Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 64
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
einkennast þær af viðleitni til að takmarka straum innfltnjenda til landsins
sem allra mest. I stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er þó að finna
kafla um málefini innflytjenda undir heitinu umbætur í innflyljendamálmn
svo að hugsanlega stendur þetta til bóta.14 Ennfremur er tiltölulega ný-
stofinað innflytjendaráð að vinna aðgerðaráætlun í málaflokknum.
Atvinnuþátttaka og hagræn áhrif
Lengi vel var ásókn útlendinga til landsins mun minni en til annarra landa
í Evrópu en smám saman hefur straumurinn aukist. Þrátt fyrir öll höftin
sem nefnd voru hér að framan hefur það gerst á undanförnum árum að Is-
land er orðið fjölmenningarþjóðfélag. Arið 1994 voru erlendir ríkisborg-
arar aðeins 1,7 prósentaf heildarmannfjölda. í ársbyrjun 2007 var hlutfall-
ið komið yfir sex prósent. Hér á landi búa nú um 20.000 erlendir
ríkisborgarar. 15 Þetta er fólk ffá öllum heimshomtun en flestir, raunar
langflestir, frá ríkjum ESB, eða um það bil 65%. Utlendingaeftirlitið
skiptir þeim EES-borgumm sem koma til íslands í fjóra hópa: námsmenn,
sjálfstætt starfandi eða þjónustuveitendur, fólk með eigið fé, svo sem elli-
Hfeyrisþega, og loks launþega. Langflestir tilheyra hópi launþega, eða 90
prósent.16 Efrir að vinnumarkaðurinn opnaðist fýrir fólk frá Austur-Evr-
ópu hefur hlutfall ESB-borgara farið hraðvaxandi. Um leið hefur skrúfast
fyrir straum fólks frá löndum utan ESB. Flestir koma nú ffá hinum nýju
ríkjum sambandsins austan úr álfu, langlestir ffá Póllandi eða tæplega sjö
þúsund manns.17 Við þessa tölu má bæta að á síðastliðnum tuttugu ámm
hafa 5.500 útlendingar fengið íslenskan ríkisborgararétt.18 ísland er með
öðrum orðum heimili ríflega 2 5 þúsund manna sem em af erlendu bergi
brotnir. I þessu ljósi verður umræðan um hvort ísland eigi að verða fjöl-
menningarþjóðfélag eða ekki dáh'tið hlægileg: Eins og að um raunverulegt
val sé að ræða! ísland er fjölmenningarþjóðfélag, hvort sem okkur líkar
það betur eða verr. Þetta hefur gerst án þess að við höfum einu sinni tekið
efrir því.
14 Sjá stefinuyfirlýsinu ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007. Vefelóð:
http://www.stjomarrad.is/Stefhuyfirlysing. (Skoðað 6. desember 2007.)
15 I apríl 2007 var heildaríjöldinn 20.049 samkvæmt upplýsingum ffá Hagstofu
Islands.
16 Hildur Dungal, „Fáum vafamálin til okkar“ [Viðtal] Morgunblaðið 15. júlí 2007.
17 Pétur Blöndal, „Regnboginn er fallegri11, Morgunblaðið 15. júh' 2007.
18 Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðahúsi.
62