Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 86
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR OG ANNA WOJTYNSKA
töku í stjórnmálum og í efnahagslífi upprunalandsins, jafnvel á meðan
maður tekur þátt í og aðlagast nýju samfélagi. Eins og áður halda staðir
áfram að hafa merkingu og gildi í mótun sjálfsmyndar.
Levitt og Glick-Schiller halda þ\’í fram að þverþjóðlegt h'f þeirra sem
flytja milli landa nú á tímum ögri „skilningi okkar á grundvallarstofnun-
um samfélagsins eins og fjölskyldunni, ríkisfanginu og þjóðríkinu".1-' I
kjölfarið leiða þverþjóðlegar rannsóknir af sér nýjan skilning á samfélag-
inu. Mikilvægt er að skoða einstaklinga í víðara og dýpra samhengi vegna
þess hversu greyptir þeir eru í margslungið þverþjóðlegt og samfélagslegt
rnrrnsmr, bæði þeir sem flytja og þeir sem efdr verða.14
Vegna þessarar nýju áherslu fræðimanna á hreyfanleika og þverþjóð-
leika beinast margar rannsóknir að þeim áhrifum sem þessir þættir hafa á
það hvernig staðir og samfélög eru skilgreind. Fræðimenn skoða meðal
annars hvernig þátttaka í lífi sem lifað er á tveimur eða fleiri stöðum sam-
tímis hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og tilfinninguna fyrir því að tál-
heyra ákveðnum stað eða hóp. Vertovec bendir til dæmis á hvernig marg-
ir innflytjendur viðhalda talsverðum skuldbindingum gagnvart þýðingar-
miklum einstaklingum (svo sem skyldmennum, íbúum heimabæjar, félög-
um í stjórnmálaflokki eða trúarhópi) sem dvelja í öðrum þjóðríkjum en
þeir sjálfir.15 Hjá þeim einstaklingum sem lifa þverþjóðlegu h'fi hefur þetta
í för með sér ákveðna tvíhliða sýn (e. bifocality) á veruleikann. Vertovec
bendir á að umbreytingar á almennri skynjun á daglegu lífi, bæði í nýja
landinu og upprunalandinu, frlgi því að flytjast milli landa, þegar félags-
legar stofhanir og athafnir færast yfir í þverþjóðlegt samhengi. Hann seg-
ir þessa tvíhliða sýn vera eitthvað sem erfitt sé að mæla „en áhrif hennar
séu vel sjáanleg í félagslegum athöfnum og birtist í frásögnum einstak-
linga.“16 Hann bendir á að þverþjóðleg þátttaka og tvíhliða sýn hafi um-
talsverð áhrif á „lífsferli einstaklinga og fjölskyldna og bjargráð þeirra, til-
finningu þeirra fyrir eigin sjálfi og fyrir því að tilheyra samfélagi, skipan
persónulegra og sameiginlegra minninga, neytendamynstur, félags- og
menningarlegar athafnir, og viðhorf til uppeldis og annarra menningar-
13 Peggy Levitt og Nina Glick-Shiller, „Conceptualizing Simultaneity: A Trans-
national Social Field Perspective on Society", IntemationalMigration Revirœ 38:3/
2004, bls. 1002-1039.
14 Sjá sama rit.
15 Steven Vertovec. „Migrant Transnationalism and Modes of Transformation“, bls.
970-971.
16 Sama rit, bls. 977.
84