Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 44
JÓN ÓLAFSSON
2) Hagsmunum innflytjenda er ekki best borgið með því að þeir geti
gengið inn í samfélag sem leggur menningarlega sjálfsmynd þeirra að
jöfnu við ríkjandi menningarlega sjálfsmynd sem fyrir er. Þeim er þvert á
móti betur borgið með því að þeir upplifi veru sína í vestrænu samfélagi í
ljósi þeirrar áskorunar að tileinka sér vestrænan hugsunarhátt og lífsgildi.
I næstu köflum mun ég einbeita mér að því að greina og þalla mn efn-
ið í ljósi þessara meginstaðhæfinga. Eg held því fram að fyrri staðhæfing-
in sé röng og byggð á alvarlegum misskilningi á bæði fjölmenningu og af-
stæðishyggju. Síðari staðhæfingin held ég hinsvegar að sé rétt að hluta, þó
oftast séu dregnar rangar og villandi ályktanir af henni.
Innrásinfrá Austurlöndum
í heimildamyndinni Thejesus Camp, sem gerð var í Bandaríkjunum í fyrra,
kynnast áhorfendur viðhorfum bandarískra bókstafstrúarmanna úr Hvíta-
sunnusöfnuðinum sem leggja sig fram um að ná til barna og unglinga með
boðskap sínum. '’ Boðskapurinn er skýr og einfaldur: Allt sem menn taka
sér fyrir hendur hefur þann tilgang að lofa Guð og öll verk sem gera það
ekki eru í besta falli einskis virði. Krismir menn hafa hinsvegar sofnað á
verðinum á margan hátt og eru orðnir latir og værukærir. Þeir geta lært
margt af múslimum, sínum helsta óvini, ekki síst fórnarlund og guðrækni.
Til að geta varist óvininum er mikilvægt að þjálfa „hermenn Krists“ af
staðfestu og aga, en það hefur óvinurinn einmitt gert um langa hríð.
I málflutningi þessara hvítasunnumanna og margra annarra ofsa- og
bókstafstrúarmanna birtist einföld og gróf mynd af múslimum sem óvini
trúarinnar og þar með óvini vestræns samfélags. Hér er á ferðinni ómeng-
uð óvinarímynd, krydduð trúarhita sem á sér hljómgrunn í jaðarhópuin
stjórnmála- og trúarlífs og er augljóst endurskin hinnar fornu óvinar-
ímyndar Tyrkjans með brugðinn brand, sem tröllreið Evrópu um margra
alda skeið. Hin afdráttarlausa fjandvæðing múslima er einkum það sem
hér er eftirtektarvert. Það er engin spurning í huga bókstafstrúarfólksins
sem fjallað er um í kvikmyndinni að múslimar hafi það markmið að koll-
varpa hinum kristna heimi. Það sem meira er, þetta fólk upplifir sjálft sig
sem hundeltan minnihlutahóp og líkir sér við píslai'vottana á upphafsárum
kristninnar, frekar en að sjá sig sem fulltrúa trúarbragða og þjóðfélags-
kerfis sem náð hefur undirtökunum um allan heim.
5 Heidi Ewing og Rachel Grady (leikstjórar), Thejems Camp, 2006.
42