Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 55
SAUSTUR, VESTUR OG OGNIN AF FJOLMENNINGU
fyrir því að bókstafstrúarmaðurmn amast við þessu er sú að hann vill ekki
leggja grunn að hugsunarhætti umburðarlyndis og sáttfysi, heldur inn-
prenta afdráttarlausa afstöðu til trúarlegra sanninda þar sem minnstu frá-
vik ffá þeim eru af hinu illa. Guðleysingjanum er líka í mun að útiloka
samspil hins trúarlega og veraldlega, þar sem trúarlegur þáttur hversdags-
lífsins er í hans augum æxli sem þarf að skera burtu frekar en sjálfsagður
og eðhlegur þáttur mnburðarlyndis.
Amartya Sen sagði skemmtilega sögu um samskipti sín við föður sinn,
indverskan hindúa, í útvarpsviðtah fyrir nokkru. Hann segist fyrir mörg-
um árum hafa ákveðið að reyna að útskýra fyrir föður sínum að hann væri
ekki lengur hindúi, hann væri guðleysingi og gæd ekki með nokkru móti
lagt trúnað á kennisetningar hindúismans. Faðir hans hristi hinsvegar höf-
uðið og sagði góðlátlega við hann: „Sonur sæll, þú misskilur þetta alveg.
Auðvitað ertu hindúi. Þú ert bara fylgismaður guðlausrar tegundar hindú-
isma.“18 Sama mætti í raun segja um kristni á Vesturlöndum. Margir og
kannski flestir íbúar hinna veraldarvönu og eíhuðu samfélaga Vesturlanda
eru kristnir - en þeir eru kristnir guðleysingjar. Þetta þýðir ekki annað en
það að guðleysingjarnir eru afurð samfélaganna rétt eins og bókstafstrúar-
mennirnir. Með því að aðhyllast guðleysi og hafna trú þurrka þeir ekki út
kristna sjálfsmynd sína. Þeir skerpa hana ef eitthvað er.
Spumingin um sjálfsmyndarval er mjög aðkallandi í samtímanum. I
fjölþjóðlegu samfélagi verða til böm sem geta rakið sig í ólíkar áttir og
komast því ekki hjá valinu. Hluti af þroska einstaklingsins felur í sér til-
raun með menningarlegar sjálfsmyndir og leit að sínu eigin sjálfi í miklu
róttækari skilningi heldur en tilvistarleg kreppa Evrópumannsins, þekkt
minni úr heimspeki og bókmenntum meginlandsins á síðustu öld. Slík leit
getur varðað þjóðemi, tungumál, trúarbrögð og margt fleira og jafnvel þó
að á endanum megi halda því fram að fleira sameini en sundri þegar ólík-
ar sjálfsmyndir em annarsvegar, þá er leitin og valið raunverulegt og mik-
ilvægt viðfangsefni á þroskaferli einstaklings í slíkum tilfellum.19 Frjálst,
eða sem frjálsast flæði á milli menningarheima skiptir þá höfuðmáli um
þroskamöguleika í fjölmenningarsamfélagi. Slíkt flæði dregur úr andstæð-
um og togstreitu þeirra.
18 The New York Public Radio, The Brian Lehrer Shcrw. Sent út 18. október 2007.
Aðgengilegt á vefsíðu útvarpsstöðvarinnar http://www.wnyc.org/shows/bl/epis-
odes/2005/10/18 (sótt 20.12. 2007).
19 Sjá Amartya Sen, Identity and Vwlence, bls. 39.
53