Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 20
RITIÐ
okkar áhugaverðari og dýnamískari. Fjölbreytni er af hinu góða og í raun
ber að harma það að við íslendingar höfum nú þegar afmáð gróskufulla
fjölbreytni í okkar eigin menningu landshorna á milh. OKkir íslenskir
menningarheimar og hefðir mismimandi byggðarlaga eru að deyja út með
hraði. Einsleitar Essó-sjoppurnar (eða er það Nl?) og Bónus taka á móti
okkur við hverja byggð, flámæhnu hefur verið útrýmt og raunsönn sér-
kenni eru á hverfanda hveli.
I stað flámælis er hins vegar kominn nýr, spennandi vinkill í íslenskt
tungutak: Hreimur og hugtök þeirra sem eiga aðra tungu að móðurmáli
og önnur viðmið að uppruna. Við eigum ekki að hutast við flámæli nútím-
ans heldur fagna hörðum, hrjúfum hreimi og nýjum orðatiltækjum. Sam-
félagið í dag á það meðal annars undir fólki af erlendum uppruna að gera
okkur að áhugaverðari íslendingum og úttdkka þann einsleita hóp sem við
þrátt fyrir allt erum - eða segjumst vera.
Hvernig tekst okkur Islendingum upp við að fagna fjölbreytileika
mannlífsins? A ýmsan hátt virðumst við kappkosta að framleiða ímynd ís-
lenskra sérkenna fyrir túrista til að koma í stað þeirra sérkenna sem löngu
eru glötuð. Við búum til ímynd og landkynningu en gleymum ef til vill að
hlúa að gróskufullum raunveruleika og fjölbreyttum íslenskum hversdegi
á bak við þá ímynd. Margrómuð íslensk náttúra er besta vörumerki og
landkynning sem til er og hvernig hlúum við að henni? Við hlúum einkar
vel að henni í ræðu og riti en raunveruleika umhverfisvænnar hegðunar og
aðgerða ffá degi til dags er í mörgu ábótavant. Við erum umburðarlynd,
skilningsrík og góð við innflytjendur að eigin mati, en hver er raunveru-
leikinn, hver er stefhumótunin, ffamkvæmdin, fjármagnið, sjálfsmyndin
og virðingin? Svari hver fyrir sig.
Hver ógnar hverjmn?
Hvenær á hugtakið ógn yfirleitt rétt á sér? Veruleikinn er flókinn svo
þessu verður aldrei svarað auðveldlega. Það er einfaldara að misnota hug-
takið ógn en að beita því með sanngjörnum hætti, eins og dæmin sanna.
Kannski er hægt að nota orðið „ógn“ nú til dags um yfirvöld sem fara ffam
með ofbeldi gegn saklausu fólki. Kannski er hægt að líta á taumlausa losun
gróðurhúsalofttegunda af hálfu okkar mannanna sem ógn við náttúruna,
líffíki jarðar og komandi kynslóðir. Kannski er hægt að nota orðið ógn um
misrétti og orðræðu sem niðurlægir fólk og mismunar vegna trúarbragða,
18