Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 63
ÍSLENSKT ÞJÓÐERNI OG ÓTTINN VIÐ INNFLYTJENDUR
öðru landi. Afþeim sökum hafa íslensk stjórnvöld getað sent hælisleitend-
ur aftur til þess lands þaðan sem þeir komu, kjósi þau svo. Nokkrum hef-
ur þó verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. A tímabihnu 1956 til
2000 fékk 451 hælisleitandi dvalarleyfi á Islandi og var 291 þeirra enn á
landinu árið 2005. Frá árinu 2003 hafa einungis 10 fengið dvalarleyfi
vegna mannúðarsjónarmiða svo að verulega hefur þrengst hér um undan-
genginn áratug. ísland hefur þó reglulega tekið á móti htlum hópum af
svokölluðum kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna en kvótaflóttamenn fá margvíslega aðstoð ffá hinu
opinbera við að aðlagast íslensku samfélagi.10
íslensk stjómvöld hafa ennffemur komið á því fyrirkomulagi að at-
vinnuleyfi innflytjenda, utan EES, er bundið við vinnuveitandann í stað
þess að atvinnurétturinn sé í höndum einstaklingsins sjálfs.11 Innflytjend-
ur á Islandi, utan EES, hafa með öðrum orðum ekki sama atvinnuffelsi og
við hin. Tæpast er hægt að lýsa þeirri ráðstöfun öðmvísi en sem einhvers
konar nútímavistarbandi sem lagt er á údendinga, enda hefur komið í ljós
að starfsmenn ffá ríkjum utan EES sem missa vinnuna eiga erfiðara með
að ffnna annað starf en tíðkast meðal þeirra sem búa við atvinnuffelsi.12 Þá
er jafnvel gengið svo langt að konur íslenskra eiginmarma, frá löndum
utan EES, em beinlínis sendar úr landi ef þær flýja ffá íslenskum mönnum
sem beita þær ofbeldi.13 Þessi stranga innflytjendalöggjöf, í bland við auk-
inn straum Evrópubúa til landsins, hefur orðið til þess að núorðið koma
fáir innflytjendur til landsins utan Evrópska efhahagssvæðisins.
Niðnrstaðan er því sú að þegar stefha Islands í málefhum innflytjenda
er skoðuð blasir íryrst við sú staðreynd að íslensk stjómvöld hafa alls ekki
mótað sjálfstæða stefhu, heldur látdð duga að flytja hana nokkum veginn
hráa inn í landið, annars vegar ffá Evrópusambandinu og hins vegar ffá
Danmörku og Noregi en þar sem um sjálfstæðar ráðstafanir er að ræða
10 Sjá vef Rauðakrossins: Hælisleitendur á Islandi. Vefslóð: http://redcross.is/ Apps/
WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1000338. (Skoðað 18. desember 2007.) Sjá
einnig: Oddný Helgadóttir, „Brot hælisleitenda viðurkenndir flóttamenn á Is-
landi“, Morgunblaðið 29. júlí 2007.
11 Sjá vef félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleyfi samkvæmt lögum um atvinnurétt-
indi útlendinga, nr. 97/2002. Vefslóð: http://www.felagsmalaradune}’ti.is/ mala-
flokkar/ innflytjendur/atvinnurettindi. (Skoðað 18. desember 2007.)
12 Pétur Blöndal, „Regnboginn er fallegri", Morgunblaðið 15. júlí 2007.
13 Sjá til að mynda viðtal við ónafngreinda afriska konu í Morgunblaðinu 21. ágúst
2006: „Hvers vegna er verið að refsa mér með þessum hætti?“