Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 32
RITIÐ
manngildi hvers og eins sé næg réttdæting fyrir jaíhri stöðu einstaklinga.
Hvort sem það er ætlun höfundar eða ekki er það einmitt í anda þjóðern-
isstefnu að leggja út frá því að ríkið skuli byggt tiltekinni þjóð en að aðrar
þjóðir skuli athafna sig innan landamæra eigin ríkja.
Þjóðernisstefhtma má rekja til mikilla breytinga sem fylgdu í kjölfar
þess að nýtt stjórnarform náði jdirhöndinni á meginlandi Etnópu á nítj-
ándu og tuttugustu öldinni. Þetta var hið svokallaða þjóðríki sem var um
margt ólíkt þeim ríkjaformum sem ffam að því höfðu tíðkast. Nýja ríkja-
formið byggði á samþykki þegnanna í ríkara mæh en áður hafði þekkst auk
þess sem miðstjórnarvald styrktist með tilkomu skilvirkari stjórnsýslu og
almennri skattheimtu. Þetta gerðist samhliða því að ríki komu sér upp
fastaherjum til að tryggja stöðu sína í samkeppni við önnur ríki um lönd
og íbúa.51 öllu þessu umróti öðlaðist hugtakið þjóð stjórnmálalega merk-
ingu.6 Með nútímavæðingu ríkja voru landamæri og innviðir þeirra styrkt
með nýrri reglusetningu sem færði íbúum bæði réttindi og skyldur sem
gestkomandi fengu ekki hlutdeild í. Sameiginlegt tungumál og menning-
arleg einsleitni auðveldaði samskipti og varð viðmið sem íbúar urðu að
uppfylla til að verða fullgildir þegnar.' I þessu umbreytingaferli runnu
hugtökin þegnskapur og þjóðerni því að einhverju leyti saman enda varð
það víðast hvar forsenda fyrir rétti til fullrar stjórnmálaþátttöku að þeir
sem kveddu sér hljóðs hefðu tileinkað sér mál og siði þeirra sem stýrðu
ríkinu. I sinni einföldustu mynd er þjóðernisstefnan krafan um að þetta
tvennt fari saman.
Meiri menningarleg einsleitni innan evrópskra ríkja hafði það mark-
mið að efla samstöðu meðal þegnanna. Almenn skólaskylda ýtti enn frek-
ar undir þessa þróun. Þegar ríki tóku að leggja meiri kvaðir á þegna sína
en áður höfðu þekkst, s.s. með almennri skattheimtu og herskyldu var
meðal annars höfðað til ástar þegnanna á föðurlandinu til að auka fylgi-
spekt þeirra. Að sama skapi skaut sú hugmynd rótum að sameiginlegur
menningararfur tengdi fólk órjúfanlegum böndum sem kæmu næst fjöl-
s Anthony Giddens, The Nation-State and Violence: Volume Two of a Contemporary
Critique ofHistorical Materialism, London: Polity Press, 1985.
6 Eric Hobsbawn, „The Nation as an Invented Tradition“, Nationalism, ritstj. John
Hutchinson og Anthony D. Smith, Oxford: Oxford University Press, 1994, bls.
76-83.
7 Emest Gellner, „Nationalism and Modernisation“, Nationalism, ritstj. John Hut-
chinson og Anthony D. Smith, Oxford: Oxford University Press, 1994, bls. 55-
63.
3°