Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 50
JÓN ÓLAFSSON
hinsvegar? Aftur held ég að villandi hugmjTidir um fplhyggju og það sem
hún feli í sér kunni að byrgja mönnum sýn. Stór hluti af allri rökræðu í
siðfræði og stjómmálum snýst um merkingu gildahugtakanna. Það er ein-
kenni miðlægra hugtaka siðferðilegrar og póhtískrar orðræðu að merking
þeirra er aldrei fullmótuð. Hún tekur breytingum og þróast eftir eðli um-
ræðunnar hverju sinni. Þess vegna skilgreinum við ekki ifelsi, jöfauð, rétt-
læti - eða lýðræði - í eitt skipti íyrir öll, heldur eru skilgreiningar þessara
hugtaka stöðugt og ótæmandi verkefiu rökræðunnar.13 Fjölmenningarlegt
ástand skapar meiri ögrun eða áskorun í þessu sambandi heldur en afstað-
an sem hafhar því. Rökræðan þarf að fara dýpra, ganga lengra. Fjölmenn-
ingin brejair alls ekki forsendum rökræðunnar; hún skýrir þær og skerpir.
Menningarleg einsleitni og menningarlegfjölbreytni
Efdr sem áður má spyrja hvort eitthvað kunni að vera til í því að menning-
arleg fjölbreytni sem lýsir sér í ólíkum sjálfsmjmdum kunni að skapa hættu
í samfélaginu. John Smart Mill hélt því til dæmis ffiam að nauðsynlegt
væri til að tryggja samheldni samfélagsins að það hefði einhvern sameigin-
legan þátt á borð við þjóðerni eða trúarbrögð til að skapa nauðsynlegt
bræðralag.14 Þannig er hættan á stmdrungu sem stafar af of núklum fjöl-
breytileika eða sundurleitni talin raunveruleg ógn. Þessi röksemd er önn-
ur en sú sem fjallað var um í kaflanum á undan, því að efasemdirnar lúta
ekki eingöngu að fjölmenningu heldur að fjölhyggju almennt og ekki er
lögð áhersla á siðlegan grundvöll samfélagsins heldur á einingu þess í ljósi
tilfinningalegrar samstöðu.
Það mætti hugsa sér að lýðræði eða leikreglur lýðræðis hefðu það sam-
einandi hlutverk sem Mill ætlar þjóðerni eða trúarbrögðtun, það er að
segja, ef hugsað er um lýðræði á dálítdð annan hátt en oftast er gert. Það er
oft gert ráð fyrir því að kjör - það er val fólksins - sé nauðsynlegt skilyrði
lýðræðis. Þá er umboð valdhafa til valda gert að aðalatriði ffiekar en til
dæmis leiðirnar sem valdhafar velja til að stjórna, hvernig stjórnsýslu er
13 Ágætt dæmi um stjómmálaheimspeki eftir þessum línum er að finna í inngangsriti
Wills Kjonlicka, Contemporaiy Political Pbilosophy, sem áður var vitnað til. Sjá til
dæmis bls. 7.
14 Sjá John Stuart Mill, Considerations on Representative Govemment. New York:
Harper & Brothers Publishers, 1862, bls. 310. Aðgengileg í heild á books.google.
com, http://books.google.com/books?id=mY_d0oS8H2gC&hl=is (sótt 20.12.
2007).
48