Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 26
RITIÐ
þessum tíma. Dr. Gunnar var á þeim tíma sem hann flutti ræðuna þing-
maður Snæfellinga og borgarstjóri í Reykjavík. Mjög góður rómur var
gerður að þessari ræðu dr. Gunnars og fannst mörgum sem hann hefði
varpað nýju ljósi á þann vanda sem við var að etja. I ræðunni sagði dr.
Gunnar m.a.:
Hirm mikli vöxtur Reykjavíkur að íbúatölu er ekki að óskum
okkar Reykvíkinga. Við finnum glöggt þá örðugleika, sem hið
óeðlilega aðstreymi leggur okkur á herðar. Það skapar okkur
gríðarlegan kostnað. Við þurfum þess vegna að leggja fleiri göt-
ur, byggja fleiri skóla, fleiri íbúðir. Mannvirki okkar, vamsveita,
raforkuver, hitaveita, höfh verða of lítil fyrr en verða mtmdi, ef
fjölgunin væri róleg og eðlileg. Þjóðhagslega er þessi þróun
ekki æskileg. Eðlileg hlutföll raskast milli höfuðborgar og
landsins í heild. En þó þessi mikla fólksfjölgun í Reykjavík sé
ekki efrir óskum okkar, er hún að því leyti fyrir atbeina okkar að
höfuðborgin lokkar með auknum atvinnurekstri og lífsþægind-
um. Allir menn vilja helst þar búa sem best er.1
Dr. Gunnar var glöggur stjómmálamaður enda einn ffemsti stjórnmála-
maður þjóðarinnar á tuttugustu öld. Hann greindi í þeirri ræðu, sem ég
hef hér vísað til, þau fjölmörgu vandamál sem skapast vegna þess að fólks-
straumur verður örari en auðvelt er að ráða við. Af því að Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir víkur ítrekað að því í grein sinni að það skipti ekki svo
nokkru nemi meira máli hvort fólk er fætt á mismunandi stöðum á landinu
eða eru innflytjendur þá er eðlilegt að benda á þau sjónarmið sem voru
uppi þegar byggðaröskunin var hvað mest í íslensku þjóðfélagi. Þá varð
veruleg togstreita og sett lög sem takmörkuðu aðstreymi fólks af lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins auk ýmissa annarra tálmana. A þeim
tíma, eins og kemur fram í ræðu dr. Gunnars, gerðu menn sér grein fyrir
og töluðu um þann vanda sem mikill fólksstraumur veldur. Nú mega tals-
menn „fjölmenningarinnar“ ekki heyra á það minnst að það séu nokkur
vandamál fólgin í því að hingað flytjist mikill fjöldi útlendinga til lengri
dvalar á skömmum tíma. Að sjálfsögðu eru það sambærileg vandamál og
1 Gunnar Thoroddsen, Frelsi að leiðarljósi, Reykjavík: Vaka, 1982, bls. 26-31.
24