Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 84
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR OG ANNA WOJTYNSKA
að fiinna. Stór hluti þeirra hefnr komið til að vinna við manntörkjagerð á
Austurlandi. Enda þótt erlendu starfsfólki haldi áffam að fjölga í fisk-
vinnslu er sú fjölgun miklu minni en við mannvirkjagerð. Erlendir starfs-
menn eru samt 45% þeirra sem starfa við fiskvinnslu en 40% þeirra sem
unna við mannvirkjagerð.'
Þar sem meginmarkmið flestra þeirra útlendinga sem koma til Islands
er að stunda hér atvinnu skilja margir börn og maka eftir í heimalandi
sínu. I sumum tilfellum halda einstaklingar heimih á tveimur stöðum
þangað til þeir hafa sameinast fjölskyldu sinni aftur í heimalanch sínu eða
á Islandi. A meðal þeirra sem tóku þátt í rannsóknum okkar voru einstæð-
ar mæður sem höfðu skihð böm sín eftir hjá mæðrum sínum eða systrum
og komið til Islands í þeim tilgangi að geta betur séð þeim farborða en í
heimalandinu. Sumar þeirra höfðu eignast nýjan maka á Islandi og í kjöl-
farið fengið bömin til sín. Einnig vom í hópnmn ungar konur sem komu
til Islands til að geta ahð önn fyrir foreldrum og systkinum í heimaland-
inu. Mikil umræða hefur farið fram um aðlögtm eða samþættingu þessara
nýju íbúa að íslensku samfélagi, sem og um rétt þeirra og stöðu á vinnu-
markaði. Við teljum að sú umræða missi marks ef ekki er tekið tilht til fjöl-
breytileika þeirra sem koma til landsins og óhkra markmiða þeirra með
komunni. Þeir þátttakendur rannsóknar okkar sem sjónum er beint að í
þessari grein komu upphaflega til landsins vegna þeirrar atvinnu sem hér
var að hafa en aðeins fáir vegna áhuga á að setjast að á Islandi. Þeir höfðu
þó allir ílengst og æduðu sumir að setjast að á Islandi til frambúðar en aðr-
ir stefhdu að því að snúa til baka til heimalands síns.
Hnattrœnirfólksflutningar
Frá því á síðasta áratugi fyrri aldar hefur athygli ffæðimanna í auknum
mæli beinst að hnattrænum ferlum. Hugtök eins og þverþjóðleiki (e.
transnationalism, translocality) eru notuð til að vekja athygli á þeim marg-
háttuðu tengslum sem algengt er að flytjendur (e. migrants) hafi við fleiri
en eina þjóð eða stað.7 8 A grundvelli rannsókna á hreyfanleika fólks og
7 Eiient starfsfólk á ísletiskum vinnumarkaói.
8 Linda Basch, Nina Glick-Schiller og Cristina Szanton Blanc, Nations Unbound,
Transnational Projects, Postcolonial Predicaments, and Detmitorialized Nation-States,
Amsterdam: Gordon and Breach Publishers, 1994; Steven Vertovec, ,AIigrant
Transnationalism and Modes of Transformation“, Intemational Migration Review
38:3/2004, bls. 970-1001.
82