Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 48
JON OLAFSSON
einsleitum samfélögnm er líklegt að nm riltekin efni nld ólíkar skoðanir
sem erfitt eða ókleift getur reynst að sætta. Fóstureyðingar og dauðarefs-
ingar eru ágæt dæmi um þetta. Við vitum að tun þetta ríkja ólíkar skoðan-
ir í samfélaginu án þess að nokkur búist við því að úr þeim verði skorið á
afgerandi hátt í eitt skipti fyrir öll þannig að allir geri við unað. Klofning-
ur um þessi efni og fleiri er viðvarandi og þess vegna er það ekkert sérein-
kenni íjölmenningar að fást við og viðurkenna slíkan klofning.11
Þetta segir okkur að menningarleg einsleitni tryggir ekki siðferðilega
samstöðu. I ratminni blasir við að opin umræða, lýðræðislegar ákturðanir,
leikreglur til að stuðla að eða tryggja að ákvarðanir séu skynsamlegar frek-
ar en óskynsamlegar og réttlátar frekar en ranglátar, felur í sér umtals-
verðan mun á skoðunum og viðhorfum einstaklinga jafhvel í einsleitustu
og hagsmunatengdusm samfélögum. Það er alls engin þörf á sérstöku
samkomulagi um siðferðilegan grundvöll umfram þann sem felst í því að
hafha ofbeldi og kúgun og þar með er engin leið að sjá að sundurleitni
fjölmenningarsamfélagsins sé ógnun við einingu eða pólitíska rökræðu.
Þannig stangast sú röksemd að menningarleg afstæðishyggja komi í
veg fyrir siðferðilega samstöðu á við hversdagslega reynslu. Mtmur á h'fs-
gildum og viðhorfum af ýmsu tagi er ekki neitt nýtt og þaðan af síður er
slíkur munur endilega hættulegur. Það er þvert á móti eitt af mikilvægum
einkennum vestræns samfélags að það leyfir og hvetur til fjölhyggju; það
er, stuðlar að ástandi þar sem fólk getur lifað saman og náð saman án þess
að gerð sé krafa um grundvallarsamkomulag um lífsgildi. Fjölmenning er
ekkert annað en sú útfærsla fjölhyggju þar sem munur á gildismari er ná-
tengdur menningarlegum mun eða afleiðing af honum og fjölmennmg
felur ekki í sér að rökræðu eða tilraun til að komast að skynsamlegu sam-
komulagi sé hafnað fyrir átök hagsmuna. Nýjung fjölmenningarinnar er
að setja hin hefðbundnu ágreiningsefhi fjölhyggjusamfé-lagsins í sam-
hengi menningarmunar og því breytast áherslur póhtískrar rökræðu og
beinast að menningarlegum einkennum, hefðum og gildum. Pólitísk sam-
ræða verður í og með samræða menningarheima.
Nú er hægt að hafha siðferðilegri afstæðishyggju á fleiri en einn veg.
Ein leiðin - og sú sem mörgum finnst nærtækust - er að halda því ffarn að
11 Sbr. Kwame Anthony Appiah, Ethics in a World of Strangers. New York & London:
Norton & Company, 2006, bls. 46-47; Sjá einnig Amy Gutmann og Dennis
Thompson, Democracy and Disagreement. Cambridge Mass. og London: Belknap
Press of the Harvard University Press, 1996, bls. 12-13.
46