Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2007, Síða 97
ÁSTRÍÐUR StEFÁNSDÓTTIR
Túlkun á læknamóttöku
Undanfarin tíu ár hef ég starfað sem læknir á lungna-og berklavamadeild
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.1 Eg hef aðallega sinnt móttöku inn-
flytjenda sem koma til Islands frá löndum utan evrópska efliahagssvæðis-
ins. Þeim hefur verið gert skylt að koma í læknisskoðun áður en þeir fá
dvalar- og atvinnuleyfi á Islandi.2 Þetta er gert til að þeir sem hafa búið í
löndum þar sem tíðni alvarlegra smitsjúkdóma, svo sem berkla og lifrar-
bólgu, er mun hærri en hér á landi beri ekki með sér smit til landsins.3
Mikilvægt er að greina eins fljótt og hægt er þá sem gætu annars smitað
aðra efdr komu hingað. Einnig er mikilvægt fyrir þá sem hingað koma að
fá fljótt greiningu á sjúkdómi sínum og meðhöndlun. Koman á lungna- og
berklavamadeild er í flestum tilvikum fyrsta stefiiumót sem einstaklingur-
inn á við íslenskt heilbrigðiskerfi.
Oft má gera ráð fyrir að innflytjandi sem sest að í framandi menningu
standi höllum fæti.4 Við þær aðstæður sem að ofan er lýst bætist að hann
er skyldaður til að koma í rannsókn á heilbrigðisstofnun óháð því hvort
1 Nú: Miðstöð sóttvama, sjá: http://www.heilsugaeslan.is/PPageIIU768. Grein þessi
er byggð á erindi sem höfundur hélt á Hugvísindaþingi í Háskóla Islands 10. mars
2007.
2 Sjá Sóttvamarlög nr. 19/1997, 17. gr. Sjá einnig reglugerð um sóttvamaráðstaf-
anir nr. 414/2007, 8. gr.
3 Um bága stöðu innflytjenda hvað varðar aukna tíðni smitsjúkdóma, verri efna-
hagslega afkomu og lélegt aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu sjá Ivan Wolf-
fers, Sharuna Verghis og Malu Marin, „Migration, human rights, and health“,
Lancet 362/2003, bls. 2019-2020.
4 Handbook oflmmigrant Health, ritstj. Sana Loue, New York og London: Plenum
Press, 1998, bls. 101-106. Sjá einnig Margaret Kelaher og Lenore Manderson,
„Migration and mainstreaming: matching health services to immigrants’ needs in
Australia“, Health Policy 54/2000, bls. 1-11.
Ritii 2-3/2007, bls. 95-111.
95