Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 16
RITIÐ
lingum sem bagga eða byrði. Það segir sig nánast sjálft að aldurshlutfall
innflytjenda sem hingað koma og gríðarlega há atvinnuþátttaka gerir það
að verkum að „þessi hópur“ samlanda okkar er langt því frá að vera „baggi“
á samfélaginu, hvað þá ógn við velferðarsamfélagið.
Þeir sem ýja að því á einhvem hátt að innflytjendur séu baggi á velferð-
arkerfi landsins taka þátt í niðrandi blekkingum og málflutningi sem ekki
á sér stoð í raunveruleikanum.
Island á vitanlega ekki að hafa landamæri opin upp á gátt. Allar þjóðir
vernda landamæri sín með einum eða öðrum hætti. En þeir sem hingað
em á annað borð komnir erlendis frá og búa sér hér heimili eiga skilyrðis-
og undantekningalaust að eiga jafnan rétt, aðgang, tækifæri til þátttöku á
við „innfædda“ á öllum sviðum mannh'fsins.
Menningarleg ógn
Onnur rök sem oftar en ekki heyrast úr ranni þeirra sem sjá ógnir þegar
augun beinast að fólki af erlendum uppruna varða „íslenska menningu“.
Þegar fjallað er um „íslenska menningu“ rírðist alla jafna gengið út ffá
því að allir ríti um hvað sé verið að tala og til hvers sé verið að ríma. Þeg-
ar betur er að gáð er mábð ekki svo einfalt. Hugmyndir okkar mn „ís-
lenska menningu“ em oftar en ekki afar misvísandi, ólíkar og óræðar. Sér-
hver íslendingur skilgreinir hugtakið „íslensk menning“ á siim hátt, eða
endurtekur það sem okknr öllum var kemit í barnaskóla um einkenni og
arfleifð íslensku þjóðarinnar.
íslensku samfélagi væri líklega hollt að efna til ríðtækrar og hreinskil-
innar umræðu um hvað íslensk meiming nútímans stendur raunvemlega
fyrir. Hvert er helsta einkenni íslenskrar menningar á því herrans ári 2008:
Minnkandi lesskilningur barna, risavaxnar verslunarmiðstöðvar, Njálssaga,
raunveruleikasjónvarp, jeppar, Jónas Hallgrímsson, Björk, Oprah, flat-
skjáir, dræm kirkjusókn, Rás 1, Dr. Phil, kórstjórar af erlendmn upprtma,
McDonalds, Megas, Búllan, kjötsúpa, slátur?
Væntanlega er svarið allt í senn og miklu fleira tdl. En svo mikið er víst
að íslensk menning er í æ ríkari mæli að renna saman ríð alþjóðavæðingu
heimskapítalismans. A meðan samfélagið gjörbreytist á miklum hraða og
æ fleira fólk af erlendum uppruna sest hér að rírðist snar þáttur orðræð-
unnar hins vegar til þess fallinn að búa til ímynd einsleitra íslendinga sem
alhr geta rakið ættir sínar aftur til Egils Skallagrímssonar í íslendingabók
Kára Stefánssonar. A tyllidögum könnumst „ríð íslendingar" ríð Njálu.