Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 72
EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON
hefur ffjáls og fullvalda íslensk þjóð orðið að órofa hluta af sjálfsmynd
þjóðarinnar. Þjóðernisstefnan á Islandi varð einnig einarðari og sterkari
en annars staðar þekktist og byggðist á sögulegri sannfæringu sem rétt-
lætti sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.32
Samkvæmt evrópsku ffjálslyndisstefhunni var fullveldishugtakið tví-
þætt. Annars vegar var krafa um fullveldi þjóðarinnar sem heildar en á
hinni hliðinni, sem var ekki síður mikilvæg, var um leið krafa um fullveldi
einstaklingsins. Hugmyndir á borð við atvinnuffelsi og versltmarffelsi
manna innan ríkis og þvert á landamæri tóku við af höftum fortíðar út um
alla Evrópu. I sjálfstæðisbaráttu Islands varð óumdeilt að fullveldi landsins
væri endanlegt markmið og ekkert annað kom ratmverulega til greina.
Hins vegar fylgdu ekki með sömu hugmyndastraumar um einstaklings-
frelsið. Hugmyndir um atvinnu- og verslunarffelsi náðu ekki rótfestu á ís-
landi með sama hætti og annars staðar í Evrópu.33 Rótgrónar efasemdir
um atvirmuffelsi manna voru rígbundnar í vistabandi sem túlkaði þá við-
teknu skoðun að lausamennska og húsmennska gerðu einstaklingnum að-
eins illt.34
Jón Sigurðsson og fleiri hugmyndaffæðingar íslenskrar þjóðernis-
stefnu í Kaupmannahöfh boðuðu vitaskuld þjóðffelsi en einnig einstak-
lingsffelsi í takt við evrópsku ffjálslyndisstefnuna. I Nýjum félagritum,
strax árið 1843, hvatti Jón Sigurðsson til þess að Islendingar þæðu aukið
verslunarfrelsi eins og Danir buðu. Jón hvatti til verslunarfrelsis innan-
lands og við aðrar þjóðir.351 Nýjum félagsritum er einnig víða hvatt til op-
inna tengsla við aðrar þjóðir, auk þess sem áhersla er lögð á menntun og
vísindi. Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur, heldur því hins vegar
fram að Islendingar hafi aðeins fylgt Jóni Sigurðssyni og félögum að mál-
um út af þjóðernishyggju en alls ekki til að koma á verslunarffelsi á íslandi
eða öðrum þjóðfélagsháttum í anda frjálslyndis.36
Þessi skilningur á íslensku þjóðerni, sem nánast líkamlegri heild, hefúr
enn mótandi áhrif í íslensku stjórnmálalífi og getur hugsanlega skýrt þær
32 Guðmundur Hálfdanarson, lslenska þjóðrtkið - uppruni og endimörk, Reykjavík:
Hið íslenska bókmennafélag og ReykjavíkurAkademían, 2000, bls. 36-39.
33 Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið, bls. 45-76.
34 Sjá til að mynda: Olafur Stefánsson, „Um jafnvægi bjargræðis-veganna á Islandi”,
Ritþesz Islenska Lærdóftis-Lista Félags 7/1787, bls. 141-161.
35 Jón Sigurðsson, „Um Verzlun á íslandi", Ný félagsrit 3/1848, bls. 7.
36 Birgir Hermannsson, Understanding Nationalism - Studies in Icelandic Nationalistn
1800-2000, Stokkhólmi: Stockholm’s University, 2005, bls. 220-337.
70