Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 42
JON OLAFSSON
hatursfoll og herská og viðhorf Bandaríkjaforseta. Skemmst er að minnast
orða eins af forystumönnum breska Ihaldsflokksins, Davids Davis, sem
lýsti því yfir eftir hryðjuverkaárásimar í London sumarið 2005, að til þess
að bregðast við ógnum alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi væri ekki nóg að
efla lögreglu og öryggisgæslu. Bretar yrðu að segja skihð við „fjölmenn-
ingarstefiiu“, þar sem hún yrði til þess að innflytjendur samlöguðust ekki
innfæddum, en héldu „aðskilinni sjálfsmynd“. Sömu fullyrðingu hafa stjóm-
málamenn á hægri vængnum sett fram í umræðum um innflytjendamál á
Islandi.3
Orðræða varnarinnar þarf alls ekki að birtast í því að tiltekin siðmeim-
ing sé úthrópuð eða henni lýst sem óvini. Fjölmenningin er óvmurinn, en
hún er þá tahn afleiðing þess að fulltrúar „annarra“ siðmenninga gera sig
heimakomna innan veggja vestrænnar siðmenningar og fara að krefjast
jafnræðis á við fulltrúa þeirrar menningar sem fi'rir er. Með því að fallast á
jafhræðiskröfu fjölmenningarinnar sé þá gengið of langt í að ógilda sið-
ferðilegan grundvöll samfélagsins og ofurselja það afstæðishyggju. Sið-
ferðileg afstæðishyggja komi aftur í veg fyrir að hægt sé að tryggja nauð-
synlega samheldni samfélagsins. Um leið og sérstaða og sérréttindi
ríkjandi menningar hafi verið dregin í efa sé voðinn vís því helstu Kfsgild-
um hennar sé ógnað. Þegar það gerist líði ekki á löngu áður en samfélag-
ið sjálft riði til falls með hörmulegum afleiðingum og hrun vestrænnar
siðmenningar blasi við.
Vaman'ök gegn fjölmenningu
Matið á aðsteðjandi ógn, mögulegum afleiðingum og inntaki siðferðilegr-
ar og menningarlegrar afstæðishyggju, óttinn við erlend áhrif í bland við
trú á siðferðilegan grundvöll samfélagsins sem megni að tryggja öllum
þegnum þess ákveðin réttindi, byggir á forsendum sem eru um margt
furðulegar, jafhvel óskiljanlegar þegar nánar er að gáð. Markmið þessarar
greinar er að skoða þessar forsendur og velta vöngum yfir því sem ég kalla
vamaiTÖk gegnfjölmenningu. Eg mun í lok greinarmnar reyna að sýna ffam
á að vestrænni siðmenningu sé engin ytri hætta búin um þessar mundir,
hvað sem segja rnegi um þá ógn sem öðrum menningarheimum kunni að
stafa af henni.
3 David Davis, „Why cultural tolerance cuts both ways“. Daily Telegrapb 3. ágúst
2005. Sjá http://www.telegraph.co.uk (sótt 20.12. 2007); Sjá einnig svar Jóns
Magnússonar við grein Guðffíðar Lilju Grétarsdóttur í þessu hefti Ritsms.
4°