Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 47
AUSTUR, VESTUR OG OGNIN AF FJOLMENNINGU
siðferðileg viðhorf séu ekki rétt eða röng sem slík, heldur fari réttmæti
þeirra efdr aðstæðum og jafiivel hentugleikum hverju sinni. Menningarleg
afstæðishyggja segir að siðir og venjur samfélaga eða menningarheilda séu
hafin yfir siðferðilegt mat; slíkt mat geti aðeins farið ffam innan tiltekinn-
ar menningarlegrar orðræðu og hafi því takmarkaða merkingu utan henn-
ar. Þannig megi vel hugsa sér að ójöfh tækifæri karla og kvenna feli í sér
ranglæti á Islandi en ekki í Iran vegna þess að þar ríki önnur siðferðileg
viðhorf en hér. Afstæðishyggju þölmenningarsamfélagsins er þá mótmælt
á tvenns konar forsendum. Annarsvegar vegna þess að afstæðishyggja sé
sem slík röng kenning um siðferði og hægt sé að sýna fram á að eiginlegir
siðadómar séu ekki afstæðir. Hinsvegar vegna þess að menningarleg af-
stæðishyggja í naíni þölmenningar komi í veg fyrir samstöðu um grund-
vallargildi og útiloki þar með alla raunverulega rökræðu í stjórnmálum.
Pólitískar ákvarðanir séu þá ofurseldar andstæðum hagsmunum sem
takast á en aldrei sé hægt að sætta og því sé borin von að leita sannleikans
í sameiningu. I besta falli sé hægt að leita ásættanlegrar málamiðlunar.9
Fyrra viðhorfið leiðir hið síðara af sér, en það er þó ekki háð hinu fyrra.
Það er ekki nauðsynlegt að hafha afstæðishyggju alfarið til að halda fram
göllum hennar sem grundvallarstjómmálaafstöðu. Það vekur til dæmis
upp erfiðar spumingar þegar siðvenjur í innflytjendahópum ganga gróf-
lega gegn siðvenjum í nýja samfélaginu og brjóta jafhvel í bága við lög
þess. Menningarleg afstæðishyggja gæti leitt til þeirrar niðurstöðu að
frelsi hóps til að varðveita siðvenjur sé æðri réttur heldur en skyldan til að
fara að lögum nýja samfélagsins. En hér mætti líka halda því fram að til-
tekin einstaklingsbtmdin réttindi eigi að taka fram yfir menningarlega
hefð.10 Vandinn er þá fyrst og fremst sá að slíkt er ekki fyrirframgefin eða
augljós niðurstaða heldur krefst hún þess að reynt sé að færa rök fyrir
henni - sýna fram á hana. Ein leið til að leggja mat á vanda sem kann að
skapast þegar menningarleg viðhorf eða andstæðar sjálfsmyndir rekast á,
er að skoða deilur um siðferðileg efhi í víðara samhengi. Jafhvel í mjög
9 Sjá til dæmis Ólafur Páll Jónsson, „Prútt eða rök og réttlæti.“ Ritið 3/2003 bls.
33^44.
10 Þeir sem mest hafa skrifað um íjölmenningu og einstaklingsréttindi leggja áherslu
á að engin hópréttindi geti vegið þyngra en einstaklingsbundin réttindi. Réttur
hóps til að halda giftingarsiðum, svo dæmi sé tekið, sem brjóta í bága við hefðir og
lög í nýju samfélagi, getur ekki verið æðri en réttur hvers einstaklings innan hóps-
ins til sjálfsákvörðunar. Sjá Will Kymlicka, Contemporary Political Philosophy. An
Introduction. Oxford: Oxford University Press, 2002, bls. 340-341.
45