Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 14
RITIÐ
gera fólk af erlendum uppruna tortryggilegt í samfélaginu og grafa undan
þátttöku þess, þvert á allar staðre}tndir um verðmæta- og atvinnusköpun
Ef slík orðræða nær flugi á þenslutímum er þar vissulega að íinna fræ
ógnar sem að íslensku samfélagi steðjar. Hættan er sú að þegar at\innu-
leysi eykst og tryllingsleg þensla síðustu ára hjaðnar þá muni þær raddir
verða æ háværari sem með einum eða öðrum hætti hrópa: „Burt með
útlendingana!“ Sumar raddir mutnu fara pent í það, láta það hljóma fágað
og yfirvegað, en aðrar munu segja það með nákvæmlega þessum hætti.
Uppgangur slíkrar orðræðu og viðhorfa, hvemig svo sem þeim er pakkað
inn, er ógnun við gott samfélag.
Hvemig skal slíkum ótta svarað og hvemig er hægt að fyrirbyggja
hann? Grunnur þess að hægt sé að hrópa „burt með útlendingana“ er sú
afstaða að „þeir“ séu ekki hluti af „okkur“, okkur íslendingum. Þegar
harðnar á dalnum dettur fáum í hug að hrópa „burt með Austfirðingana!
Burt með öryrkjana! Burt með gamalmennin!“. Hvers vegna? Vegna
þeirrar rótgrónu og uppbyggilegu vitundar að ólíkir hópar samfélagsins
skapi þrátt fyrir allt eina heild íslensks samfélags, íslenskrar þjóðar. Jaih-
vel þegar kreppir að dettur fáum í hug að halda þU fram að kona ættuð úr
Húnavatnssýslu eigi ffekar rétt á starfi heldur en kona fædd í Garða-
bænum. Uppruni ólíkra „innfæddra“ Islendinga kemur aldrei til tals sem
ein af ógnum samfélagsins eða veikleikum. I þessmn anda jafhræðis bíður
okkar enn það stóra og margþætta verkefni að tryggja að allir íbúar lands-
ins, óháð uppruna erlendis sem innanlands, séu með í myndinni af okkur
og séu vemdaðir af þeirri heildarmynd þegar kreppir að. Að slíku þarf að
huga með aðgerðum, framkvæmd og stefnumótun.
Ógn við kjör
Hvað er til ráða og hverjum er um að kenna ef félagsleg undirboð eiga sér
stað? Hér er ekki við fórnarlömbin að sakast heldur slóðaskap jfimalda
og aðgerðaleysi samfélagsins. Þróunina í þessum efnum höfum \ið í
hendi okkar. „Við Islendingar“ viljum varla vera svo smáir að kemia fórn-
arlömbum um ef á þeim er brotið, eða hvað? Nú em hins vegar blikur á
lofti í þessum efhum með aukinni miðstýringu Evrópusambandsins og
uppgangi frjálshyggjuafla. Nýlega féll dómur Evrópudómstólsins í Vax-
holm-málinu svokallaða, en dómurinn k\æður á um að heimilt sé að
greiða verkamönnum samkvæmt kjarasamningum sem gilda í heimalandi
þeirra fyrir vinnu sem unnin er í öðru landi. Dómurimi vegur gróflega að
12