Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 19
RANNSÓKN s Arangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á íslandi Sverrir I. Gunnarsson1 læknir, Kristinn B. Jóhannsson1 læknir, Marta Guðjónsdóttir35 lífeðlisfræðingur, Steinn Jónsson2'5læknir, Hans J. Beck3 læknir, Björn Magnússon4 læknir, Tómas Guðbjartsson1-5 læknir ÁGRIP Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungna- þembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mæl- ingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV,) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur C02 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlut- þrýstingur 02 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV, og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvisýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða i þessum rannsóknarhópi væri há. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lungnadeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 4Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 5læknadeild HÍ. Fyrirspurnin Tómas Guðbjartsson tomasgudbjartsson @ hotmail.com Barst: 31. maí 2011 - samþykkt til birtingar: 13. október 2011 Langvinn lungnaþemba er sjötta algengasta dánaror- sökin á Vesturlöndum en merki um lungnateppu hafa mælst hjá 18% Islendinga sem komnir eru yfir fertugt.1 Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig getur komið til greina að grípa til skurðaðgerðar, helst hjá sjúklingum með ofþenslu á lungum og sjúkdóm sem aðallega er bundinn við efri blöð lungna.2 Eftir 1990 var farið að meðhöndla sjúklinga með langt gengna lungnaþembu með svokallaðri lungnasmækkunarað- gerð (lung volume reduction surgery). Aðgerðin felst í því að fjarlægja gisnustu hluta lungnanna, en við það geta önnur svæði þanist betur út og lungnastarfsemi batnað.2 Lungnasmækkunaraðgerð er unnt að framkvæma í gegnum bringubeinsskurð eða með brjóstholsskurði beggja vegna, og eru oftast 20-25% af rúmmáli hvors lunga fjarlægðir með heftibyssu. Á síðari árum hafa þessar aðgerðir verið gerðar í vaxandi mæli með aðstoð brjóstholssjár (video-assisted thoracoscopic surgery) sem virðist fækka fylgikvillum og stytta legutíma.3 Lungnasmækkunaraðgerðir voru fyrst gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan og skiptar skoðanir hafa verið á gagnsemi hennar, bæði vegna óvissu um ábend- ingar og misvísandi niðurstaðna um langtímaárangur.4 Erlendis hefur bestur árangur náðst hjá sjúklingum með lungnaþembu í efri blöðum lungna2-5-7 og hefur stór slembivalsrannsókn sýnt fram á bætt lífsgæði og lang- tímalifun þessara sjúklinga.8 Tilgangur þessarar rann- sóknar var að meta árangur þessara aðgerða hér á landi en það hefur ekki verið gert áður á Islandi. Sjúklingar og skilyrði fyrir aðgerð Rannsóknin var framskyggn og náði til allra þeirra 16 sjúklinga, 10 karla og 6 kvenna, sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala frá 1. janúar 1996 til 31. desember 2008. Ábending fyrir aðgerð var alvarleg lungnaþemba og þurftu sjúklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) mikil mæði, þrátt fyrir hámarkslyfjameðferð, b) frá- blástur á einni sekúndu (forced expiratory volume in 1 second, FEVj) undir 30% af viðmiðunargildi, c) ofþanin (hyperinflated) lungu og d) svæðisbundin lungnaþemba með grisjóttan lungnavef í efri hlutum lungna. Lungna- þemba var staðfest með röntgenmynd af brjóstholi og dreifing lungnaþembu metin með tölvusneiðmyndum (computed tomography) af brjóstholi. Allir sjúklingarnir tóku þátt í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir aðgerð og var þátttaka í henni skilyrði fyrir því að sjúklingar væru teknir til aðgerðar. Endurhæfing tók að minnsta kosti sex vikur og fengu sjúklingarnir fræðslu, næringarráð- gjöf og sálfélagslegan stuðning, auk þolþjálfunar. Skráning upplýsinga Skráður var aðgerðartími og hvort fylgikvillar komu upp í aðgerð. Einnig voru skráðir fylgikvillar eftir að- gerðina, bæði fylgikvillar sem greindust þegar sjúkling- arnir lágu á sjúkrahúsi og þeir sem greindust eftir út- skrift. Skráður var heildarlegutími og sá fjöldi daga sem sjúklingar höfðu brjóstholskera í fleiðruholi, en einnig sýkingar, þar á meðal skurðsýkingar. Viðvarandi loft- leki var skilgreindur sem loftleki í brjóstholskera í meira Engin hagsmunatengsl gefin upp. LÆKNAblaðið 2011/97 683
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.