Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Blaðsíða 43
AUSTUR, VESTUR OG OGNIN AF FJOLMENNINGU
Þegar reynt er að meta varnarrökin, styrk þeirra og áhrif er mikilvægt
að greina á milli nokkurra megingerða þeirra. Varnarrökum er, í fyrsta
lagi, beitt til að sýna ffam á að siðmenningin sem slík þurfi að verja sig
gegn árás (eða innrás) utanaðkomandi afla. I þessari mynd eru varnarrök-
in Kklega beinskeyttust en um leið auðhröktust. Þeim er, í öðru lagi, beitt
til að sýna fram á að klofningur samfélagsins (frekar en hrun þess af völd-
um árásaraðila), blasi við verði ekkert að gert. Það er í þessari gerð varn-
arrakanna sem hugtakið fjölmenning fer að skipta meginmáli, því fjöl-
menningu er ekki þröngvað upp á samfélög heldur er hún ein tegund
viðbragða við aukinni menningarlegri fjölbreytni innan samfélags og í
augum gagnrýnenda hennar röng viðbrögð við menningarlegri fjöl-
breytni. I þriðja lagi er vamarrökunum beitt þegar reynt er að sýna ffam á
að menningarleg fjölbreytni kunni að ógna gildum samfélagsins. I þessari
mynd hafa vamarrökin tvær hliðar: Annarsvegar felst í þeim sú hugsun að
grunngildi sem varða lífshagsmuni samfélagsins krefjist ákveðinnar menn-
ingarlegrar einsleitni, þar sem mikilvægt sé að telja þessi gmnngildi sjálf-
sögð eða óendurskoðanleg.4 Hinsvegar snúast varnarrökin um hagsmuni
innflytjenda í vestrænum samfélögum, og um eðlileg mannréttindi þeirra,
sem vestræn gildi tryggi þeim frekar en viðhorf og venjur átthaganna.
Þegar varnarrökunum er beitt í innflytjendaumræðu má greina merki
allra þessara tegunda rakanna og þegar á heildina er litdð má yfirleitt leiða
tvær almennar staðhæfingar af málflutningi þeirra sem beita varnarrök-
um:
f) Það er mikilvægt fyrir samheldni og samloðun samfélagsins að það
sé ekki frjálst val einstaklinga hvort og hvernig þeir aðhyllast gmnngildi
samfélagsins, vegna þess að þessi gildi séu á einhvern hátt afurð skynsem-
innar eða sjálfgefin. Fjölmenning gengur hinsvegar út frá afstæðishyggju
um gildi og lífsviðhorf, en það merkir að sjálfsmynd einstaklinga er í ein-
hverjum skilningi val þeirra. Þetta getur leitt af sér róttækan aðskilnað
hópa innan samfélagsins sem eiga ekkert sameiginlegt.
Sbr. Frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna: „We hold these truths to be self-evident, that
all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain
unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happi-
ness.“ En það útleggst á íslensku: „Þessi sannindi álítum við sjálfljós, að allir menn
eru skapaðir jafhir, að skapari þeirra hefur veitt þeim réttindi sem ekki verða frá
þeim tekin, að meðal þeirra eru réttur til lífs, frelsis og hamingjuleitar.“
41