Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 5
Mannasiðir og óttínn við aðkomumenn
Um ellefu hundruð árum eftir að fyrstu innflytjendumir, sem vitað er um
með vissu, settust að hér á landi hafa nýir innflytjendur komið í stórum
hópum til landsins og sett svip sinn á atvinnulíf og umræðu í landinu, að
ekki sé talað um ýmsar sjávarbyggðir sem án þeirra væru nánast komnar í
eyði. En eins og fræðimaðurinn kunni, Zygmunt Bauman, benti á í um-
ræðum á ráðstefnu hér fyrir nokkrum árum á hinn svokallaði „aðkomu-
maður“ ávallt erfitt uppdráttar, hann vekur ugg í brjósti þeirra sem fyrir á
fleti eru og hann er ávallt kjörinn til að kenna um það sem aflaga fer í sam-
félaginu effir að menn hafa skilgreint hann sem „öðruvísi“, því það er að-
alatriði að aðkomumenn séu skilgreindir „aðrir“ og þar með nánast „ann-
arlegir“ og viðbragðið við því hjá þeim er oft að skilgreina sig sjálfa öðruvísi
og þannig verða til sjálfsmyndaleikir sem geta verið skemmtilegir eins og
þorrablót og þjóðahátíðir, en geta eirmig snúist upp í annað og verra ef
óttinn nær yfirhöndinni.
Þema tímaritsins að þessu sinni eru innflytjendur og er bryddað upp á
því að hefja umfjöllunina með því að efna til umræðna um tiltekna hlið
þemaefnisins. Spumingin „eru innflytjendur ógn við íslenskt samfélag?“
var lögð fyrir sagnfræðinginn og varaþingmanninn Guðfríði Lilju Grét-
arsdóttur. Fjórir valinkunnir einstaklingar, sem látið hafa sig málefhi inn-
flytjenda varða, voru svo fengnir til að bregðast við svari Guðfríðar Lilju,
þau Jón Magnússon lögfræðingur og alþingismaður, Stefanía Oskarsdótt-
ir stjórnmálafræðingur, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og Viðar Þor-
steinsson heimspekingur. í viðhorfspistlum sínum setja höfundarnir ffam
sjónarmið sín til þessa brýna samfélagsmáls.
Umræðunni er haldið áffam í ffæðilegum greinum heftisins sem hver á
sinn hátt fela í sér viðleitni til að standa að fordómalausri umræðu um við-
kvæm mál sem margir tækifærissinnar á hinu pólitíska sviði hafa stokkið á
undanfarin ár og áramgi. Fátt er auðveldara en að vekja ótta við aðkomu-
menn og umræðan hér á landi hefur á undanfömum missemm farið í
3