Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 30
RITIÐ
Það er forvitnilegt að sjá hvernig tekið var á móti útlendingum á ís-
landi á þessum tíma. Sjálfar skrifaði ég nm það grein sem birtist íAndvara,
tímaritd Hins íslenska þjóðvinafélags, árið 2001.4 Niðurstaða mín var sú
að „(þ)ar sem menn áttu lönd voru þeir ekki útlendingar, hver sem upp-
runi þeirra var að öðru leyti“. Þannig var þjóðerni skilgreint á Islandi fyr-
ir 6-800 árum. Engar lagalegar hömlur voru á innflutningi fólks tál lands-
ins en á honum voru efnahagslegar hömlur; þeir sem vildu öðlast staðfestu
í íslensku samfélagi þurftu með einhverjum hætti að næla sér í jarðnæði til
að búa á.
Núna er ríkisvald á Islandi sem gerir veruleikann flóknari og leggur
okkur á hendur ýmsar kvaðir, bæði innflytjendum og okkar hinum. A hinn
bóginn er veruleikinn kannski ekki svo ólíkur því sem hann var á fyrri öld-
um. Það eru iðulega eínahagslegir hvatar sem valda því að eftirspurn er
eftir erlendu vinnuafli. Og fólk sem flytur á milli samfélaga þarf að öðlast
staðfestu í nýju samfélagi - aðgengi að stofinunum þess en líka tungumáli,
sögu og öðrum þáttum sem er hluti af menningunni og móta sjálfsmynd-
ina. Vandamálin eru ærin en tækifærin eru það líka. Það er þetta aðgengi
sem skilur á milli farsællar innflytjendasteíhu og stefinu sem er síður far-
sæl. Ástæðan fyrir því að innflytjendum fjölgar á íslandi núna er sú að
undanfarin ár hefur verið efhahagslegur uppgangur í samfélaginu og ærin
þörf fyrir fleiri vinnandi hendur. Þess vegna flytja margir til landsins sem
hafa nóg að starfa en staða þeirra er í uppnámi ef ekki er gætt að því að
þeir eigi greiða leið til þess að verða hluti af samfélaginu með þeim rétt-
indum og skyldum sem því fylgja. Uppgangurinn mun óhjákvæmilega
einhvern tíma taka enda og hægjast um í efnahagslífinu með minna fram-
boði af störfum og að öllu leyti harðara í búi. Þá er hætt við því að hjá-
róma raddir sem vilja „útlendingana heim“ eflist og margfaldist ef ekki
hefur verið hugað að því að gera alla þá sem eiga hlutdeild í íslensku sam-
félagi að fullgildum Islendingum. Þetta kallar Guðffiíður Lilja „gettóvæð-
ingu“ og ég er sammála henni um það að þetta sé það víti sem við eigum
allra helst að varast.
Hafa ber í huga að ekki hafa allir, sem koma til búsetu og starfa á Is-
landi, áhuga á því að gerast Islendingar. Það er þeirra val hvort þeir kjósa
það eða ekki. En þeir, sem hafa áhuga því, eiga svo sannarlega að fá tæki-
færi til þess; sömu tækifæri og við hin viljum veita okkur sjálfum og okkar
4 Sverrir Jakobsson, „Udendingar á Islandi á miðöldum“, Andvari 126/2001, bls.
36-51.
28