Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 79
ÍSLENSKT ÞJÓÐERNI OG ÓTTINN VIÐ INNFLYTJENDUR
tengjast fordómum í garð innflytjenda tíðir í Danmörku. Þetta og fleira
kemur í veg fyrir að innflytjendur geti aðlagast dönsku samfélagi.43
Rannsóknin sýndi hins vegar að hinum megin við Eyrarsundið hefur
þróunin verið með öðrum hætti. Svíþjóð lenti í efsta sæti rannsóknarinnar
en samkvæmt henni hefur samlögun innflytjenda og innfæddra gengið
best þar.44 Vissulega hefur stundum slegið í brýnu á milli innflytjenda og
innfæddra Svía en öíugt við ástandið í Danmörku hafa ekki orðið þessi
sömu kerfislægu þjóðfélagsátök í Svíþjóð vegna innflytjenda og í Dan-
mörku. Til að mynda hafa hægriöfgaflokkar í Svíþjóð ekki náð viðlíka
hylli og í nágrannaríkjunum, Danmörku og Noregi. Samt er fjöldi og
samsetning innflytjenda álíka í öllum þessum ríkjum. Munurinn er aðeins
sá að stjórnvöld í Svíþjóð hafa haldið úti virkri og umfangsmikilli samlög-
unarstefnu mifli innfæddra og innflytjenda. Innflytjendur eru með mark-
vissum hætti virkjaðir inn í sænskt samfélag á öllum sviðum, svo sem í
skólum, íþróttafélögum, félagasamtökum og gegnum allt hið borgaralega
samfélag og hið opinbera hefur markvisst ráðið fólk úr röðum innflytj-
enda í áberandi störf í samfélaginu, svo sem í opinber afgreiðslustörf, lög-
gæslu og fjölmiðlastörf. I Danmörku hafa innflytjendur hins vegar verið
útilokaðir frá samfélagslegri þátttöku. Dæmi um þessa ólíku nálgun sést
glögglega þegar flakkað er á milli norrænu sjónvarpsstöðvanna, þá er al-
gengt að sjá fólk með annan hörundslit en þann fölbleika á skjám sænsku
stöðvanna en það er viðburður að sjá hörundsdökkan þul í danska og
norska sjónvarpinu - hvað þá í íslenska Ríkissjónvarpinu. Mikilvægt er að
auka sýnileika fólks í þjóðfélaginu sem augljóslega er af erlendum upp-
runa. Hér gegnir ríkisvaldið lykilhlutverki. Hið opinbera getur hæglega
ráðið fullhæfa innflytjendur í áberandi störf án þess að ganga á réttindi
annarra, tdl að mynda íýmiss konar afgreiðslustörf hjá hinu opinbera, lög-
gæslu, tollgæslu, kennslu og þess háttar.
Samantekt
Eins og sýnt hefur verið ffam á hér að framan hafa íslensk stjórnvöld því
miður ekki enn mótað heildstæða samlögunarstefnu í málefnum innflytj-
enda. Margt bendir tdl að á Islandi eigi sér stað þróun í átt ril svipaðra
43 ,JVtigrant Integration Policy Index“, British Council 2007. Vefslóð: http://www.i
ntegrationindex.eu/topics/2638.html. (Skoðað 5. desember 2007.)
44 Sama heimild.
77