Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 13
SKOÐANASKIPTI
þessa nafhbót, þessa skírskotun, þessa grundvallarmeðvitund um að vita
hver maður er, hvaðan maður kemur og hvaða samfélagi maður tilheyrir,
og vera viðurkennd sem slík. Móðir af tælenskum uppruna sem talar ís-
lensku með hreim og elur böm sín upp í Reykjavík 101 á hins vegar hugs-
anlega í erfiðleikum með að fá að vera með þegar á brattann sækir.
Ýmsir minnihlutahópar íslensks samfélags hafa orðið fyrir aðkasti og
útskúfun í gegnum árin og aldimar, en jafnvel ofsafengið misrétti hefur
ekki útskúfað fólk frá því að kallast Islendingar, ekki fyrr en nú. Það að úti-
loka einstakling eða hóp einstaklinga frá hugtakinu „við“ hefur með ein-
um eða öðrum hætti alvarlegar og mannskemmandi afleiðingar fyrir sam-
félagið allt. I því felst ógn sem „við Islendingar“ allir þtufum að vera
samstíga um að fyrirbyggja, meðal annars með endurskilgreiningu og út-
víkkun á eigin sjálfsmynd og þjóðemisvitund.
Orðræðan sem blossað hefur upp um þessi mál nýlega gerir hins vegar
ekki ráð fyrir því að „við Islendingar“ þurfum að hugsa okkur sjálf upp á
nýtt. Hún byggir þess í stað á þeirri hugmynd að vera fólks af erlendum
uppruna í samfélaginu sé ógn í sjálfu sér, ógn við „okkur“. Þeirri orðræðu
um ógn, sem hingað til hefur einna mest látið á sér kræla í íslenskri þjóð-
málaumræðu, má í grófum dráttum skipta í eftirfarandi þætti: meinta ógn
við efnahagslífið, velferðarkerfið, íslenska menningu, íslenska tungu,
kristni og grunngildi.
Efnahagsleg ógn
Sumir halda því fram að innflytjendur ógni efiiahagsfifinu og almennum
lífskjömm í landinu, pressi niður laun og séu baggi á velferðarkerfinu.
Þetta er rangt.
Allar niðurstöður hvað þetta varðar endurspegla sömu staðreyndirnar.
Islenskt efhahagshf hefði ekld þolað spennu síðustu ára án komu fólks af
erlendum uppruna hingað til lands. Atvinnuleysi hérlendis er með því
minnsta sem þekkist á byggðu bóh og sveiflur í fjölda innflytjenda end-
urspegla fyrst og fremst óstöðugleika íslensks atvinnuh'fs. Samfélagið
kallar á þá til starfa. I raun er því alltof lítið haldið á lofti hversu jákvæð
áhrif á hagkerfið koma innflytjenda hefur haft og hversu verðmæta- og at-
vinnuskapandi þáttaka þeirra í samfélaginu er. Lnnflytjendur skapa störf.
Það er umhugsunarvert að jafhvel á tímum þegar atvinnuleysi er nær
ekkert á íslandi skuh orðræðan samt einkennast af ótta við að irm-
flytjendur taki störf frá innfæddum. Það lýsir nær undraverðum vilja til að