Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Side 85
LIF A TVEIMUR STOÐUM: VINNA EÐA HEIMILI
tengslum þess við staðbundin samfélög hafa Wimmer og Glick-Schiller
gagnrýnt það sem þau kalla aðferðafræðilega þjóðemishyggju (e. met-
hodological nationalisTn), sem felst í því að ganga út frá þjóðríkinu sem rann-
sóknareiningu. Þau benda á að þó svo að þjóðríkið sé mikilvægt gemm við
ekki gefið okkur að samfélag og þjóðríki fari saman því að í raun lifi fólk
oft daglegu Hfi með fóUd í öðru landi en það býr í og sé þar með meðlim-
ir í samfélögum staðsettum þvert á landamæri þjóðríkja.9
Til skamms tíma lögðu fræðimenn fyrst og ffernst áherslu á að rann-
saka aðlögun innflytjenda að því þjóðríki sem þeir fluttu til og mótun fjöl-
menningarlegs samfélags. I seinni tíð hefur borið í vaxandi mæli á rann-
sóknum á innflytjendum sem gerendum sem taka að mismiklu marki þátt
í því samfélagi sem þeir búa í en viðhalda tengslum við fyrri heimkynni.
Fræðimenn hafa sýnt fram á að margt fólk flyst ekki aðeins á milfi landa
með það að markmiði að byrja nýtt Hf, heldur ekki síður til að bæta stöðu
fjölskyldu sinnar heima fyrir.10 Hreyfanleiki fjölskyldumeðHma rennir oft-
ar en ekki stoðum undir fjárhag heimilanna. Sorensen og Olwig kaHa
þessa tegund fóUcsflutninga hreyfanlegt Hfsviðurværi (e. mobile livelihoods)
og hvetja fræðimenn til að beina athyglinni frá staðsetningu og að hreyf-
anleika - frá uppruna og áfangastað að flutningunum sem ganga út á að
framfleyta sér með þessu móti.11 Þar með hafa meginviðfangsefhin í rann-
sóknum á högum innflytjenda færst ffá rannsóknum á aðlögun þeirra og
þjóðemislegum bakgrunni að hreyfanleika þeirra og þverþjóðlegum
tengslum. Þessi viðfangsefhi endurspegla bæði breyttar áherslur í rann-
sóknum og breyttan heim. Að sjálfsögðu héldu margir innflytjendur fyrri
tíma tengslum við upprunalönd sín með bréfaskriftum og símtölum en
með ódýrari samgöngum og nýrri samskiptatækni er nú hægt að hafa dag-
leg samskipti milli landa um mál sem upp koma í daglegu Hfi. Þannig er
nú auðveldara en nokkru sinni fyrr að viðhalda tengslum við fólk og staði
í heimalandinu og þar með að halda í tUfinninguna um að tUheyra ákveðn-
um stað.12 A sama hátt er auðveldara en áðm að halda áfram virkri þátt-
9 Andreas Wimmer og Nina GUck-Schiller, ,dVfethodological nationaUsm, the
social sciences and the study of migration. An essay in historical epistemology“,
IntemationalMigration Review 37-3/ 2003, bls. 576-610.
10 Ninna Nyberg Sorensen og Karen Fog Olwig, „Mobile Livelihoods. Making a
Living in the World“, Work and Migration, ritsj. K.F. Olwig og N.N. Sorensen,
London: Routledge, 2002.
11 Sama rit, bls. 2.
12 Steven Vertovec, ,„Migrant Transnationalism and Modes of Transformation", In-
ternatianal Migration Revierw 38:3/2004, bls. 970-1001.
83