Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 77
ÍSLENSKT ÞJÓÐERNI OG ÓTTINN VIÐ INNFLYTJENDUR
breyttust í nánast hreinræktuð innflytjendagettó. Við sjáum vísi að þessari
sömu þróun þegar eiga sér stað hér á landi, til að mynda sums staðar í
miðbæ Reykjavíkur og í Breiðholti, sérstaklega í Feflahverfi í Breiðholtá.
Þessu til vitnis má sem dæmi nefiia að í Fellahverfi eru til leikskólar þar
sem meirihluti bama hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáfl.
Astæðan fyrir þessari búsetuþróun er fyrst og hemst fjárhagsleg og skýrist
af því að innflytjendur vinna gjaman láglaunastörf, frekar en að innflytj-
endur kjósi að búa í nálægð hver við annan.41 Slík hverfi eiga það til að
breytast í púðurtunnu og springa þegar minnst varir.
Við vinnslu þessarar greinar fann ég hvergi neina heildstæða áætlun á
vegum hins opinbera sem ætlað er að vinna gegn þessari óheillaþróun. Til
að tryggja dreifðari byggð innflytjenda þurfa bæði iíki og sveitarfélög að
\dnna saman. Hér á landi fá ýmsir hópar margvíslega fyrirgreiðslu ffá hinu
opinbera, svo sem aldraðir, öryrkjar, einstæðar mæður og margir fleiri.
Hægðarleikur er að veita innflytjendum hóflega ívilnun kjósi þeir sér bú-
setu utan hverfa sem skilgreind em þannig að þar séu of margir innflytj-
endur fyrir. Vhk samlögun gengur nefnilega ekki í hverfum þar sem að-
eins búa innflytjendur. Og þá er stutt í að allt fari í bál og brand. Þá má til
að mynda haga greiðslum til hins borgaralega samfélags þannig að hags-
munahópar og félagasamtök hafi beinan hag af því að fá innflytjendur
með í starfið. Hér gegna íþróttafélögin lykilhlutverki við að samþætta
böm innflytjenda inn í samfélagið í hverfinu þar sem þau búa.
Virk samlögiin er svariö
Rannsóknir sýna að ómögulegt er að hefta straum innflytjenda með því
einu að berða aðstreymisreglur.42 Finnar nýttu sér ffest til að opna hinum
nýju aðildaríkjum ESB vinnumarkað sinn til ffam til 1. maí 2006 eins og
Islendingar. Vinnumarkaðuxinn í Svíþjóð var hins vegar galopnaður strax
1. maí 2004. Eigi að síður var fjölgun innflytjenda ffá hinum nýju aðildar-
ríkjum ESB meiri í Finnlandi en í Svíþjóð. Með öðrum orðum þá er það
41 Sjá til að mynda: Jórunn Iris Sindradóttdr, Búsetwnynstur og húsnæðissögur inn-
flytjenda á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, 1997. BA.-ntgerð við landfræðiskor
Háskóla Islands.
42 Sjá: Jimmy Donaghey og Paul Teague, „The free movement of workers and social
Europe: Maintaining the European ideal“, Industrial Relatioms Joumal 37,6/2006.
75