs- greiningum. Þá komu þátttakendur af afmörkuðum lands- svæðum, sem rýrir alhæfingagildi niðurstaðna á landsvísu. Hins vegar má telja það til styrkleika rannsóknarinnar að þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá fyrir svæði þar sem hagir eldra fólks hafa lítið verið rannsakaðir. Hátt þátttökuhlut- fall á þessum svæðum styrkir einnig gildi niðurstaðna og tengist mögulega því að þjálfaðir starfsmenn hittu alla þátttakendur og lögðu fyrir þá spurningalista og stöðluð matstæki. Sú nálgun hefur gefið góða raun í rannsóknum á eldra fólki með skerta heyrn, sjón eða minniháttar tjáskiptaörðugleika. Einnig má telja til takmarkana að skrá lyf eftir lyfjakorti og viðtölum í stað þess að leita fanga í lyfjagagnagrunni landlæknis. I finnskri rannsókn22 þar sem skráning geðlyfja (ATC-flokkar N06A, N05A, N05B, N05C) í lyfjagagnagrunni var borin saman við lyfjakort eldra fólks kom fram að upplýsingarnar voru mjög sambærilegar, sérstaklega ef ekki leið of langt frá útleysingu lyfs. I okkar rannsókn voru öll lyf N-flokksins talin, en ekki bara geðlyfin. Því má búast við að niðurstöðurnar sýni fram á mikla notkun lyfja úr þeim flokki. Hins vegar voru eingöngu skráð lyf sem fólk tók að staðaldri, svo búast má við að verkjalyf og jafnvel svefnlyf séu vantalin. Fleiri rannsókna er þörf um þetta efni. Það að 11% þátttakenda voru með milda vitræna skerðingu samkvæmt niðurstöðum MMSE, getur dregið úr áreiðanleika upplýsinga. Þá metur rannsóknin ekki meðferðarheldni með tilliti til lyfjanotkunar. Þátttakendur virtust þó almennt meðvitaðir um hvaða lyf þeir notuðu og í hvaða skömmtun. Öll lyf voru skráð, jafnvel tímabundin notkun (eins og sýklalyf). Mögulegt reyndist að flokka nær alla lyfjaskammta í ATC-lyfjaflokka, sem eykur áreiðanleika niðurstaðna. Eingöngu var notast við höfuðflokka ATC og gefa niðurstöður því grófa mynd af lyfjanotkun út frá ATC-flokkum en ekki nákvæmar upplýsingar um einstök lyf. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla lyfjanotkun eldri Islendinga með því að varpa ljósi á fjölda lyfja, fjöllyfjanotkun og notkun út frá ATC-flokkunarkerfi lyfja. Mikilvægar vísbendingar um fjölbreytta áhrifaþætti lyfjanotkunar komu fram, en leita þarf útskýringa á svæðisbundnum mun á lyfjanotkun og nýta við gæðamat á þjónustu við eldra fólk í dreifbýli og þéttbýli. Til dæmis er vert að huga að geðlyfjanotkun eftir landsvæðum, þar sem fyrri íslenskar rannsóknir hafa sýnt mun almennari geðlyfjanotkun eldra fólks en hér kom fram. Einnig þarf að rannsaka hvers vegna þéttbýlisbúar nota jafn mörg og jafnvel fleiri lyf en dreifbýlisbúar, þrátt fyrir að koma betur út úr mælingum á heilsu. Þakkir Þakkir fá allir þeir sem tóku þátt í rannsókninni, starfsmenn rann- sóknarinnar, Deborah Robinson, Embla Eir Oddsdóttir og Olga Asrún Stefánsdóttir, og hjúkrunarfræðingarnir Anna Rún Gúst- afsdóttir, Katrín Eva Marinósdóttir og Kristjana Þórisdóttir sem flokkuðu lyfin í ATC-flokka. Arna Rún Óskarsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, fær sérstakar þakkir fyrir góð ráð við ritun greinarinnar. Rannsóknin var styrkt af Rannís (050410031), Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri og Háskólasjóði KEA. Heimildir 1. Grymonpre RE, Hawranik PG. Rural residence and prescription medication use by community-dwelling older adults: a review of the literature. J Rural Health 2008; 24: 203-9. 2. Jyrkka J, Vartiainen L, Hartikainen S, Sulkava R, Enlund H. Increasing use of medicines in elderly persons: a five-year follow-up of the Kuopio 75+Study. Eur J Clin Pharmacol 2006; 62:151-8. 3. Fialova D, Topinková E, Gambassi G, et al. Potentially inappropriate medication use among elderly home care patients in Europe. JAMA 2005; 293:1348-58. 4. Fulton MM, Riley Allen E. Polypharmacy in the elderly: a literature review. J Am Acad Nurse Pract 2005; 17:123-32. 5. Haider SI, Johnell K, Weitoft GR, Thorslund M, Fastbom J.The Influence of educational Level on polypharmacy and Inappropriate Drug Use: A Register Based Study of More Than 600,000 Older People. J Am Geriatr Soc 2009; 57:62-9. 6. Klarin I, Wimo A, Fastbom J. The association of inappropriate drug use with hospitalisation and mortality: a population-based study of the very old. Drugs Aging 2005; 22: 69-82. 7. Hartikainen S, Lönnroos E, Louhivuori K. Medication as a risk factor for falls: critical systematic review. J Gerontol A Biol Sci Med Sci 2007; 62:1172-81. 8. Samúelsson Ó, Zoega H, Guðmundsson A, Halldórsson M. Algengi geðlyfjanotkunar eldri íslendinga utan stofnana. Læknablaðið 2009; 95:11-7. 9. Lyfjastofnun íslands 2010; ATC-flokkun. lyfjastofnun.is/ media/serlyfjaskra/ATC_flokkun.pdf - október 2011. 10. Amadottir SA, Gunnarsdottir ED, Lundin-Olsson L. Are rural older Icelanders less physical active than those living in urban areas? A population-based study. Scand J Public Health 2009; 37:409-17. 11. Washbum RA, Smith KW, Jette AM, et al. The Physical Activity Scale for the Elderly (PASE): development and evaluation. J Clin Epidemiol 1993; 46:153-62. 12. Podsiadlo D, Richardson S. The timed "Up & Go": a test of basic functional mobility for frail elderly persons. J Am Geriatr Soc 1991; 39:142-8. 13. Ware JE GB. Overview of the SF-36 health survey and the Intemational Quality of Life Assessment (IQOLA) project. J Clin Epidemiol 1998; 51:903-12. 14. Valdimarsdóttir M, Jónsson JE, Einarsdóttir S, Tómasson K. Mat á þunglyndi aldraðra. Þunglyndismat fyrir aldraðra - íslensk gerð. Geriatric depression scale (GDS). Læknablaðið 2000; 86: 344-8. 15. Yesavage J, Brink TL, Rose TL, et al. Development and validation of a geriatric depression screening scale: a preliminary report. J Psychiatr Res 1983; 17:37-49. LÆKNAblaðið 2011/97 679
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.