Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 83
LIF A TVEIMUR STOÐUM: VINNA EÐA HEIMILI
vegna þess að innfæddir sækja ekld lengur í líkamlega erfið og illa launuð
störf.5
Ibúum á íslandi sem hafa erlent ríkisfang hefur fjölgað mjög hratt á síð-
ustu árum. Arið 1996 voru þeir 1,9% landsmanna en árið 2006 var hlut-
fallið orðið 6%. Pólverjar voru þá orðnir tæplega 6.000, eða um 1,9%
íbúa landsins. Næstflestir voru frá Litháen, eða 998 einstaklingar, og þar á
efdr voru Þjóðverjar, 945 talsins. Af íbúum með erlent ríkisfang höfðu
32% pólskt ríkisfang, 5,5% htháískt, 9% voru með ríkisfang á Norður-
löndunum, 16% í ríkjum Vestur-Evrópu og önnur 16% í löndum Asíu.
Hin hraða aukning fólksflutninga til íslands á sér fyrst og fremst rætur í
mikilli efnahagsþenslu, sem leitt hefur til manneklu í ýmsum starfsgrein-
um, en einnig hefur fólk flutt til landsins vegna náms, fjölskyldusamein-
ingar og annarra ástæðna. Vinnumálastofhun6 áætlar að árið 2007 hafi 17
þúsund erlendir ríkisborgarar verið við störf á Islandi, eða 9% af heildar-
fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði. Arið 2005 voru erlendir starfsmenn
á vinnumarkaði aftur á móti 5,5%. Af tölum má sjá að flestir íbúar með er-
lent ríkisfang eru á þeim aldri sem þeir eru virkir á vinnumarkaði. Flestir
sem komu frá nýjum ríkjum Evrópusambandsins árin 2006 og 2007 voru á
aldrinum 18-39 ára. Af þeim sem komu ffá þessum ríkjum og voru skráð-
ir til starfa frá hjá Vinnumálastofnun árið 2006 voru 77% frá Póllandi.
Stór hluti þeirra erlendu ríkisborgara sem flust hafa til Islands á síðustu
áratugum hefur komið án fjölskyldu. Hlutfall erlendra bama var því að-
eins 2% og það sama á við um þá sem vom eldri en 67 ára. Eftir að ný ríki
Evrópusambandsins fengu forgang á vinnumarkaði hérlendis 1. maí 2006
hefur fólki frá Asíu gengið illa að fá störf fyrir ættingja sína og vini hér á
landi. Arið 2005 vora veitt 552 ný tímabundin atvinnuleyfi til fólks ffá
Asíu en þau vora aðeins 69 frá janúar til september 2007. Flestir þeirra
sem flust hafa til Islands frá löndum utan Evrópusambandsins síðan 2005
hafa gert það vegna fjölskyldusameiningar.
Fyrir 2005 voru flest atvinnuleyfi veitt vegna starfa við fiskvinnslu, í
öðrum iðnaði og vegna umönnunarstarfa. Upplýsingar Vinnumálastofh-
unar um veitt atvinnuleyfi og skráningar starfsfólks sýna að ffá árinu 2005
hefur fólki sem kemur til starfa í mannvirkjagerð fjölgað mjög mikið, eða
um 210%, og eru þetta nú þau störf þar sem flesta erlenda starfsmenn er
5 Stephen Casdes og MarkJ. Miller, The Age ofMigration: Intemational Population
Moruements in the Modem World, 3. útg., New York: The Guilford Press, 2003.
6 Erlent starfifólk á íslenskum vinnumarkaði. Skýrsla Vinnumálastofnunar 19. októ-
ber 2007.
8i