Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 41
AUSTUR, VESTUR OG ÓGNIN AF FJÖLMENNINGU
marga gamla drauga um ógnina sem Vesturlöndum stafi af múslimum.
Slíkar hugmyndir höfðu að vísu endurfæðst fyrr. Allan tíunda áratug síð-
ustu aldar voru kenningar um óhjákvæmilega árekstra menningarheima
ofarlega á baugi, en hryðjuverkin miklu 11. september 2001 urðu til þess
að gera slíka árekstra að áþreifanlegum veruleika í margra augum. Og þó
að hófsamari öfl á Vesturlöndum færi rök fyrir því að árekstrar menning-
arheimanna séu engan veginn nauðsynlegt fyrirbæri, þá hefur orðræða
samtímans um hina ólíku heima íslams og kristni orðið til þess að styrkja
og festa í sessi margvíslegar staðalmyndir múslima sem endurvekja ógn
„Tyrkjans“ í heimi kristninnar. Þar sem heimur kristninnar er ekki lengur
bara gamla Evrópa, heldur allur heimurinn, verður ógnin af íslam ekki að-
eins staðbundin ógn einnar siðmenningar við aðra, heldur ógn við sið-
menninguna yfirleitt. Þetta hefur víðtækar afleiðingar. Arabinn ófrýni-
legi, túrbaninn, bjúgsverðið, herklæðin og hesturinn ná ekki lengur utan
um ímynd ógnarinnar. Óvinurinn gemr birst í hvaða líki sem er, og stað-
almynd hans missir því sína staðbundnu og sögulegu vídd. Þetta skapar
vænisýki stöðugrar innri tortryggni. Músliminn er ekki lengur utanað-
komandi, auðþekkt ógn heldur hefur hann tekið sér bólfestu innan hins
vestræna samfélags. Þess vegna fá allir múslimar stimpil óvinarins.
Hin nýja ógn af íslam er í hnotskum sú að heimur kristninnar - vest-
ræn siðmenning - sé í bráðri hættu. „Vörn siðmenningarinnar“ og vörn
vestræns lífsstíls og lífsgilda verður lögmætt viðfangsefni stjórnmála-
manna þegar slík hætta er viðurkennd, enda hefur upp á síðkastið borið æ
meir á orðræðu vamarinnar í vestrænum stjórnmálum. Það er auðvitað
nærtækast að vísa beint til orða Bandaríkjaforseta - yfirlýsinga hans um
krossferð Bandaríkjamanna eða um að hver sá sem ekki stendur með
Bandaríkjastjóm og styður hana, sé óvinur hennar.2 En slíkar yfirlýsingar
era fyrst og fremst gróf dæmi um takmarkanir tiltekins forseta og skort
hans á stjómkænsku. I Evrópu hefur orðræða varnarinnar tekið á sig hóf-
stilltari myndir - sem kannski dylja þó aðeins viðhorf sem í ratm em jafn
2 Bush lét þessi orð (sem gripin voru á lofd og endurómuðu í fjölmiðlum um allan
heim) falla í september 2001 skömmu eftir árásimar á tvíburatumana: „You’re
either with us or against us in the fight against terror“. Sjá til dæmis umfjöllun á
http://www.brookings.edu/events/2001/0914terrorism.aspx (sótt 20.12. 2007).
Bush vísaði til stríðsins gegn hryðjuverkum sem krossferðar nokkram dögum eftir
árásina. Hhðstæðan vakti hörð viðbrögð. Sjá til dæmis James Carroll, „The Bush
Crasade“ í The Nation 2. september 2004. Greinin er aðgengileg á netinu á http:
//www.thenation.com/doc/20040920/carroll (sótt 20.12. 2007).
39