Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 93
LÍF Á TVEIMUR STÖÐUM: VINNA EÐA HEIMILI
húsnæði í þorpinu, ásamt pólskri sambýliskonu sinni, lært íslensku og tal-
aði um að vera áfram á svæðinu og fá menntun sína metna. I sama viðtali
sagði hann þó jafhframt frá framtíðaráformum sínum í Póllandi, landskika
sem hann hafði keypt þar og áformum um húsbyggingu.
Hluti viðmælenda okkar hafði öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Það
var þó mjög misjaiht hvaða merkingu það hafði fyrir þá og hvort þeim
fannst þeir vera „nýir Islendingar“. Frá 1. janúar 2004 gátu margir þeirra,
til dæmis Pólverjar, öðlast tvöfalt ríkisfang. Sumir töluðu um að tilheyra
tveimur stöðrnn og að þeir eigi nú tvö heimih, bæði hér og þar. Þeir hafa
eins konar tvíhhða sýn (e. bifocalitý) svipaðan hátt og Vertovec hefur talað
um. Þetta birtist meðal annars í því hvemig fólksflutningar og líf á nýjum
stað er sífellt metið í samhengi og samanburði við lífið í upprunalandinu.
Það er alls ekki ahtaf sem þjóðríkin eru borin saman, stundum er það bær-
inn á Islandi í samanburði við bæinn eða borgina í upprunalandinu.
Tilfinningin að tilheyra ákveðnum stað eða samfélagi byggist meðal
arrnars á fæmi manns til að mynda tengsl. Smátt og smátt höfðu margir
viðmælendur okkar aðlagast og orðið þátttakendur í nýju samfélagi og
orðið uppteknir af lifinn þar sem þeir búa. Jafnvel þeir sem höfðu aðeins
ætlað sér að staldra stutt við höfðu stofnað hér fyrirtæki, eignast íslenskan
maka, fengið bömin til sín og sent þau í skóla og smátt og smátt byggt upp
nýtt tengslanet. I kjölfarið vom þeir famir að velta fyrir sér hvemig hægt
væri að nýta menntun sína. Þótt allir sem rætt var við hafi talað um upp-
runalandið sem heimaland töluðu margir einnig um þorpið eða bæirrn þar
sem þeir vom búsettir sem sitt heimili. Það var því mismunandi hvaða
stað fólki fannst það tilheyra. Tbngsl þess við samfélagið og landið uxu
með árumnn og í sumum tilvikum myndaði fólk staðbundin tengsl við
þorpið og landsvæðið, leit til dæmis á sig sem Vestfirðinga en ekki endi-
lega sem íslendinga.
Margir vom mikið með hugann við heimaslóðir. Það að horfa á sjón-
varp ffá heimalandinu er ekki aðeins til að hlusta á eigið tungumál heldur
eins og ein kona sagði: „Eg hef meiri áhuga á því sem er að gerast í mínu
heimalandi.“ Stundum þarf þó ekki að hafa mikið fyrir því að láta sér líða
„eins og heima hjá sér“. Sumt fólk tók með sér ýmsa hluti að heiman, eins
og plöntur og mat. Ein pólsk kona ræktaði til dæmis grænmeti ffá Pól-
landi í garðinum hjá sér. Algengt var líka að fólk skreytti húsin með
skrautgripum og myndum að heiman. A þennan hátt héldu þessir einstak-
lingar í tvíhhða sýn á veruleikann og bjuggu sér eins konar þverþjóðlegan
91