Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 70
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
k\-æma tortn-ggni, sem aftur leiddi til aukirma árekstra og átaka. Smám
saman fóru fasískar hugmyndir, sem kraumað hafa í huga margra Evrópu-
búa, að fljóta aftur upp á yfirborð stjómmálanna.29
Allt þar til Frjálslyndi flokkurinn tók upp aUsvipaða stefnu og framan-
greindir þjóðemisflokkar hafa gert víða í Evrópu höfðu þjóðemisöfga-
menn ekki náð að festa djúpar rætur í stjórnmálalífi á Islandi í seinni tíð
þótt áform um þjóðemisffamboð hafi stundum verið boðuð áður. A átt-
unda og níunda áratugnum var hér til að mynda starfandi félagsskapurinn
Norrænn kynstofn sem barðist gegn þ\n að Islendingar mtmdu blandast
fólki af erlendum uppruna. Félag íslenskra þjóðemissinna, sem stoínað
var á Suðurlandi skömmu fyrir aldamótin, var svo næst í röðinni til að
halda uppi merkjum kynþáttahyggjunnar hér á landi. Félagið var aldrei
fjölmennt og lognaðist út af efdr að einn forsprakki þess var dæmdur fyr-
ir niðrandi ummæh um fólk af afrískum upprana sem hann viðhafði í for-
síðuviðtali við DV í febrúar 2001 undir heitinu „Hvíta Island“. Samtök
sem kölluðu sig Félag framfarasinna tók þá við málinu og hélt til skamms
tíma úti álíka málflutningi á Netinu.30 Haustið 2006 tók Frjálslyndi flokk-
urinn við keflinu. Munurinn er hins vegar sá að Frjálslyndi flokkurinn
starfar á þingi og er því mun öflugra stjórnmálaafl en þessi htlu áhuga-
mannafélög vom nokkm sinni. Af þeim sökum er engin leið fi,TÍr stjórn-
málaflokkana í landinu að leiða málfluming flokksins hjá sér.
Sú þróun sem varð víða í Norður-Evrópu á síðari hluta liðimrar aldar, og
lýst var hér að ffaman, hefur ekki enn náð til Islands af sama þunga og víða
erlendis. Hér hafa ekki enn orðið viðlíka átök milli innfæddra og innflytj-
enda og þar. InnflyTjendur á Islandi hafa ekki reynst baggi á samfélaginu
og fá vandamál hafa komið upp í samskiptum á núlli innfæddra íslendinga
og erlendra aðkomumanna. I orðræðunni sem kom upp um málefhi inn-
flytjenda haustið 2006 mátti eigi að síður greina ámóta andstöðu við inn-
flytjendur og í löndum þar sem árekstrar milli innflytjenda og innfæddra
hafa orðið harðir. I ljósi þess að á Islandi gildir einkar ströng innflytjenda-
löggjöf og í ljósi þess að Islendingar hafa hingað til hagnast á því erlenda
29 Sjá nánar lýsingu í Robert O. Paxton, The Anatomy of Fascisw, Penguin: New
York, 2005, bls. 172-188.
30 Vef Flokks ffamfarasinna, www.ffamfarir.net, hefur verið lokað en forsprakki
flokksins, Hjörtur J. Guðmundsson, heldur úti bloggsíðunni Hægrisveiflan. Vef-
slóð: http://sveiflan.blog.is/.
68