Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 24
RITIÐ
þjóðir upp á nýtt. Það er ekkert endilega auðveldara að breyta sannindum
þótt komist hafi upp um sögulegan hverfulleika þeirra eða afstæði. Það er
htla praktíska hjálp við mótun samtímans að hafa af kenningum Benedicts
Anderson.
Tregðan „við að losa um hömlur hefðbundinnar sjálfsmtmdar þjóðar-
innar“ og „tilhneiging til ósveigjanlegrar skilgreiningar á hugtakinu ,páð
Islendingar““ sem Guðfríður Lilja gerir að umtalsefhi er því að rnínu mati
stærra vandamál en hún vill vera láta. Hér er um „tilhneigingu“ að ræða
sem hefur þróast á sögulegum skala sem tekur yfir mörg hundruð ár og
heldur áfram að móta stjómmálalíf jarðarbúa ffam á þennan dag. En ég tel
ekki aðeins gagnrýni vert að hún horfir ffam hjá vandkvæðum þess að losa
þessar hömlur, heldur einnig hitt, að hún virðist ekki sjá að jafnvel þótt
sjálfsmynd þjóðarinnar væri „uppfærð“ á þann hátt, er vandamálið engan
veginn leyst, heldur aðeins sett undir nýjan huliðshjálm.
Sú tilhneiging er rík að ræða um málefni innflytjenda líkt og þau snú-
ist um aðlögun, og eru ástæður þess skiljanlegar í ljósi mælskubragða
hægrimanna sem einkum leggja áherslu á að aðlögun sé ýmist ómöguleg
eða óæskileg. Það er slík aðlögun sem Guðffíður Lilja gengur út ffá - hug-
rökk aðlögun, þar sem bæði innflytjendur og heimamenn eru tilbúnir að
víkka út sjónir sínar og opna faðminn, öfúgt við það sem hægri-lýð-
skrumarar boða.
En hversu langt nær orðræðan um aðlögun? Er gettóvætt líf innfltuj-
enda afleiðing af þvermóðskulegri þjóðemishyggju, ósveigjanlegri skil-
greiningu á þjóðemishugtakinu og skorti á aðlögunarhæfiú? Svarið er nei;
gettóvæðing er fýrst og ffemst birtingarmynd þeh-rar staðreyndar að við
búum í samfélagi sem stýrist af hagsmunum auðmagnsins, þar á meðal
þorsta þess í ódýrt vinnuafl. Gettóin vom Htaskuld upphaflega byggð fyr-
ir innfætt verkafólk og það má fullyrða að gettó tengist sögu iðnvæðingar-
innar jafh órjúfanlegum böndum og gufuvélin og færibandið.
„Ef gettóvæðing verður að eðlilegum hlut og ef fólk af erlendum upp-
runa fær einungis að fylla lægstlaunuðu störf þessa lands þá er íslenskt
samfélag vissulega að kalla yfir sig ógnir siðleysis og ójafnaðar,“ skrifar
Guðffíður Lilja. Gettóvæðing er löngu orðin eðlilegur hlutur, og skal
bent á að innflytjendur í Reykjavík fylla nú íbúðir í Effa-Breiðholti sem á
sínum tíma áttu að hýsa íslenskar verkamannafjölskyldur. Hvort Efra-
Breiðholtið verður meira gettó fyrir þá sök er sldlgreiningaratriði, en nær
væri að líta svo á að það hafi hreinlega orðið vaktaskipti í gettóinu.
22