Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 45
AUSTUR, VESTUR OG OGNIN AF FJOLMENNINGU
Við að horfa á The Jems Camp vakna fjölmargar spumingar. Sú áleitn-
asta varðar útbreiðslu viðhorfanna sem predikuð eru í myndinni. Vissu-
lega fjallar myndin um öfgafólk og viðhorfin eru að sama skapi öfgakennd.
Tæplega eru margir tilbúnir til að samþykkja hatursviðhorf sem í raun
stilla múslimum, og hugsanlega fólki af öðrum trúarbrögðum Hka, upp
sem óvinum hvernig sem á það er htið. En hversu útbreitt skyldi það við-
horf vera að í þessari mælskuhst sé sannleikskom - að átök kristinnar og
íslamskrar siðmenningar séu nánast óumflýjanleg, þessir menningarheim-
ar séu andstæður? Margir hafa bent á að róttæk, þandsamleg viðhorf sem
byggja á óvinarímvnd eigi sér djúpar rætur í vestrænum hugmyndaheimi.
Bók Samuels Huntingtons, Arekstur siðmenninga, elur á slíkum viðhorfum,
en Huntington reynir að sýna fram á að átök menningarheima séu óum-
flýjanleg.6
Röksemdin krefet þess þó að óvinarímyndin sé skerpt með vænum
skammti af andstæðum hagsmunum. Að auki hlýtur niðurstaðan um átök
sem ekki eru aðeins möguleg eða hkleg heldur óumflýjanleg að byggja á
hugmyndum um innri einsleitni og óbreytanleika menningarheimanna
sjálfra. I stuttu máh blasir við að Huntington byggir niðurstöðu sína á
hugarheimi sem svipar mjög til hugarheims bókstafstrúarmannsins. En
bókstafstrúarmaðurinn gerir mistök sem mikilvægt er að forðast. Mistök-
in eru þessi: Hann er sannfærður um að einstaklingar geti aðeins haft eina
sjálfemynd. Það er að segja, annaðhvort eru menn kristnir eða múslimar,
hindúar eða búddatrúarmenn og svo framvegis. Bókstafstrúarmaðurinn
gerir einfaldlega ekki ráð fyrir þeim augljósa og nærtæka möguleika að
sjálfenundir einstaklinga séu blandaðar og margvíslegar og því ómögulegt
að krefjast einhlitrar menningarlegrar afstöðu. Tveggja heima sýn er hon-
um óskiljanleg og því nær greining hans ekki til veruleika þeirra sem til-
heyra tveimur eða fleiri menningarheimum (hvort sem þar er um að ræða
menningarheima innan sama samfélags eða aðgreind samfélög) og
sprengja því utan af sér einfaldaðar staðalmyndir. Þess vegna getur bók-
stafetrúarmaðurinn ekki heldur viðurkennt að í heimi þar sem fólk er
stöðugt á ferðinni yfir landamæri og milfi heimsálfa, fer sífeflt fram endur-
mat og endursldlgreining á sjálfsmjmd. Bókstafstrúarmaðurinn er afurð
6 Samuel Himtington, The Clash of Civilizations and the Remaking of World Order.
New York: Simon and Schuster, 1996.
Sjá Amartya Sen. Identity and Violence. The Illusion ofDestiny. New York & Lon-
don: Norton & Company, 2006, bls. 60.
43