Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 21
SKOÐANASKIPTI
uppruna og siða. En ef stoðir, þjónusta og sjálfsmynd víðsýns og frjáls-
lynds samfélags felast í traustum grunni sem í hvívetna haíhar misrétti og
fagnar fjölbreytileika þá verða einstaklingar aldrei ógn við gott samfélag
vegna uppruna síns. Hver svo sem hin ímyndaða „ógn“ er af innflytjend-
um þá snýst hún alltaf á einhvem hátt um sjálfsmynd okkar Islendinga. Ef
íslendingar em einungis þeir sem geta rakið ættir sínar til Islendingasagna
- sagna sem íslendingar nútímans em nær alveg hættir að lesa - þá sáum
við sannarlega fræi ógnar í framtíðinni. Sú ógn stafar af meiðandi og
hamlandi útgangspunkti í þröngri og staðnaðri sjálfsmynd breyttrar þjóð-
ar. Hamlandi sjálfrmynd sem shk dæmir ungbam í Reykjavík 101 til að ef-
ast um sjálft sig þegar fram í sækir ef foreldrar þess em múslimar og dökk-
ir á hörund.
Sjálfsmynd þjóðar sem ekki breytist í takt við nýja tíma verður haml-
andi og að lokum ógnandi ef hún nær ekki utan um alla íbúa landsins. Slík
stöðnun og ósveigjanleiki í því hvemig við horfum á okkur sjálf er í engu
samræmi við breytta tíma, breyttan heim og breytta samsetningu „okkar
íslendinga“.
Endnrskoðiin sjálfsmyndar
Sú lífseiga staðhæfing að menn eins og Jónas Hallgrímsson hafi endurvak-
ið þjóð af værum blundi er á vissan hátt afvegaleiðandi. Jónas, Jón Sig-
urðsson og allar gamlar kempur þjóðemis vom ekki einungis í því að vekja
af blundi. Þeirra starfvar einnig að búa til þjóð, skapa þjóð, innræta vitund
og ávarpa eigið sköpunarverk: „Við íslendingar“. Það að þeim sé hampað
sem þjóðhetjum er hður í því að halda áfram að búa til íslenska þjóð á okk-
ar dögum, íslenska vitund og sjálfsmynd.
Afið Islendingar getum ævinlega haldið áfram að hampa Jónasi Hall-
grímssyni og Jóni Sigurðssyni, og það er vel, en það em grundvallarmis-
tök að halda að sjálfsmynd íslenskrar þjóðar sé óbreytanleg í gegnum rúm
og tíma. Sjálfsmynd er búin til af mönnum, henni er ekki úthlutað frá
örófi alda af Guði og hana er stöðugt hægt að skilgreina upp á nýtt.
Það emm við sjálf sem búum til íslenska sjálfemynd nútímans og þar
ræður úrshtum að við endurskilgreinum þá sameiginlegu þætti sem gera
okkur að íslendingum. Ef þjóð lítur á sjálfa sig sem samsafii ólíkra einstak-
linga af ólíkum uppruna, með ólík móðurmál í bakgmnni, en eina sameig-
inlega lifandi íslensku, ólíka siði, trúarbrögð og arfleifð, ólíka einstaklinga
sem em ofrúr saman úr íjölbreyttum þráðum er koma saman í einu réttar-
19