Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 67
ÍSLENSKT ÞJÓÐERNI OG ÓTTINN VIÐ INNFLYTJENDUR
farið rauk fylgi flokksins upp í ellefu prósent í nóvemberkönnun Gallup.24
Næstu mánuði hélt flokkurinn umræðunni vakandi. I setningarræðu á
landsfundi Frjálslynda flokksins í janúar 2007 talaði formaður flokksins
meðal annars um mikilvægi þess að skima vel þá innflytjendur sem vildu
koma til landsins. Til að mynda sagði: „Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera á
varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.“ Þá vildi hann kanna
„hugsanlega sakaferla,“ og „meta menntun“ svo að eitthvað sé nefnt.25
Meðal almennra flokksmanna og fylgismanna Frjálslynda flokksins var
orðræðan mun harðari. Viðar Helgi Guðjohnsen skipaði 5. sæti á lista
Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. I grein á bloggsíðu
sinni um innflytjendamál varaði hann við auknum fyölda innflytjenda og
sagðist meðal annars hafa áhyggjur af því að laun kynnu að lækka, að inn-
flytjendum fylgdi eiturlyfjasala, mansal, berklar, nauðungarvinna og
skipulagðar nauðganir.26 A fundi Frjálslynda flokksins 3. apríl 2007 sagði
Kristinn Snæland, flokksmaður í Frjálslynda flokknum, efdrfarandi um
reynslu sína frá Svíþjóð: „Eg get sagt ykkur það. Eg fann ekki að ég væri,
ef ég segi minni gömlu Málmey. Þarna voru Tyrkir og svertingjar og
múslimar að selja kebab og pítsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var
óhuggulegt.“2/
Þessi málflutningur Frjálslynda flokksins mætti harðri andstöðu í þjóð-
málaumræðunni og eftir því sem nær dró kosningum lagði flokkurinn
meiri áherslu á önnur mál og dró töluvert úr hörkunni í málflutningi sín-
um um innflytjendamál. Fylgi flokksins seig þó nokkuð í aðdraganda
kosningarma 12. maí 2007 og endaði í 7,3 prósentum í kosningunum.
Einhverjir hafa haldið því fram að hörð stefna Frjálslynda flokksins í
innflytjendamálum hafi komið ffam haustið 2006 í viðleitni til að bjarga
flokknum ffá því að þurrkast út í kosningunum vorið 2007. Því til stuðn-
ings rifjaði fyrrverandi þingmaður flokksins, Gunnar Örlygsson, upp um-
mæli varaformanns flokksins ffá 2003 í Morgunblaðsgrein en þá lýsti
24 Sjá Þjóðarpúls Gallnps 1. desember 2006.
25 Guðjón Arnar Kristjánsson, „Ræða formanns á Landsþingi 2007“, 26. janúar 2007.
Vefslóð: http://www.althingi.is/gak/greinar/safn/003565.html#003565. (Skoðað
5. desember 2007.)
26 Viðar Helgi Guðjohnsen, „Island fyrir Islendinga - um hvað erum við að tala“,
Blog.is 29. mars 2007. Vefslóð: http://vidargudjohnsen.blog.is/ blog/vidargud-
johnsen/day/2007/3/29/. (Skoðað 1. ágúst2007.)
2 Kristinn Snæland á fundi Frjálslynda flokksins 3. apríl 2007. Heimild fengin úr
fféttum Sjónvarps.
65