Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 3
Landspítalinn í Fossvogi í upphafi aðventu 2013. Með eða á móti Framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu ræðst á aðventunni. Þetta eru stór orð en líklega nærri sanni ef marka má orð forstjóra Landspítalans. Loforð um auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og sérstak- lega Landspítalans í aðdraganda Alþingiskosninganna í vor kveiktu vonir um viðreisn á næsta ári sem síðan urðu að engu þegar fjárlagafrumvarp ársins 2014 var lagt fram í byrjun október. „Misskilningur" var það fyrsta sem Páll Matthíasson forstjóri sagði um fjárlagafrumvarpið og gefin hafa verið fyrirheit um leiðréttingar og auknar fjárveitingar til spítalans. Prófessorar, yfirlæknar, framkvæmdastjórar og forstjóri Landspítalans hafa sagt skoðun sína umbúðalaust á því hvert stefnir að óbreyttu. Allir eru á einu máli um augljóst mikilvægi heilbrigðiskerfisins en ekki virðist jafn augljóst hvernig eigi að viðhalda því, endurnýja og manna. „Læknar greiða atkvæði með fótunum," segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar Læknafélags íslands um afstöðu fjölda lækna til launakjara. Þingmenn aftur á móti munu greiða atkvæði sitt sitjandi með höndunum, hvort sem þeir eru með eða á móti fjárlagafrumvarpinu 2014. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Þór Sigurþórsson (f. 1977) gerði Ijósmyndaverkið á for- síðu Læknablaðsins að þessu sinni. Verkið er án heitis en var sýnt á sýningunni Ripped from Something Bigger á Seyðisfirði árið 2010. Á sýningunni mátti sjá sambærilegt myndbandsverk Þórs þar sem svart/hvíta línan var á stöðugri hreyfingu, hring eftir hring. Ekki ósvipað því þegar unnið er að breytingum í myndvinnsluforriti eins og Photoshop. Þá er viðfangs- efnið umkringt iðandi brotalínu sem afmarkar það svæði sem unnið er með. Á vissan hátt kallar verkið því fram samslátt á milli raunveruleikans og hins stafræna veruleika þar sem maður tekur að horfa á umhverfi sitt þeim augum sem maður hefurvanist við daglega iðju við tölvuskjá. Skynjun okkar á náttúrunni er fjarri því að vera alltaf hrein og bein úti í hinni guðs grænu. Við höfum ekki síður tengsl við hana í gegnum myndir. Þessi víxlverkun er þekkt við- fangsefni myndlistarmanna, sambærileg því þegar list- málarar mótuðu hugmyndir okkar um landslag hér áður fyrr. Þór nam myndlist við Listaháskóla (slands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2004. Framhaldsmenntun sótti hann í Listaakademíuna í Vínarborg og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York árið 2008. Síðasta einka- sýning Þórs var í GalleríÞoku sem er sýningarrými í kjallara hönnunarbúðarinnar Hrím á Laugavegi. Sýning hans hét Skjáblinda og kölluðu verkin flest fram truflun í sjónsviðinu eða einhvers konar missýn þegar yfirborð brenglar það sem leynist á bak við það. I verkum sínum styðst Þór mjög gjarnan við hluti sem hann finnur, ýmsa nytjahluti sem hann meðhöndlar á þann hátt að þeir missa notagildi sitt og verða að sjálfstæðum skúlptúrum. I Ijósmyndaverki sínu hér virðist hann einmitt í þann veginn að taka grjóthnullung úr náttúrulegu sam- hengi sínu til notkunar á öðrum vettvangi. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Pórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Pórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðíð áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.