Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Page 94
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR OG ANNA WOJTYNSKA
dvalarstað þar sem upprunalönd þeirra héldu áfram að vera mikilvæg á
ýmsan hátt í daglegu h'fi.
Margir þeirra sem rætt var við voru ánægðir með líf sitt á Islandi í sam-
anburði við lífið sem þeir lifðu fyrir flutningana. Nokkrir þeirra sem
bjuggu á Vestfjörðum töluðu um að þeim fyndist þeir tilheyra þorpinu í
gegnum vinnuna og sem þorpsbúar. Þeir full\Ttu að þeir jmnu svipuð störf
og Islendingamir sem bjuggu á sama stað. Þegar pólsk kona var spurð
hvort vinnan hennar hefði bamað eða versnað ffá því hún flutti búferlum
frá Póllandi svaraði hún: „Sko, héma vinna allir í fiski. Mjög fáir \inna í
bankanum - fjórir eða fimm manns, á pósthúsinu - þrír eða fjórir. Allir
hinir vinna í fiski. Þeir [Islendingarjvinna í fiski.“
Umræða og lokaorð
Fólkið sem tók þátt í rannsóknum okkar átti það sameiginlegt að hafa
ákveðið, að yfirlögðu ráði, að fá sér vinnu á nýjum stað, langt frá uppruna-
landi sínu, og jafnvel setjast þar að tímabundið. Það hafði hreyfanlegt h'fs-
viðurværi á þann hátt sem Ohvig og Sorensen hafa bent á þar sem að það
vann á Islandi í því skyni að bæta Kf sitt og venslafólks síns í heimalandinu.
Þar sem atvinna var aðalástæða fluminganna til íslands hm margir þeirra
sem komu upphaflega til að \dnna við fiskvinnslu á nýja þorpið sem eins
konar \dnnustað. Margir þeirra treystu á aðra innflytjendur og samfélagið
í upprunalandinu til þess að viðhalda sjálfsmynd sinni. Hin þverþjóðlegu
ferli, sem felast í því að ferðast reglulega til heimalandsins, halda \dð sam-
bandinu heim og senda þangað peninga, mótuðu þýðingu beggja staðanna
í hugum einstaklinganna. Um leið tóku þeir þátt í íslensku samfélagi á
misjafhan og mismikinn hátt og voru virkir á \dnnumarkaðnum frá því að
þeir komu til landsins. Hin tvíhliða sýn er algeng reynsla sem leggur sífellt
mat á nýja staðinn í samanburði við upprunalandið. Taka má undir með
Vertovec um að erfitt sé að mæla slíka sýn fólks en að hún geti verið
merkjanleg í félagslegu samhengi og í ffásögnum einstaklinga og hafi
áhrif á athafnir þeirra. Einstaklingamir eru hluti af félagslegum vettvangi
og tengjast fjölskylduböndum sem liggja þvert á landamæri ríkja. Þrátt
fyrir þetta halda staðir mikilvægi sínu og öðlast jafhvel táknræna rnerk-
ingu þegar þeir búa stóran hluta ársins í huga fólks og umræðuefhum og
þegar það upplifir þá í gegnum nútímafjölmiðla og -samskiptatækni. Ibú-
arnir, sem koma ffá mismunandi löndum, tengjast heimalandinu gegnum
skyldur sínar við fjölskyldu og vini sem urðu efdr. Þetta er ekki einfalt ferli
92