Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 81
Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska
Líf á tveimur stöðum:
Vinna eða heimili
✓
Reynsla fólks sem komið hefar til starfa á Islandi
Nú á tímum hnattvæðingar, þegar hugmyndir, fólk, vörur og fjármagn
flæða auðveldar yfir landamæri þjóðríkja en áður, beina æ fleiri ffæðimenn
sjónum að flóknum tengslum menningar og staðsetningar og því hvað
felist í að tilheyra ákveðnum stað.1 Gamalgrónar hugmyndir um stað sem
fasta menningareiningu fólks með sameiginlega sjálfsmynd eru í auknum
mæli gagnrýndar. I hnattrænum heimi aukinna og auðveldari tengsla hafa
vaknað nýjar spurningar um aðlögun þeirra sem flytja milli landa um
lengri eða skemmri tíma, þar sem auðveldara er en áður að vera í dagleg-
um tengslum við upprunaland sitt. Þá er til dæmis skoðað hvaða merkingu
staðirnir sem flutt er á milli fá í hugum þeirra sem flytja. Um leið má velta
því fyrir sér hvað felist í því annars vegar að vera þátttakandi í samfélagi og
hins vegar að tilheyra stöðum. Hvernig upplifir fólk að vera í fjartengslum
við ættingja og vini? Og hvaða áhrif hefur það á þátttöku í nýju samfélagi
og tilfinninguna fyrir því að tilheyra nýjum stað?
Niðurstöður þeirra rannsókna sem fjallað er um í þessari grein sýna að
stór hluti þeirra einstaklinga sem tóku þátt í þeim er á mismikinn og ólík-
1 Arjun Appadurai, Modemity at Large: Cultural Dimensions of Globalization, Minnea-
polis: University of Minnesota Press, 1996; Zygmund Bauman, Liquid Modernity,
Cambridge: Polity Press, 2000; Alchil Gupta ogjames Ferguson, Culture, Power,
Place: Exploration in Critical Anthropology, London: Duke Urdversity Press, 1997;
UlfHannerz, Transnational Cmnectims, Culture People, Places, London: Routledge,
1997; Michael Keamy, „The Local and the Global: The Anthropology of Glo-
bahzation and Transnationalism“, Annual Review of Anthropology 24/1995, bls.
547-655; Micheal Savage, Gaynor Bagnal og Brian Longhurst, Globalizaton and
Belonging, London: Sage Publication, 2005; John Urry, Sociology Beyond Societies.
Mobilities for the Twenty First Century, London: Routledge, 2001.
Ritiö2-3/2007, bls. 79-93.
79